Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.03.2012, Blaðsíða 82

Fréttatíminn - 30.03.2012, Blaðsíða 82
66 bíó Helgin 30. mars-1. apríl 2012   Frumsýnd Wrath oF the titans Safaríkar sögur úr goðafræði Forn-Grikkja hafa í gegnum aldirnar verið fólki úr öllum listgreinum drjúg uppspretta og Hollywood sækir enn stíft í þennan sagnabrunn. Fyrir tveimur árum fór hinn vörpulegi leikari Sam Worthington mikinn í fullum herklæðum í Clash of the Titans og nú heggur hann í sama knérunn með Wrath of the Titans. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó Goð og garpar taka aðra lotu W rath of the Titans frá árinu 2010 var endurgerð samnefndrar myndar frá 1981. Fyrir þremur áratugum lék sjálfur sir Laurence Olivier yfirguðinn Seif en Liam Neeson kom í hans stað í endurgerðinni og Ralph Fiennes lék drottnara undirheima, Hades. Í Clash of the Titans tefla þeir bræður Seifur og Hades grimmilegt valdatafl en Hades ásælist hásæti stóra bróður á Ólympstindi. Kappinn Perseifur blandast í væringarnar, þáttur hans vegur þungt og áður en yfir lýkur hefur hann afhöfðað Medúsu, ráðið niður- lögum skrímslisins Kraken og komið á jafnvægi á himni og jörð. En Perseifur var ekkert of lengi í paradís. Tíu árum síðar fer allt í bál og brand aftur þannig að ekki kemur annað til greina en að grípa til sverðsins á ný í Wrath of the Titans og mæta jafnvel skæðari and- stæðingum en síðast. Til þess að geta ráð- stafað sín í milli undir- heimum, jörð og hafi, þurftu þeir bræður fyrst að steypa föður sínum, títaninum Kró- nosi, af stóli og það gerðu þeir bókstaflega og vörpuðu honum og hinum gömlu guðunum í botnlausa hyldýpið Tartarus. Þegar hér er komið sögu hefur Perseifur dregið sig í hlé, látið hetjustælana lönd og leið og lifir rólegu lífi í litlu sjávarþorpi þar sem hann elur upp tíu ára son sinn og lifir á gæðum hafsins. Krónosi er hins vegar farin að leiðast vistin í undirdjúpunum og Hades og Ares, einn sona Seifs, sjá sér leik á borði, snúa bökum saman og reyna að koma Seifi fyrir í ánauð hjá Kró- nosi. Perseifur, sem er hálfmennskur sonur Seifs, getur ekki setið hjá og róið til fiskjar á meðan föður hans eru brugguð banaráð þannig að hann snýr aftur í hringiðu ævin- týra, skrímsla og sverðaglamurs. Það syrtir þó hratt í álinn, kraftar Seifs fara þverrandi og að lokum nær Krónos honum á sitt vald þannig að Perseifur leitar á náðir hins fallna guðs Hefaistosar, sem sá mæti leikari Bill Nighy leikur, og gyðjunnar Andró- medu og með þeirra stuðningi dembir hann sér niður til Tartarus til þess að bjarga Seifi og ljúka væringunum milli guðanna með því að ráða niðurlögum Krónosar og hyskis hans. Það syrtir þó hratt í álinn, kraft- ar Seifs fara þverr- andi og að lokum nær Krónos honum á sitt vald. Perseifur hefur reynt að hafa það náðugt þau tíu ár sem liðin eru síðan hann gerði út af við Medúsu og Kraken en nú eru góð ráð dýr því Hades situr á svikráðum við Seif; eina ferðina enn. Enn sótt í smiðju dr. Seuss Barnabókahöfundurinn Theodor Seuss Geisel, best þekktur sem dr. Seuss, töfraði fram ýmis fyrirbæri sem hafa skemmt kyn- slóðum barna í gegnum ófáa áratugina. Þekktasta sköpunarverk hans er sjálfsagt ófétið hann Trölli sem tók upp á því í gremju sinni að stela jólunum. Þá þekkja flestir Köttinn með höttinn en báðir létu þessir furðufuglar til sín taka í bíó fyrir nokkrum árum. Þá mætti fíllinn Horton til leiks í teiknimynd fyrir ekki svo löngu og nú er röðin komin að The Lorax. Þar segir frá tólf ára gutta sem býr í bæ þar sem allt er úr plasti. Hann er bál- skotinn í stelpu og kemst að því að hún þráir ekkert heitar en fá að sjá og snerta alvöru tré. Hann leggur því í leiðangur út fyrir bæinn í leit að tré þrátt fyrir að bæjarbúum sé með öllu óheimilt að fara út fyrir bæjarmörkin. Á flakki sínu kynnist drengurinn trjámann- inum Once-ler sem er tilbúinn að segja honum, gegn greiðslu, söguna af því þegar allur gróður hvarf af yfirborði jarðar. Once- ler lumar einnig á fróðleik um það hvernig heimabær