Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.03.2012, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 30.03.2012, Blaðsíða 66
 H ugmyndin um „stríð gegn konum“ vakti athygli fjöl-miðla í kjölfar þess að út- varpsmaðurinn Rush Limbaugh úthúðaði ungri konu sem mætti fyrir þingnefnd til að bera vitni um mikilvægi þess að heilbrigðis- tryggingar næðu til getnaðar- varna: „Hún segist vilja fá borgað fyrir að stunda kynlíf. Hvað gerir það hana? Það gerir hana að druslu, ekki satt? Það gerir hana að hóru.“ Stefna demókrata á Bandaríkja- þingi er að getnaðarvarnir séu inni í heilbrigðistryggingum – sér í lagi á meðan stinningarlyf á borð við Viagra eru það. Repúblíkanar hafa hafnað þessu og krafist þess að atvinnurekendur skuli hafa leyfi til að undanskilja getnaðarvarnir í heilbrigðistryggingum, sem þeir veita, ef slíkt stríðir gegn „siðferð- isvitund“ þeirra. Að baki býr ým- ist sú hugmynd að getnaðarvarnir hvetji til lauslætis, samanber orð Limbaughs, eða að þær séu í raun form fóstureyðinga. Vaxandi hreyf- ing kristinna íhaldsmanna (kennd við „Personhood“) hefur m.a. talað fyrir því að líta beri á öll frjóvguð egg sem fullburða manneskjur og því sé notkun getnaðarvarna sem koma í veg fyrir að þau festist í legi konunnar í raun morð. Alvarlegustu árásirnar á rétt- indi kvenna hafa komið frá re- públíkönum í fylkisþingunum. Heilsugæslustöðvum sem sinna kynheilbrigði kvenna, þar á með- al leghálskrabbameinsleit, hefur verið lokað í Arizona og Texas á þeim forsendum að þær séu reknar af Planned Parenthood sem reka einnig læknastofur sem sinna fóstureyðingum. Í Arizona eiga vinnuveitendur að fá leyfi til að spyrja starfsmenn sína út í kyn- hegðun þeirra áður en þeir veita þeim heilbrigðistryggingar. Sam- kvæmt lagafrumvarpi í Tennessee á að birta opinberlega nöfn kvenna sem fara í fóstureyðingu og í Virg- iníu er búið að setja í lög að kon- ur sem fara í fóstureyðingu skuli fyrst fara í ómskoðun svo hægt sé að sýna þeim myndir af fóstrinu. Eftir þrýsting og hávær mótmæli var ákvæði sem gerði ráð fyrir að ómskoðunin skyldi framkvæmd um leggöng kvennanna fellt út. Það er næsta víst að kynheil- brigði kvenna og réttindi verða mikilvægt kosningamáli í haust og stjórnmálaskýrendur telja að „stríð“ repúblíkana gegn konum muni verða fyrirferðarmikið í kosningabaráttu demókrata og Obamas. Síðan 1964 hafa fleiri konur en karlar kosið í forseta- kosningum og stuðningur kvenna hefur sögulega verið mjög mikil- vægur fyrir demókrata. Þannig réðu atkvæði kvenna úrslitum í kosningunum 2008, en útgöngu- spár sýndu að 56% kvenna kusu Obama, á meðan atkvæði karl- manna skiptust nokkurnveginn jafnt á milli frambjóðendanna. Kannanir höfðu sýnt að Obama hefði tapað fylgi meðal kvenna frá síðustu kosningum, en könnun Wall Street Journal og NBC-sjón- varpsstöðvarinnar bendir hins vegar til þess að þetta hafi snúist við. Samkvæmt könnuninni hefur Obama 18% forskot á Romney með- al kvenna – á meðan Romney hefur 6% forskot meðal karla. Sumum í framvarðasveit Repú- blíkanaflokksins er því hætt að lítast á blikuna. Fyrir viku varaði McCain samflokksmenn sína við því að árásir á kvenréttindi fældu konur frá Repúblíkanaflokknum: „Að mínu mati þurfum við að láta það mál eiga sig. Við þurfum að virða rétt kvenna til að taka ákvarðanir um eigið lífi – og fara í staðinn að fást við mál sem banda- ríska þjóðin ber raunverulega fyrir brjósti.“ Magnús Sveinn Helgason ritstjorn@frettatiminn.is B arack Obama mælist með nokkuð öruggt forskot á Mitt Romney. Real Clear Politics reiknast til að meðaltal nýjustu kannana sýni Obama með stuðning 48,1% kjósenda á meðan Romney nýtur stuðnings 43,5%. Forskot Obamas á Romney hefur vaxið frá því í desember, þegar prófkjör repúblíkana hófust. Það er talið til marks um að langvinn prófkjörsbarátta hafi skaðað Rom- ney sem hafði í nokkrum könnun- um, sem gerðar voru í fyrrahaust, naumt forskot á Obama. -msh Obama enn með forskot 50 usa Helgin 30. mars-1. apríl 2012  ForSetakoSningar tilneFning repúBlikana  Bandaríkin FóStureyðingar Stríð gegn konum Að undanförnu hafa