Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.03.2012, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 30.03.2012, Blaðsíða 26
Laugavegi 63 • S: 551 4422 VORFATNAÐUR vattjakkar - vesti - gallabuxur - bolir Útsöluvörur 60% - 70% vetrarkápur - vetrarjakkar - sparidress NÝTT Þ etta er í annað skipti sem Arn-old fær birtar myndir í norsku útgáfu karlablaðsins FHM en fyrirsætan Ásdís Lísa var Ungfrú október í blaðinu og þeir norsku eru greinilega ginnkeyptir fyrir íslensku Ásdísunum því Arnold segir að FHM hafi stokkið á myndirnar sem hann sendi af Ásdísi Rán og hafi umsvifa- laust viljað fá hana á síður blaðsins. Arnold segist ekki hafa þurft að hafa mikið fyrir því að koma myndum af stúlkunum að hjá FHM og þetta hafi svolítið gerst af sjálfu sér. „Þeir byrjuðu að elta mig á Twitter og höfðu samband,“ segir Arnold sem hefur sent FHM myndir af þó nokkrum konum en hingað til hafi þó aðeins Ás- dísirnar tvær komist alla leið. „Ég er búinn að vera í ágætu sam- bandi við þá og hef sent fleiri tökur sem hafa þó ekki komist í blaðið enn sem komið er. Þeir vilja ákveðinn stíl. Þetta er náttúrlega fyrir karla sem verða að nenna að horfa á myndirnar þannig að það þýðir ekkert að bjóða upp á kappklæddar konur í FHM,“ segir Arnold. „Þeir stukku strax á Ásdísi Rán og ég fékk jákvætt svar undireins. Sama er að segja um hina tökuna af Ásdísi Lísu.“ Arnold tók myndirnar af Ásdísi Rán fyrir tæpu ári. Þær hafa þó hvergi birst fyrr en í FHM í Noregi en blaðið kom út á fimmtudaginn og Arnold segist ekki vita betur en að Ásdís Rán sé ánægð með að prýða FHM. Arnold segist ekki hafa hugmynd um hvaða þýðingu það hafi fyrir hann eða módelin að komast á síður FHM í Noregi en þetta veki þó vissulega athygli á þeim. „FHM er auðvitað gefið út um allan heim og ritstjórnir í hinum ýmsu löndum eiga það til að samnýta myndir þannig að það getur svo sem vel verið að þetta leiði til einhvers meira. Það er aldrei að vita hvaða áhrif þetta getur haft. Íslenskar stelpur komast auðvitað aldrei á for- síðu blaðsins. Þar enda bara norskar konur eða alþjóðlegar stjörnur. Okkar stelpur eiga ekki séns, nema þá helst með því að fara út og gera garðinn frægan í Noregi.“ Arnold á nokkuð langan ljósmynda- feril að baki og var töluvert í fjöl- skyldu- og barnamyndatökum í stúd- íói fyrir nokkrum árum. „Ég hætti að mynda í fullu starfi 2008 og ákvað þá að gera framvegis það sem mér þætti skemmtilegt,“ segir Arnold sem sneri sér þá alfarið að stæltum kroppum og föngulegum fljóð- um. En hvað segir eiginkonan um að hann eyði dög- unum löngum innan um fáklæddar konur og sitji svo yfir þeim í myndvinnslu á kvöldin. „Það er ekk- ert mál enda er þetta nú svolítið henni að kenna; hún ýtti mér hálfpartinn í þessa átt og var í byrjun með mér í þessu og sá um förðun og svoleið- is.“ Arnold og Ísdrottningin á síðum FHM Ljósmyndarinn Arnold Björnsson hefur á undan- förnum árum sérhæft sig í að mynda stælta líkama fáklædds fólks, ekki síst í tengslum við fitness. Þá hafa myndir hans af kynþokka- fullum konum vakið athygli víða en á meðal þeirra sem hann hefur myndað eru Ásdís Rán, Ósk Norðfjörð, Tinna Alavis og dansarinn Hanna Rún Óladóttir. Myndir Arnolds eru einnig farnar að vekja athygli utan land- steinanna en opna í nýjasta tölublaði norska FHM skartar myndum Arnolds af Ásdísi Rán. Þessar myndir Arnolds af Ásdísi Lísu eru þær fyrstu frá ljósmyndar- anum sem hlutu náð fyrir augum ritstjórnar FHM í Noregi. Arnold gerir frekar ráð fyrir áframhaldandi sam- starfi við FHM í Noregi. „Það eru ágætar líkur á því, án þess að ég vilji lofa neinu, en fleiri íslenskar stelpur gætu birst í blaðinu á næstu mánuðum. Þeir eru áhuga- samir og halda áfram að fylgjast með.“ Þórarinn Þórinsson toti@frettatiminn.is Ásdís Rán er stúlka aprílmánaðar í norska FHM og í texta við myndir Arnolds spara frændur vorir ekki hólið og segja hana vera barmfegurstu og ljóshærðustu ljóskuna sem þeir hafi séð koma frá eldfjallaeyjunni. Það fylgir sögunni að Ísdrottningin, eins og hún sé kölluð í heimalandinu, hafi yfirgefið þá sökkvandi skútu og komið sér fyrir í Búlgaríu. Hilda Elisabeth Guttormsdóttir fór í vaxtarrækt til að vinna bug á gigt. Í dag er hún besta vaxtar- ræktarkona landsins. Hún segist ekki hafa treyst neinum öðrum en Arnoldi Björnssyni fyrir því að útfæra þessa hugmynd. Ljósmynd/Arnold Björnsson Stefán Sölvi hefur sigrað í keppninni Sterkasti maður Íslands undan- farin þrjú ár og hafnaði í fjórða sæti í keppninni Sterkasti maður heims árið 2010. Eins og þessi mynd Arnolds ber glöggt vitni er hann vægast sagt hrika- legur að sjá. Ljósmynd/Arnold Björnsson 67% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011 26 viðtal Helgin 30. mars-1. apríl 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.