Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.03.2012, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 30.03.2012, Blaðsíða 4
Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is HB23AB220S Bakstursofn 124.900 kr. stgr. (fullt verð: 159.900 kr.) Einnig fáanlegur í stáli. ET645EN11 Keramíkhelluborð 99.900 kr. stgr. (fullt verð: 119.900 kr.) Tækifærisverð A T A R N A Michelsen_255x50_L_1110.indd 1 02.11.10 10:09 Íbúðaverð óbreytt á fyrsta fjórðungi Svo virðist sem hægt hafi á verðhækkunum íbúðar- húsnæðis á fyrsta fjórðungi þessa árs. Íbúðaverð er óbreytt á landinu öllu, samkvæmt mælingum Hag- stofunnar á fyrsta ársfjórðungi. Til samanburðar hæk- kaði íbúðaverð á þennan mælikvarða um 2,7% á fjórða ársfjórðungi fyrra árs. Greining Íslandsbanka segir að árið í fyrra hafi einnig farið hægt af stað og nam hæk- kunin á fyrsta ársfjórðungi 2011 0,7% en aukinn hraði fór svo að færast í verðhækkanir íbúða og yfir árið hækkaði íbúðaverð um 8%. -jh 0,0% VerðbreyTinGar á ÍbúðaHúSnæði Fyrsti ársfjórðungur 2012 Hagstofa Íslands Hagnaður áTVr rúmlega 1,2 milljarðar Hagnaður áTVr á árinu 2011 var rúmlega 1,2 milljarðar króna, að því er fram kemur á vef verslunarinnar. Samdráttur í sölu áfengis var 2,7% og samdráttur í sölu tóbaks var 4,9%. „Þrátt fyrir samdráttinn er afkoman með því besta frá árinu 2002 en þá var innheimtu tóbaksgjalds breytt og gjaldið ekki lengur hluti af hagnaði fyrirtækisins. Heildartekjur voru 25,4 milljarðar, en þar af voru tekjur af sölu áfengis 17 milljarðar og tekjur af sölu tóbaks 8,4 milljarðar. árið 2011 er þriðja samdráttarárið í röð. árið 2008, þegar salan í lítrum fór hæst, voru seldir 20.387.345 lítrar. árið 2011 voru seldir 18.437.968 lítrar. Samtals nemur samdrátturinn á þes- sum þremur árum tæpum tveimur milljónum lítra eða um 10%. er það verulegur samdráttur og verður að fara aftur til ársins 2006 til þess að finna sambærilega sölu,“ segir enn fremur. Tóbakssalan hefur dregist enn meira saman. Heildarsamdráttu- rinn í sölu vindlinga á síðustu þremur árum nemur um 47.607 þúsund styk- kjum eða um 15,7%. -jh Kaupás selur 11-11 verslanir til 10-11 norvik, móðurfélag Kaupáss, seldi nýverið verslanir 11-11 til rekstrar- félags klukkubúða 10-11, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins. Þar er haft eftir Jóni Helga Guð- mundssyni, forstjóra norvik, að erfitt sé að halda utan um rekstur tveggja verslana; ekki sé lengur um keðju að ræða. Undir merkjum Kaupáss er fjöldi verslana; tólf undir merkjum Krónunnar, sex Kjarvals-búðir og fimm nóatúns-verslanir. Verslunum 11-11 hefur fækkað í tvær. Starfsfólk 11-11 fylgir ekki með heldur verður eftir hjá Kaupási og norvik. -jh veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Meinlítið veður og bjart. Súld veStantil. Kólnar niður fyrir froStMarK n-landS uM nóttina. HöfuðborgarSvæðið: HæGUr VindUr af Hafi. ÞUnGbúið oG ÞoKUSúld. Él eða SlydduÉl n- og a-landS þegar líður á daginn, en annarS SæMilega Milt og úrKoMu- lauSt að MeStu. HöfuðborgarSvæðið: að meSTU SKýJað, oG e.T.V. Smá Súld annað Veifið. litlar breytingar frá laugardegi, en Kólnar na-landS og Él eða SnjóKoMa þar. birtir upp v-til. HöfuðborgarSvæðið: SKýJað með KöflUm oG að meSTU úrKomUlaUST. góðviðri og frekar milt syðra Hlé ætlar nú að verða um stund á vind- steytingnum sem verið hefur í vikunni. Hár þrýstingur verður viðloðandi landið fram á sunnudag. Það þýður samt ekki að hér verði allt með ró og spekt því mikill hitalækkun er í lofti norðaustur yfir land. Þar er spáð éljum, sérstaklega frá því seint á laugardag. Vestalands verður fremur þungbúið og minniháttar væta eða súld annað veifið. 