Fréttatíminn - 30.03.2012, Qupperneq 62
Stöðutaka gegn krónunni
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
HELGARPISTILL
F
Te
ik
ni
ng
/H
ar
i
Flest reynum við að vera þokkalega löghlýð-
in. Það borgar sig þegar til lengri tíma er litið
– jafnvel þótt okkur þyki sumt í lagasetningu
orka tvímælis. Í flóknu samfélagi verður að
fara eftir reglum, ella fer allt á hvolf. Reglu-
setning um það að aka hægra megin á vegi
er í senn skynsamleg og nauðsynleg. Við
verðum að treysta því að sá sem á móti kemur
sé líka hægra megin. Annars fer illa. Sama á
við þegar stöðvað er á rauðu ljósi og ekið eða
gengið yfir á grænu.
Við festum líka á okkur bílbelti. Það er
ekki aðeins lögbundin skylda heldur ákaflega
skynsamlegt. Sama gildir um að láta bílinn
eiga sig hafi menn fengið sér í tána. Við
reynum líka að koma þokkalega fram við
náungann þótt slík hegðun sé ekki endilega
bundin í lög. Þess vegna förum við í biðröð,
opnum dyr fyrir aðra og reynum að komast
hjá því að sletta á fólk í strætóskýli.
Þessa hegðun kennum við afkomendum
okkar. Yfirleitt gengur það ágætlega. Sé um
óþekkt barn að ræða hafa menn ýmis ráð og
geta jafnvel hótað því að ljóti kallinn komi og
taki það. Eflaust er sú uppeldisaðferð ekki
eftir bókinni – en hún virkar.
Til eru þeir þó sem brjóta lögin, fara
ekki eftir reglunum og svindla. Þess vegna
verðum við að hafa varann á gagnvart að-
skiljanlegum slúbbertum. Það er ekki gefið
að allir virði hraðatakmarkanir eða stöðvun-
arskyldu rauða ljóssins, svo ekki sé talað um
annað og verra. Einhverjir komast upp með
brotin en aðrir eru gómaðir. Um það lesum
við í blöðunum, heyrum í útvarpi eða sjáum í
sjónvarpi. Vélhjólaklíkur láta svo ófriðlega að
mörgum stendur ógn af. Helst virðast með-
limir þó herja hver á annan. Aðrir brjótast inn
og stela en það er ekki nýtt, enda er varað við
þess háttar myrkraverkum í einu af boðorð-
unum. Verstir eru þeir sem meiða, nauðga
og drepa. Þótt slíkir náist er ekki víst að þeir
meðgangi. Svo er það efinn, eða hvað sagði
ekki Jón Hreggviðsson: „Hef ég drepið mann
eða hef ég ekki drepið mann? Hver hefur
drepið mann og hver hefur ekki
drepið mann? Hvenær
drepur maður mann
og hvenær drepur
maður ekki
mann? Fari það í
helvíti sem ég
drap mann. Og
þó.“
Það
er því
erfitt
að
kasta
fyrsta steininum. Líti maður í eigin barm
gæti hugsast að hraðamælisnál hafi einhvern
tímann læðst upp fyrir leyfðan hámarkshraða
eða að grænt ljós hafi verið farið að gulna
eða jafnvel roðna. Varnir voru til dæmis fáar
þegar árvökull laganna vörður, útsendari
löggunnar á Blönduósi, sendi á mig blátt
ljós og sagði að ég hefði ekið á 113 kílómetra
hraða. Mér datt ekki í hug að andmæla mæl-
ingum hins borðalagða þjóns en sagði, frekar
til skýringar en annað, að gæðingurinn hefði
verið heimfús og leiðin niður í móti. Sú ræða
breytti engu hvað sektarmiðann varðaði.
Eftir þetta hef ég notað hraðastilli bílsins, að
minnsta kosti í Húnavatnssýslunum báðum.
Þótt menn eigi að hafa hemil á bensínfæti
get ég ómögulega flokkað þennan glanna-
skap minn í Húnaþingi til alvarlegra afbrota.
Verr varð mér hins vegar við fyrr í þessari
viku þegar fréttir bárust af því að húsleit
hefði verið gerð hjá útgerðarrisanum Sam-
herja. Fram kom að tilefni leitarinnar væri
grunur um brot á ákvæðum laga um gjaldeyr-
ismál; að verið væri að rannsaka hvort félagið
hefði brotið lög um gjaldeyrishöft. Þangað
fóru tugir manna frá Seðlabanka Íslands og
embætti sérstaks saksóknara.