demókratar og bandarískir femínistar sakað repúblíkana um að heyja „stríð gegn konum“. Þ ví heyrist stundum fleygt í bandarískri stjórnmálaumræðu að einhver alvarlegustu mistök- in sem stjórnmálamenn geti gert séu að tala af sér – segja óvart sannleikann. Lýsing Erics Fehrnstrom, náins ráð- gjafa og talsmanns Mitts Romney, á framboði Romneys í sjónvarpsviðtali í síðustu viku er neyðarlegt dæmi um óheppilega sannsögli af þessu tagi. Fehrnstrom var spurður að því hvort Romney myndi ekki eiga erfitt með að höfða til almennra kjósenda eftir að hafa neyðst til að færa sig æ lengra til hægri í prófkjörsslagnum. Fehrnstrom blés á slíkar áhyggjur: „Maður endur- ræsir kosningabaráttuna fyrir haustið. Það breytist allt. Þetta er næstum því eins og Etch-a-sketch-teiknivél sem maður hristir til að byrja aftur frá grunni.“ Með þessu fangaði Fehrnstrom með mjög áhrifaríkum hætti neikvæðustu ímynd Romneys, og þá sem andstæðing- ar hans hafa hvað helst reynt að halda á lofti, þ.e. að Romney hafi enga póli- tíska sannfæringu og skipti um stefnu- mál eftir því við hvern hann talar hverju sinni. John Huntsman, repúblíkani og fyrrum ríkisstjóri í Utah, hefur sagt að Romney sé lítið annað en „vel smurður vindhani“. -msh Sigurlíkur Romneys um 90 prósent Flestir bandarískir stjór- nmálaskýrendur telja Mitt Romney nokkurn veginn öruggan um að hljóta til- nefningu Repúblíkana- flokksins sem forseta- frambjóðandi, enda hefur Romney unnið 56% allra kjörmanna sem búið er að kjósa um í prófkjörum og á forvalsfundum flokksins. Í kjölfar sigurs Ricks San- torum, helsta keppinautar Romneys, í Louisiana á laugardaginn var, og í ljósi þess að enn á eftir að kjósa um meira en helming kjör- manna á landsfundi (1.258 kjörmenn af 2.286) er þó full ástæða til að spyrja sig hversu öruggur Romney getur talist um sigur. Til að vera öruggur með tilnefningu flokksins þarf Romney að hafa tryggt sér stuðning 1.144 kjörmanna á landsfundi flokksins sem haldinn verður í lok ágúst í Tampa, Flórída. Eftir prófkjörið í Louisiana er Romney búinn að tryggja sér 568 kjörmenn og eini raunverulegi keppinautur hans, Rick Santorum, 273. Newt Gingrich hefur tryggt sér 135 kjörmenn og Ron Paul 50. Romney vantar því enn 576 kjörmenn, eða 45% þeirra sem enn á eftir að kjósa um. Nate Silver, kosningatölfræðingur New York Times, bendir á að enn eigi eftir að halda prófkjör í nokkrum fjölmennum ríkjum þar sem Romney nýtur mikils stuðnings, t.d. í Utah. Þá eiga mörg stór ríki eftir að halda prófkjör, þar á meðal New York og Kalifornía, þar sem yfirburðir Romneys í fjáröflun nýtast til að kaupa dýrar sjónvarpsauglýsingar. Samkvæmt upplýsingum bandaríska kosningaeftirlitsins á Romney 7,3 milljónir bandaríkjadala í kosningasjóði sínum en Santorum ekki nema 2,6 milljónir. Styrkur Santorums hefur fyrst og fremst verið fólginn í stuðningi frá íhaldssamri grasrót flokksins. Miðað við þær forsendur sem Silver gefur sér telur hann að um 90% líkur séu á því að Romney tryggi sér öruggan meirihluta. Það gæti hins vegar kostað langvinna kosn- ingabaráttu. Langvinn kosningabarátta við Santorum getur hins vegar stórskaðað Romney sem hefur færst hratt til hægri í þeim tilgangi að höfða til þeirra sem taka þátt í prófkjörum Repúblíkanaflokksins. -msh Etch-a-sketch-teiknivélar eru vinsæl leikföng meðal bandarískra barna. Barack Obama nýtur meiri hylli á meðal kvenkyns kjósenda en Mitt Romney. Mitt Romney þykir vera lang- líklegastur til að berjast við Barack Obama um forsetastól- inn í haust.  ForSetakoSningar könnun  StjórnMál Bandaríkin Stefnumál í teiknivél Krabbamein, astmi, ofnæmi, exem, treg blóðrás, blöðruhálskirtilsbólga, parkinsonveiki, umgangspestir ....... Lúpínuseyðið gæti hjálpað www.lupinuseydi.is s. 517 0110 Lúpínuseyðið sem Ævar Jóhannesson gaf fólki í rúma tvo áratugi gerði mörgum gott eins og lesa má í æviminningum hans og á vefsíðunni www.lupinuseydi.is. Hér verður ekkert fullyrt, en það skaðar ekki að lesa sögurnar og meta það sjálf hvort seyðið gæti gert ykkur gott. Fæst í heilsubúðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.