Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.03.2012, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 30.03.2012, Blaðsíða 12
Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is www.volkswagen.is Volkswagen Caddy Caddy er áreiðanlegur, sparneytinn og þægilegur í allri umgengni. Lipur vinnuþjarkur með frábæra aksturseiginleika og ríkulegan staðalbúnað. Hann er fáanlegur með bensín-, dísil- og metan- vélum frá framleiðanda. Caddy* kostar aðeins frá 2.990.000 kr. (kr. 2.382.470 án vsk)*Miðað við Caddy TSI bensín, 86 hestöfl, beinskiptur. Aukahlutir á mynd, álfelgur og þokuljós. Góður vinnufélagi Til afgreiðslu strax Atvinnubílar  Sveitarfélög fjárhagSStaða Segir stöðu Mosfellsbæjar mjög trausta Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir það algjörlega af og frá að fjárhagsstaða Mosfells- bæjar sé skelfileg eins ráða hafi mátt af frétt blaðsins fyrir skemmstu. Líkt og Fréttatíminn greindi frá í síðustu viku var Mosfellsbær í árs- lok 2010 eitt tólf sveitarfélaga sem stóðust ekki viðmið eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga varðandi hlutfall skulda og tekna, framlegð og veltufé frá rekstri vegna ársins 2010 og því væri hætta á að þessi tólf sveitarfélög gætu ekki staðið undir skuldbindingum sínum. „Mosfellsbær hefur sent eftirlits- nefndinni gögn vegna ársins 2010 og nefndin fallist á okkar rök. Það var meðvituð ákvörðun bæjarstjórnar að stilla upp aðgerðum í kjölfar hruns- ins með þeim hætti að halli yrði á rekstri bæjarsjóðs á árinu 2010. Afkoma bæjarsjóðs fram að hruni var með þeim hætti að bæjarfélagið gat leyft sér að milda áhrif efnahags- þrenginga á íbúa sveitarfélagsins og dreifa þeim á þriggja ára tímabil. Ársreikningur fyrir árið 2011 sýnir allt aðra niðurstöðu og kennitölur en árið 2010 og er í samræmi við þetta plan sem nefnt er hér að ofan. Til að mynda, samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2011, er veltufé frá rekstri 677 milljónir eða 12 prósent af rekstrartekjum. Þetta er hærri tala en afborganir, vextir og verðbætur af öllum lánum sveitarfélagsins. Framlegð frá rekstri er 15 prósent og skuldahlutfallið komið niður fyrir 150 prósent af tekjum. Þessi atriði eiga einnig við um fjárhags- áætlun ársins í ár,“ segir Haraldur og bætir því við að staða Mosfells- bæjar sé í raun mjög traust og fram- tíðin björt. -óhþ Haraldur Sverris- son, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Safnað fyrir kisurnar Páskabasar Kattavinafélagsins verður haldinn í Kattholti, Stangarhyl 2 í Reykjavík, laugardaginn 31. mars milli klukkan 11 og 16. Á boðstólum verður að venju margt góðra muna; ýmislegt dót fyrir kisurnar, páskaskraut og auk þess bakkelsi sem kattavinir baka og gefa til styrktar Kattavina- félaginu. Að auki verða sýndar nokkrar yndislegar kisur sem allar eiga það sameiginlegt að þrá nýtt og gott heimili. Allir dýravinir eru hjartanlega velkomnir. Kattholt er eina dýraathvarf landsins og sækir stuðning til rekst- ursins til góðviljaðra einstaklinga og félaga. Forsetinn byggir við Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar hefur samþykkt umsókn forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, um að fá að byggja viðbyggingu við 320 fermetra einbýlishús sitt að Reykja- mel 11 í