6 5 7 6 10 5 4 2 0 4 5 2 1 0 4 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is K ona sem lét fjarlægja fals-aðar PIP-fyllingar úr brjóst-um sínum í byrjun febrúar, á eigin kostnað, hefur beðið vel- ferðarráðuneytið að upplýsa sig um þær rannsóknir sem bendi til þess að iðnaðarsílíkonið í púðunum sé ekki hættulegra en í öðrum sílí- konpúðum. Í bréfi frá ráðuneytinu, til kvenna sem fengu PIP-púða á árunum 1992- 2001, kemur fram að af þessum föls- uðu púðum stafi meiri hætta á ert- ingu, bólgumyndun og óþægindum en öðrum sílíkonpúðum. „Að öðru leyti benda rannsóknir ekki til þess að konum með PIP-sílíkonpúða sé hættara við heilsutjóni af þeirra völdum en konum með aðrar gerðir brjóstapúða.“ Bréfin frá velferðarráðuneytinu og lýtalækninum Jens Kjartans- syni eru dagsett 23. mars, annars vegar, og svo 26. mars. Hún hafði vegna verkja leitað til Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins árið 2008 og var þá ekki greint frá því að annar púðinn læki. Það sá hún á lækna- skýrslu sem hún sótti í janúar. Kon- an hefur kvartað undan lækninum til landlæknisembættisins sem er með málið til skoðunar. Konunni, sem er rétt um fertugt, finnst einnig athyglisvert að lýta- læknirinn segi að hann hafi ekki orðið var við nein „óeðlileg vanda- mál í þeim PIP-fyllingum sem not- aðar voru fyrir 2000.“ Komið hefur í ljós á Landspítal- anum að dæmi eru um að PIP-púðar séu í mauki innan í íslenskum kon- um. Á vef landlæknisembættisins segir að það viti ekki hve margar konur fengu PIP fyrir aldamót. Konan hefur í fjölda ára glímt við veikindi sem hún tengir sílíkoninu, og eins og Fréttatíminn sagði frá í febrúar sótti hún um þrjátíu sinnum til heimilislækna vegna einkenn- anna. Eftir að sílíkonið var fjarlægt voru eitlar bólgnir og einn þeirra yfir tíu sentimetrar að lengd. Konan sendi púðana til kanadíska sérfræð- ingsins Blais sem telur þá tilheyra tilraunaframleiðslu franska fyrir- tækisins. gunnhildur arna gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Vill sjá rannsóknir á PIP Kona undrast fullyrðingar velferðarráðuneytisins í bréfi til hennar um að iðnaðarsílíkonið í fölsuðu PiP-púðunum valdi ekki meira heilsutjóni en innihaldið í öðrum, ófölsuðum púðum. Hún vill sjá rannsóknirnar. lög sett á lýta- lækna Velferðarnefnd bíður ekki lengur eftir landlækni og úrskurði Persónuverndar um hvort embættið geti fengið gögn frá lýtalæknum, segir álfheiður ingadóttir, formaður nefndarinnar. nefndin hefur því lagt fram frumvarp til laga, sem flutt er af öllum nefndarmönnum utan Unnar brár Konráðsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þar er tryggt að landlæknir eigi rétt á gögnunum. „Við erum búin að bíða eftir þessum niðurstöðum frá Persónuvernd. niður- staðan átti að koma fyrir 7. febrúar en er ekki komin enn. Þetta er langur tími því málið komst í hámæli fyrir jól,“ segir hún. „Þetta er langur tími.“ Hér má sjá eitilinn sem líkast til hefur stækkað vegna lekra sílíkonpúða. 4 fréttir Helgin 30. mars-1. apríl 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.