Fréttatíminn - 30.03.2012, Blaðsíða 32
– fyrst og fre
mst
ódýr!
1198kr.tvennan
Aðeins
Coke, Coke Light eða Coke Zero ,
velur þér Freyju Rísegg nr. 4
eða Nóa Perluegg nr. 4!
Þú kaupir 4x2 lítra af
M arkmiðið með verkefni Listaháskólans var að leiða saman hönnuði og bændur
og freista þess að þróa matarafurðir
í hæsta gæðaflokki. Að leiðarljósi var hönnunin og rekjanleiki
hráefnisins til framleiðslustaðar. Verkefnið var hluti af BA-námi
í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Með styrkveitingu árið
2008 komst verulegur skriður á verkefnið því fjármagnið skapaði
grundvöll til að þróa þær hugmyndir til fulls sem urðu til á nám-
skeiðinu. Aðeins var unnið með einu býli í hvert sinn og var býlinu
afhent tilbúin afurð til framleiðslu í lokin. Verkefnið var þverfagleg
samvinna matreiðslumeistara, sérfræð-
inga Matís og Innovit sem unnu með
hönnunarteymi Stefnumóts hönnuða
og bænda.
Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í vöruhönnun við Listahá-
skóla Íslands, segir verkefnið hafa verið frábært samstarf milli
bænda og hönnunarnema. „Þegar margar ólíkar fagstéttir eru
leiddar saman verður útkoman óútreiknanleg. Samstarfið hefur
hrist upp í öllum sem komið hafa að verkefninu. Mig óraði ekki
fyrir því að útkoman yrði þessi. Vissulega er flókið að vinna með
svo mörgum en kostirnir eru ótvíræðir,“ segir Sigríður.
Skyrkonfekt í spenalíki
Skyrkonfekt er ein af afurðunum sem litu dagsins
ljós og var það hannað af Kristínu Birnu Bjarnadóttir,
Öldu Halldórsdóttur og Sabrinu Stigler í samstarfi
við bóndann og mjólkurfræðinginn Þorgrím Guð-
bjartsson á Erpsstöðum í Dölum.
Kristín Birna segir það hafa gefið sér mest í nám-
inu, að öllu öðru ólöstuðu. „Ég er ákaflega hamingju-
söm að fá þetta tækifæri því ég hef lært svo mikið af
þessari vinnu. Það gefur mér persónulega svo mikið
að vita af því að það er bóndi sem hefur það alveg súp-
ergott af því að hann er að selja vöru sem ég hef tekið
þátt í að hanna og skapa.“ En hvernig byrjaði þetta
allt saman? „Á þessum sex vikna kúrsi komumst við
alveg ótrúlega langt. Við bjuggum til okkar eigið
skyr og settum strax súkkulaði á það. Upphaflega
hugmyndin var sú að molarnir áttu að vera júgur með
fjórum spenum en það reyndist of erfitt í framleiðslu;
því varð endanleg útkoma einn heilbrigður speni –
eins og Þorgrímur komst svo skemmtilega að orði.“
„Það er mikill heiður og gaman að vera með í þessu
verkefni,“ segir Þorgrímur Guðbjartsson á Rjóma-
búinu Erpsstöðum og telur það ekki síst mikilvægt að
vera opinn fyrir tækifærum. „Þegar við fórum af stað
í þetta verkefni óraði mig ekki fyrir því að þetta yrði
svona stórt. Við tókum strax þá ákvörðun að gera eitt-
hvað meira með þetta og tveimur árum seinna fórum
við aftur af stað með sömu stelpunum.“
Í upphafi námskeiðsins mættu stelpurnar, Krist-
ín Birna, Alda og Sabrina, á býlið að skoða aðstæð-
ur. „Ég hló mikið þegar þær fóru. Ég var viss um
að það væri ekki hægt að gera neitt nýtt úr mjólk.
