Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.03.2012, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 30.03.2012, Blaðsíða 16
Skapaðu góðar minningar á slitsterku Parador harðparketi Parador harðparketin eru með 25 ára ábyrgð á heimili og 5 ára ábyrgð í verslun. Erum með 21 tegund á lager. Ármúla 32 · 108 Reykjavík · Sími 568 1888 · parketoggolf.is · Þú finnur okkur líka á Facebook Parket & gólf - Sérfræðingar í gólfefnum! Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica hóteli, þriðjudaginn 10. apríl nk. og hefst fundurinn kl. 19:30. Aðalfundur VR Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Lagabreytingar Innborgun í VR varasjóð Ólafur óttast afleiðingar málaferlannaFjárhagur, orðspor og fjölskylda beðið hnekki „Fjárhagur [Ólafs Melsted]hefur beðið hnekki og ætla má að hvernig sem málssókn hans á hendur Seltjarnarnesbæ lyktar, hafi orðspor hans sem persónu og sem fagmanns einnig beðið hnekki,“ er mat tveggja mats- manna sem kvaddir voru af Héraðsdómi Reykjavíkur til að rýna í ásakanir Ólafs, á hendur Ásgerði Halldórsdóttur bæjarstjóra, um einelti. Mats- mennirnir segja að líðan Ólafs sjálfs og fjölskyldu hans hafi beðið hnekki. Þeir töldu fullsýnt að í fjórum atriðum hefði Ásgerður Halldórsdóttir ótvírætt sýnt Ólafi Melsted ámælisverða og ótilhlýðilega háttsemi sem stjórnandi. Í þremur atriðum til viðbótar hefði Ásgerður afar líklega sýnt Ólafi Melsted ámælisverða og ótilhlýðilega háttsemi. „Matsmenn telja að þær breytingar til hins verra á líðan, högum og heilsu Ólafs Melsted, sem lýst hefur verið hér að framan, sé að rekja til þessarar háttsemi bæjarstjórans.“ Hún hafi í þessum tilvikum lagt hann í einelti. -gag að Ólafur óskaði eftir henni; fyrst á fundinum og svo með aðstoð lögfræðings sem síðan sá um sam- skipti hans við bæinn. Ólafur segir að honum hafi verið sagt að áminn- ingin hefði einungis verið efnisleg aðvörun. Ástæða áminningarinnar var sögð vera orð Ólafs um Ásgerði sem eignuð voru honum en voru annars. „Eftir þetta urðu samskipti okkar skelfileg. Eða réttar sagt; þau urðu engin. Við töluðum ekki saman í marga mánuði. Það var mjög erfitt. Hún hélt framkvæmda- stjórafundi einu sinni í viku. Ég mætti á þá.“ Ólafur segir að eftir að hann heyrði að hún vissi að orðin hefðu ekki verið hans hefði farið betur ef hún hefði einfaldlega beðist afsökunar. „Ég sá að mér væri ekki vært þarna lengur. Ég leitaði því fyrir mér að annarri vinnu,“ segir Ólafur og að Ás- gerður hafi séð nafn hans á lista umsækjenda hjá hinu opinbera og kallað hann á teppið þar sem hún sagði að sér líkaði það ekki. „Hún viðraði þessa skoðun sína á starfsum- sókn minni á framkvæmda- stjórafundi daginn eftir og sagði þeim að hún hefði veitt mér tiltal,“ segir hann – og að enginn hafi sagt neitt. „Í janúar sendi lögmaður minn bréf til bæjarins og til- kynnti að ég óskaði eftir því að gerður yrði við mig starfs- lokasamningur. Því bréfi var ósvarað þegar ég gafst upp og fór í veikindaleyfi. Ég gat ekki verið þarna lengur. Ég var orðinn mjög veikur og kannski gerði ég mér ekki grein fyrir því hvað ég var orðinn veikur fyrr en ég fór til meðferðaraðila.“ Um sumarið 2010 var Ólafi til- kynnt að starf hans hefði verið lagt niður í skipulagsbreytingum. Hann hefur frá starfslokunum sótt aðstoð sálfræðings. „Ég hugsaði að maður væri kaldur karl og að ég gæti kýlt þetta ástand áfram. Svo þegar maður er kominn á endastöð er erfitt að vita hvað á til bragðs að taka.