Mosfellsbæ. Ólafur Ragnar, sem hyggst bjóða sig fram í fimmta sinn til forseta í maílok, festi kaup á húsinu í nóvember í fyrra. Ólafur Ragnar vill einnig gera breytingar innanhúss og utan og endurnýja áður gerðar breytingar. -óhþ Einar Ingi Marteinsson, með viðurnefnið Boom, hefur verið rekinn úr mótorhjóla- samtökunum Hells Angels, að sögn DV. Einar Boom, sem gegnt hefur starfi forseta samtakanna, situr nú í gæsluvarðhaldi og hefur verið ákærður, ásamt fimm öðrum, fyrir líkamsárás, rán og nauðgun á stúlku á þrítugsaldri. Eftir því sem Fréttatíminn kemst næst þarf Einar að skila inn Hells Angels-merkjum sínum, sem eru eign samtakanna, og húðflúra yfir húðflúr sam- takanna. Einar staðfesti á föstudag við DV að hann væri hættur í Hells Angels en gaf enga skýringu á þeirri ákvörðun í samtal við blaðamann DV. -óhþ Einar rekinn úr Hells Angels  rannSókn kynferðiSofbeldi Meirihluti misnotaðra unglinga íhugar sjálfsvíg Alls 64 prósent stúlkna og 52 prósent pilta sem þröngvað hefur verið til kynferðismaka hefur íhugað sjálfsvíg. Misnotaðir drengir leiðast frekar út í vímuefni en stúlkur. Áhrif kynferðisofbeldis auka mjög á vanda barna og unglinga. Þ rjár af hverjum fjórum stúlkum sem segja að þeim hafi verið þröngvað til kynferðis-maka hafa að eigin mati sýnt sjálfs- skaðandi hegðun. Nærri tvær af hverjum þremur hafa sýnt sjálfsvígshegðun og tvær af hverjum tíu leiðst út í afbrot. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Rannsókna og greiningar í samstarfi við Barnaverndar- stofu. Niðurstöðurnar sýndu að ungling- ar sem lent höfðu í einhvers konar kynferðisofbeldi leiddust frekar út af beinu brautinni en þeir sem aldrei höfðu lent í slíku. Drengir sem þröngvað hafði verið til kyn- ferðismaka sýndu síður sjálfsskaðandi hegðun og sjálfsvígshegðun en stúlkur, en þó gerði meirihluti þeirra það í báðum tilfellum. Þeir leiddust frekar út í vímuefnaneyslu en stúlkurn- ar, eða 52 prósent, en 40 prósent stúlknanna. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, lektor og for- stöðumaður BSc-náms í sálfræði við Háskólann í Reykjavík, segir að ungmenni sem ekki búi hjá báðum kynforeldrum sínum, þá sérstaklega stúlkur, og ungmenni sem búi við ágreining eða ofbeldi á heimili séu í áhættuhópi. „Fái unglingar ekki stuðning, umhyggju og hlýju og séu ekki undir eftirliti foreldra sinna, er líklegra að þeir lendi í erfiðum aðstæðum eins og þeim að taka ginningarboðum í leit að ein- hvers konar athygli,“ segir hún. „Varðandi einhleypu foreldrana er ein af skýr- ingunum talin vera sú að stjúpforeldrar skapi hættu fyrir barnið,“ segir hún. „Sérstaklega ef móðir treystir nýjum og nýjum maka í blindni.“ Bryndís segir þörf á að hvetja til frásagnar og að kynferðislegt ofbeldi sé tilkynnt svo hægt sé að grípa inn í og stöðva það eins fljótt og hægt er. „Það eru allir tilkynningarskyldir og fólk þarf ekki að vita alla málavöxtu heldur aðeins að gruna að brotið sé á börnunum.“ Rannsóknin tók til 9.085 nemenda á aldrinum 16 til 19 ára. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Alvarlegar afleiðingar kynferðisofbeldis. Myndin er sviðsett. Mynd/gettyimages Bryndís Björk Ásgeirsdóttir lektor. 12 fréttir Helgin 30. mars-1. apríl 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.