Þær komu með allt aðra sýn en ég á búskap og
spurðu bókstaflega um allt. Eitt er að vera mjólkur-
fræðingur og framleiða sínar afurðir úr mjólk, en
annað að vera með fólki sem horfir á þetta frá allt
öðru sjónarhorni. Þær komu með fegurðarskyn
og listrænt sjónarhorn sem gerði verkefnið miklu
meira spennandi – ákveðna glansáferð. Það kemur
í ljós í þessari vöru, þegar hún er tilbúin, að hún er
bæði fyrir augað og munninn.“
Þorgrímur segir að hann hafi orðið klökkur á
HönnunarMars í fyrra þegar hann afgreiddi konfekt-
ið sitt í Turninum á Lækjartorgi. „Bóndi á 21. öldinni
í miðbæ Reykjavíkur að bjóða vöru sína til sölu. Það
var mikill sigur að fá að vera þarna. Þegar ég var barn
og bjó í Reykjavík, stóð Turninn á torginu fyrir það
sem var ofsalega freistandi og ævintýralegt. Þetta
var rosalega góð tilfinning. Ég upplifði fullkomnun,
maður hélt að þetta væri komið en það var ekki fyrr
en ég stóð þarna að þetta varð áþreifanlegt.“
Himnaríki í kviðnum
„Það er alltaf gaman að taka þátt í einhverri
sköpun, eitthverju sem er nýtt. Við samvinnu
kemur ný hugsun. Það var gaman að fá þetta unga
fólk í heimsókn og velta fyrir sér þess reynslu í
hönnun og uppruna í menningu,“ segir Þorbjörg
Arnórsdóttir, forstöðumaður Þórbergsseturs að
Hala í Suðursveit, um verkefnið sem þar var unnið.
Í aðalhlutverki er rúgbrauðsrúlluterta sem kemur
annað hvort með kæfu- eða bleikjufyllingu, og svo
kanilsnúðar innblásnir af Þórbergi Þórðarsyni.
Þorbjörg segir að kveikjan hafi meðal annars
verið umfjöllun Þórbergs um snúða í verkum hans
þegar hann var að draga fram lífið í Reykjavík
Rigningarsumarið mikla. „Þá keypti hann sér
gjarna mjólkurglas og snúð og fékk himnaríki í
kviðinn,“ rifjar Þorbjörg upp.
Til að skera rúgbrauðsrúllutertuna var hannaður
sérstakur höggstokkur sem vísar til mælingarár-
áttu Þórbergs, en hann mælir nákvæmlega hvað
fólk vill mikið.
Auður Ösp Guðmundsdóttir vöru-
hönnuður var ein af þeim sem þátt
tóku í verkefninu í samstarfi við Þór-
bergssetur ásamt Höllu Kristínu
Hannesdóttur og Steinþóri
Hannesi Gissurarsyni.
Auður Ösp segir að
markmið verkefnisins
hafi verið „að búa til
ákveðna stemningu,
matarupplifun“.
Hún segist hafa
heillast af stór-
brotinni náttúru
á Hala og hinum
sérviskulegu háttum
Þórbergs sem ýttu und-
ir sköpunargleði hópsins. „Við sökktum
okkur í Þórberg, orðaleiki hans og mælingar,
og lékum okkur til dæmis með mælt mál.“
Verkefnið hefur opnað margar dyr, jafnt fyrir
unga hönnuði sem og bændasamfélagið. Þegar
blaðamaður kíkti á Auði var hún stödd í Brimis-
húsinu á HönnunarMars að kynna nýjustu vöru
sína, Ís, sem hún hannaði fyrir bændaverslunina
BúBót ásamt Emblu Vigfúsdóttur. Eftir Stefnumót
hönnuða og bænda hefur hún tekið að sér fjölda
verkefna í tengslum við matarhönnun. Stefnan er
tekin á Ísafjörð en glettin á svip segist Auður ekki
vilja gefa neitt upp að svo stöddu.
Þegar bændur hittu hönnuði
Fyrir fjórum árum var hrundið af stað
nýsköpunarverkefni Listaháskóla Íslands
sem bar yfirskriftina Stefnumót hönn-
uða og bænda.Teflt var saman einni elstu
starfsstétt landsins, bændum, og þeirri
yngstu, vöruhönnuðum. Afraksturinn er nú
til sýnis í fyrsta skipti í heild í Sparkdesign
Space við Klapparstíg. Þórunn Kristjáns-
dóttir rifjar hér upp þetta ævintýri.
Ljósmyndir/Vigfús Birgisson
32 hönnun Helgin 30. mars-1. apríl 2012