stráksa varð til og hvers vegna allt er þar úr plasti. Aðrir miðlar: Imdb: 6,6, Rotten Tomatoes: 57%, Metacritic: 47%  Frumsýndar Hinn umdeildi, og á köflum mistæki, meistari Roman Polanski hefur yfir úrvals mannskap að ráða í Carnage og býður hér upp á Jodie Foster, John C. Reilly, Kate Winslet og Christoph Waltz í gamansömu drama. Tveimur ungum skólafélögum lendir saman á skólalóðinni og lýkur viðskiptum þeirra með því að annar lemur hinn í andlitið með spýtu. Foreldrar drengjanna ákveða að setjast niður saman og leysa úr þessu leiðindamáli að hætti kurteiss og almennilegs fólks. Sáttafundurinn fer vel af stað og allt útlit er fyrir að báðir aðilar geti fallist á ásættanlegar málalyktir. Þegar nokkur óheppileg orð eru látin falla fer hins vegar allt í bál og brand; deilur hjónanna stigmagnast og enda í hávaðarifrildi þar sem ásakanir fljúga á báða bóga og ýmislegt kemur upp á yfirborðið sem átti að liggja kyrrt. Myndin er byggð á leikritinu God of Carnage sem hefur verið á fjölunum á Broadway. Aðrir miðlar: Imdb: 7,5, Rotten Tomatoes: 71%, Metacritic: 61%. Polanski í hjónadeilu e inhvers staðar í ekki svo mjög fjarlægri framtíð heyra Bandaríkin, eins og við þekkjum þau, sögunni til, eftir borgarastyrjöld og hamfarir. Dystópían Panem hefur risið á rústum BNA og þar búa þegnarnir við ansi hreint mis- jafnan kost. Hinum kúguðu er haldið niðri með árlegum Hungurleikum þar sem hvert svæði sendir stelpu og strák á unglingsaldri út á vígvöll þar sem unglingunum er gert að berjast upp á líf og dauða þar til einn stendur eftir sem sigurvegari. Katniss Everdeen er vösk, sextán ára stelpa sem býður sig fram á leikana til þess að bjarga litlu systur sinni frá því að enda líf sitt á vellinum og í fyrstu virðist blasa við að hún sé þar með að ana út í opinn dauðann. Þegar á hólminn er komið er þó ljóst að stelpan leynir á sér og hún verður helsta stjarna Hungurleikanna, sem er sjónvarpað út um allt land þannig að þeir eru afþreying – um leið og þeir eru kúgunartæki. (Svolítið eins og sjónvarpið á okkar dögum). Andstæðingar Katniss tapa tölunni í blóðugum drápum jafnt og þétt á meðan stelpan reddar sér með hugrekki, útsjónarsemi, hjartagæsku og bandalögum hinna minnimáttar gegn grimm- ustu keppendunum. Katniss er burðarás sögunnar og hin unga leikkona Jenni- fer Lawrence gerir stelpunni frábær skil og er lífið og sálin í magnaðri mynd sem býður upp á spennu, grimmd og krúttlega unglingadramatík sem kallar á köflum fram gæsahúð þegar til- finningasemin nær hámarki. The Hunger Games er ferlega flottur framtíðartryllir þótt frumleikinn sé ekki mjög mikill en hér má greina bergmál frá þekktum dystópíum á borð við 1984, THX 1138, The Running Man og svo mætti lengi telja, auk hinnar japönsku Battle Royale. The Hunger Games er smart, töff og stíliseruð í drasl hvort sem um er að ræða búninga, sviðsmyndir eða bardagaatriði. Sagan er í raun grimm og ljót; ofbeldi er afgreitt harkalega en svo hratt að yngstu áhorfendum í markhópnum er vel óhætt. Þórarinn Þórarinsson  Bíódómur hunger games Tár, blóð og gæsahúð Liam Neeson sem Seifur í Wrath of the Titans. Sir Laurence Olivier í hlutverki Seifs í Clash of the Titans árið 1981. Kurteislegur hjónafundur breytist í harða deilu þegar röng orð eru látin falla. Undirheimar bókaklúbbur er áskriftarklúbbur Uppheima fyrir unn­ endur glæpasagna. Fimm sinnum á ári fá klúbb fél agar sendar nýjar kiljur í frumútgáfu: vetrarkrimma, páska krimma, vorkrimma, sumar­ krimma og haustkrimma. Verð hverrar bókar er aðeins kr. 1.990,- og sendingargjald ekkert. Í Undirheimum er lögð áhersla á vandaðar þýðingar fram úr skar­ andi norrænna glæpasagna eftir marga af þekktustu glæpa sagna­ höfundum Norðurlanda. Undirheimar bókaklúbbur er einungis starfræktur á heima síðu Upp heima, www.uppheimar.is Kynnið ykkur klúbbinn! SPLUNKUNÝR BÓKAKLÚBBUR MEÐ NORRÆNUM GLÆPASÖGUM SPENNANDI BÓKAKLÚBBUR Glæpasögur Undirheima á betra verði!B Ó K A K L Ú B B U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.