“ Hann hefur ekki látið bið, um- sagnir án aðgerða og misgáfulegar frávísanir frá stofnunum og emb- ættum, sem taka eiga á málum, stoppa sig. Velferðarráðuneytið, siðanefnd Læknafélagsins, Pers- ónuvernd, landlæknisembættið og umboðsmaður Alþingis hafa öll litið á málið og anga þess. Ýmsir úrskurðir hafa fallið. „Uppsögnin var ólögleg. Þau brutu lög með henni þar sem þau stóðu ekki rétt að henni. Svo er náttúrlega allt hitt; læknisvottorðið sem sent var til samstarfsmanna minna í tölvupósti; aðgerðaleysi bæjarstjórnar þegar málið kom upp og það að hún [Ásgerður] hafi lagt mig í einelti. Viðbrögð bæjar- stjórnarinnar við erindi innanríkis- ráðuneytis eru þau að hún ætlar ekkert að aðhafast. Lögmaður minn sendi bréf á mánudaginn var þar sem hann spyr formlega um afstöðu bæjarstjórnar og hvort hún viðurkenni bótaskyldu,“ segir Ólafur sem undirbýr aðskilin mál vegna uppsagnarinnar og svo eineltisins. „Þetta er búið að kosta blóð, svita og tár. Kannski oftast tár. Ekki bara fyrir mig heldur líka fjölskyldu mína og allt mitt umhverfi. Ég er meira og minna búinn að vera án tekna síðan ég hætti,“ segir Ólafur sem er giftur og á þrettán ára dóttur og tvítugan son. Hann fær einn þriðja af því sem launin skiluðu á mán- uði frá lífeyris- sjóði sínum. „Þannig að þetta hefur breytt öllu lífi okkar sem fjöl- skyldu. Allt er breytt. Það er ekki farið til útlanda á hverju ári og það eru ekki lengur tveir bílar á heim- ilinu. Það er ekki allt gert og keypt. En konan mín á helstan heiður skilinn fyrir að hafa staðið í þessu með mér,“ segir hann og bætir því við að hann sæki þó ekki á bæinn til að fá sömu lífsgæði og áður heldur til að fá réttlæti fullnægt. „Aðalatriði málsins er að einelti er ofbeldi og ofbeldi á ekki að líðast í nútímasamfélagi. Það verða allir að fara eftir lögum; alveg sama hvort það er Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Sel- tjarnarnesi, þeir sem sitja í bæjar- stjórninni eða bara þú og ég. Það verður því að fá úr þessu skorið fyrir dómstólum. Ég get ekki annað, enda kominn svona langt áleiðis.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Ég óttast verulega að þessi málaferli og reynsla á Sel- tjarnarnesi fæli vinnuveitendur frá mér.“ „Það fyrsta sem sál- fræðingurinn minn sagði var að ég yrði að finna mér eitthvað að gera á daginn,“ segir Ólafur Melsted um viðbrögðin eftir að hann flosnaði upp úr vinnu í kjölfar þess að hafa upplifað einelti á vinnustað. „Ég lét það ekki eftir mér að breiða sængina upp fyrir haus. Ég fór á fætur og í nám,“ segir hann. „Ég klára MBA-nám í Háskóla Íslands eftir rúman mánuð. Ég hef sannað fyrir sjálfum mér að ég er nú bara góður í mörgu. Svo fór ég í kúrs í mannauðs- stjórnun og ákvað í kjölfarið að bæta við mig þeirri masters- gráðu og hef því verið í tvöföldu meistaranámi í vetur,“ segir hann og bætir þeim við meistaragráðu sína í landslagsarkitektúr frá Þýskalandi. Hann er farinn að sækja um störf en hefur áhyggjur. „Ég óttast verulega að þessi málaferli og reynsla á Seltjarnarnesi fæli vinnuveitendur frá mér. Ég er byrjaður að sækja um atvinnu, en þessi málaferli geta haft þær afleiðingar að það taki mig langan tíma að fá vinnu. Ég veit ekkert um það,“ segir Ólafur. „Auðvitað hefði verið auðveldast að hlaupa strax í burtu. En rétt- lætiskennd mín er svo svakaleg. Ég get ekki látið valta svona yfir mig. Það er útilokað mál,“ segir Ólafur. Hann segist hafa lært mikið af þessu máli en hefði þó helst kosið að hafa aldrei þurft að upplifa það. Ég vaknaði upp klukk- an fjögur á nóttinni og kveið vinnudeginum. Þetta var svo ólíkt mér. Í öllum þeim störfum sem ég hef verið í hef ég hlakkað til að takast á við ný verkefni. Mér fannst ég vera með gubbu- pest alla daga. Það var ónotatilfinning í mér og mér var flökurt. Þetta var hrein streita. 16 fréttaskýring Helgin 30. mars-1. apríl 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.