Menn geta auðvitað deilt um réttmæti
gjaldeyrishafta og skynsemi slíkrar lagasetn-
ingar en lög eru lög, hugsaði ég og varð við
þessi tíðindi hugsað til veskis míns. Frá því í
fyrravor hafa nefnilega þvælst þar ónotaðar
200 tékkneskar krónur, afgangur frá ferð
okkar hjóna til Prag. Gjaldeyri á að skila,
samkvæmt haftalögunum. Það hafði ég ekki
gert og haldið í þetta ólöglega fé í nær ár,
beinlínis tekið stöðu gegn íslensku krónunni.
Ég var að brjóta lög og brotavilji minn var
einbeittur, miðað við tímalengdina. Þótt ég
hafi keypt þessar tékknesku krónur á sínum
tíma fyrir eigið aflafé bar mér að skila þeim
til Más seðlabankastjóra og fá íslenskar í
staðinn.
Laumulega læddist ég inn á síðu Seðla-
bankans og komst að því að hver tékknesk
króna er þar skráð sem jafngildi 6,867 ís-
lenskra króna. Tvö hundruð tékkneskar
krónur samsvara því 1.373 krónum íslensk-
um og 40 aurum betur. Þessu broti á hafta-
lögunum hafði ég haldið fyrir sjálfan mig og
alls ekki látið konu mína vita. Réttlætiskennd
hennar er ríkari en mín og því hefði hún sent
mig í Seðlabankann með þessa umframseðla.
Raunar þykist ég vita að í lítilli peninga-
buddu í eign konunnar, sem hún geymir
í kommóðuskúffu, sé að finna nokkrar dansk-
ar krónur. Klink vill safnast í vasa og gleymi
maður að kaupa slikkerí fyrir þann afgang á
Kastrup kemur það með heim, kannski sem
svarar andvirði eins bjórs eða svo. Ég er ekki
viss um að konan átti sig á því að geymsla
þessarar afgangsmyntar gerir hana að lög-
brjóti, ekki síður en mig – og hugsanlega þá
hjá Samherja. Bréfpeningum hefði hún skilað
en ólíklegt er að hún átti sig á glæpnum sem
felst í varðveislu hinnar slegnu myntar. Mið-
að við framgang réttvísinnar fyrr í vikunni
megum við eiga von á hinu versta.
Sennilega kemur ljóti kallinn og
sækir okkur.
Tilnefningar óskast!
Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs
eru árlega veitt vísindamanni sem snemma
á ferlinum þykir hafa skarað fram úr og
skapað væntingar um framlag í vísindastarfi
er styrki stoðir mannlífs á Íslandi.
Óskað er eftir tilnefningum til
Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs 2012.
Verðlaunin eru tvær milljónir króna.
Tilnefningar geta komið frá öllum sviðum vísinda,
tækni og fræða. Tilnefna má vísindafólk sem starfar
á Íslandi við háskóla, rannsóknastofnanir, fyrirtæki
eða er sjálfstætt starfandi. Öllum, sem eru í aðstöðu
til að meta störf einstakra vísindamanna, er heimilt að
senda tilnefningar. Ferilskrá vísindamannsins skal fylgja
tilnefningu. Hvatningarverðlaunin verða
afhent á Rannsóknaþingi Rannís.
Við val á verðlaunahafa er tekið tillit til námsferils
viðkomandi vísindamanns, sjálfstæðis, frumleika
og árangurs í vísindastörfum að loknu námi; ritsmíða,
einkaleyfa og alþjóðasamstarfs, svo og annarra
vísbendinga um líklegan árangur af störfum viðkomandi.
Sérstaklega er litið til brautryðjendastarfs í vísindum. Þá er
litið til faglegs framlags á vinnustað og miðlun þekkingar
til íslensks samfélags. Fimm handhafar verðlaunanna
skipa dómnefnd.
Frestur til að skila inn tilnefningum
er til og með 16. apríl 2012.
Tilnefningum ásamt upplýsingum um feril tilnefndra
skal skilað með tölvupósti til Rannís á netfangið
rannis@rannis.is. Nánar á www.rannis.is
46 viðhorf Helgin 30. mars-1. apríl 2012