Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.03.2012, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 30.03.2012, Blaðsíða 28
Þ að hefur alla tíð verið mikil tónlist í fjöl- skyldu Hallgríms. Faðir hans lærði til söngs hjá Guðrúnu Á. Símonar og í fjölskylduboðum enn þann dag í dag er jafnan sungið. „Pabbi var að læra til söngs hjá Guðrúnu Á. Símonar og mamma hefur mikla og fallega náttúrulega söngrödd sem við systkinin fengum oft að njóta fyrir svefninn. Ég á því nokkuð margar minningar um söng,“ segir Hallgrímur. Og hann byrjaði sjálfur snemma að syngja. „Ég var sjálfur mjög raddsterkur og það fór sjaldnast milli mála hvar ég var niðurkominn í veröld- inni. Að sögn mömmu spratt ég fram alskapað söngskáld í kringum fjögurra ára aldurinn. Hún þurfti þá, eins og margar konur, að vera á tveimur stöðum samtímis og það var einhver asi á henni með mig sem eftirdrag. Þá þaut einhver kergja í skáldið og þar söng ég fyrst eigið lag og texta: „Mig langar svo til að verða brjálaður.“ Þetta lag söng ég svo þindarlaust uns er- indi mömmu var lokið.“ Settu allir upp söngleiki Hallgrímur á tvo eldri bræður og með þeim á hann margt sameiginlegt og þá sérstaklega tónlistina. Þeir hafa allir sett upp söngleiki. „Um tuttugu og tveggja ára innritaðist ég í Söngskóla Reykjavíkur en var þar aðeins í eitt ár þar sem ég var óviss um hvaða stefnu ég ætlaði að taka. Það vor er ég var enn í skólanum setti Guðmundur bróðir upp söngleik eftir sjálfan sig fyrir Fjöl- brautaskólann við Ármúla. Það gekk víst eitthvað brösuglega og tveir leikaranna í aðalhlutverkum gengu á dyr svo að Guð- mundur kallaði í mig og Ingimar bróður til að bjarga því sem bjargað varð. Við bræðurnir sungum því sitt hlutverkið hvor og kláruðum með sóma,“ segir Hallgrímur brosandi. Ráðinn söngvari eftir Hemma Gunn Þeir bræður komu fram í hinum vinsæla þætti Á tali með Hemma Fyrsta plata Hallgríms Odds- sonar, tónlistarmanns og Fjallabróður, er persónuleg og hún hefur verið lengi í vinnslu. Frá því að fyrsta ljóðlínan og hljómurinn urðu til og þar til platan kom út liðu sautján ár; jafnlangur tími og líður frá fæðingu barns fram að bíl- prófsaldri unglings. Einfaldlega flókið er þemaplata og bygg- ist á persónulegri reynslu Hallgríms í ástamálum. Sautján ár í vinnslu Framhald á næstu opnu Hallgrímur tók sér góðan tíma í að klára plötuna. Ljósmynd/Hari 28 viðtal Helgin 30. mars-1. apríl 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.