Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.03.2012, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 30.03.2012, Blaðsíða 60
N ýtt sjúkra-hús kallar á rúmgóða starfsaðstöðu: há loft, víða veggi, mörg bílastæði, stóra garða og nýjustu tækni. Ekki síst samskipta- tækni nú á tímum samskiptabyltingar. Og vísindastarfsemi kallar á nákvæm- lega það sama. Það síðasta sem vísinda- fólk þarfnast er nýtt húsnæði sem ber feigðina í sér. Því ef möguleikar á viðbyggingum eru engir vegna þrengsla verður varla pláss fyrir rannsóknir og tæki framtíðarinnar. Spurningar um nýtt sjúkrahús snúast því ekki um hvort það á að rísa – heldur hvenær og: Hvar? Samskiptatækni framtíðar- innar Ákvörðun um staðsetningu nýs sjúkrahúss í 101 Reykjavík var tekin fyrir tíu árum, þá byggð á tuttugu ára forsendum. Ísland hef- ur umbreyst síðan þá. Reykjavík hefur breyst. Allur heimurinn hef- ur gjörbreyst. En ákvörðunin um staðsetninguna virðist ekkert hafa breyst(!). Hverjum dettur í hug að byggja ákvarðanir dagsins í dag á þrjátíu ára gömlum forsendum? Því sé tekið mið af þörfum sjúkra- hússins varðandi rými virðist það einfaldlega alltof stórt fyrir núver- andi reit við Gömlu Hringbraut. Og í ljósi þess breytist staðarvalið í illa rök- studda og hroðvirknis- lega geðþóttaákvörðun. Enda byggist hún ekki einu sinni á skipulags- fræðilegri úttekt. Rökin um bygg- ingarland nálægt HÍ standast ekki. Þrótt- mikið vísindastarf á sér þegar stað með sam- skiptatækni framtíðar- innar, milli óteljandi sjúkrahúsa í óteljandi löndum úti um allan heim. Eða skyldi virtasta rannsóknarsjúkra- hús Skandinavíu – Karolinska Institutet í Stokkhólmi – þurfa að hafa útibú á hverjum stað þar sem það stundar rannsóknir? Auðvi- tað ekki. Hamlar það Alþingi að bera önn alls landsins fyrir brjósti að vera staðsett við Austurvöll? Auðvitað ekki. Eða truflar það vísindastarf stoðtækjafyrirtækis- ins Össurar úti um víða veröld að hafa höfuðstöðvar við Grjótháls? Auðvitað ekki. Fjarlægðir hafa horfið með nýrri samskiptatækni. Hún gerir fólki kleift að tala saman, vinna verk- efni og deila upplýsingum – eins og standi það augliti til auglitis – þótt á milli þess séu tugþúsundir kílómetra. Eru áhugamenn um þetta staðarval staddir á þar- síðustu öld? Og varðandi þarfir landsbyggðarinnar: Gæti verið skoðandi að koma upp tveimur til þremur öflugum sjúkrahúsum í ólíkum landshlutum til þess að sinna þörfum fólks á lands- byggðinni betur? Og sækja hina með þyrlu? Á þaki Rigshospit- alet í Kaupmannahöfn er pallur fyrir þyrlu sem sækir sjúklinga til bráðameðferðar í sérstökum tilfellum. Góð þyrla kostar 5-7 milljarða. Rangt staðarval verður ekki metið til fjár. Fjórar Smáralindir Ráðhúsið var talið of þröngt á opnunardegi. Hús Hæstaréttar Íslands er löngu orðið of þröngt. Enginn efast um að gott sé að reisa nýtt og rúmgott sjúkrahús með framtíðarmöguleika. Því að eiga góð sjúkrahús er alltaf þjóð- þrifamál. En það hlýtur að segja sig sjálft að slík mannvirki á ekki að reisa hvar sem er. Alrangt stað- arval skemmir fyrir starfseminni og eyðileggur umhverfið. Að reisa 235.000 fermetra sjúkrahús – sem umfram allt þarfnast óendanlegs rýmis til framtíðar – á aðkrepptri lóð í 101 Reykjavík er jafntrompað og að reisa þar aflvirkjun eða álver. Hver fékk þessa gölnu hug- mynd? Enginn reisir nýtt sjúkrahús á stærðargráðu fjögurra Smáralinda til tuttugu ára. Heldur að minnsta kosti til næstu hundrað ára. Hve mikið viðbótar-byggingarrými mun nýtt sjúkrahús þurfa í fram- tíðinni? Eiga fjórar Smáralindir í fermetrafjölda heima við Baróns- stíg, Eiríksgötu og Gömlu Hring- braut – þar sem þjónusta við ferðamenn, alþjóðleg hótel, hostel og íbúðir myndu njóta sín? Þarna liggja margar grónustu götur Ís- lands. Mörg dýrustu íbúðarhús í Reykjavík. Og eftirsóttasta svæði höfuðborgarinnar til íbúðar- byggðar. Eiga fjórar Smáralindir í sjúkrarými heima á slíkum stað? Auðvitað ekki. Hvers vegna á að bola þessu gímaldi beint ofan í grónustu götur borgarinnar – á einn eftirsóttasta, dýrasta, við- kvæmasta og óhagkvæmasta reit í 101 Reykjavík? Er menningar- sögulegt slys í uppsiglingu? Nýr Landspítali Er staðsetning nýs sjúkrahúss rétt eða röng? Ragnar Halldórsson ráðgjafi „23,2 prósent drengja, 9 prósent stúlkna geta ekki lesið sér til gagns 15 ára.“ Tölurnar eru sláandi. Þeir sem hafa drepið niður penna um málefnið eru sammála um að bregðast þurfi við í skyndi. Við bættist ráð- stefnan „Alvara málsins – bókaþjóð í ólestri“. Í lok ráðstefnu hafði gest- um hlaupið kapp í kinn til að staldra ekki við þetta heldur finna lausn- ir. Vitað er að hér þarf að bregðast við, en menn eru ekki sam- mála um leiðir. Við erum mjög ólík á sviði lestrarfærni og þurfum því ólíkar aðferðir til stuðnings. Augum hefur verið beint að tölvusækni ung- viðisins, fordæmi foreldranna og erf- iðum námsbókum. Ég tel að þarna sé stór hluti sem á við lesblindu að stríða. Lestrarörðugleikar eru algengari en fólk gerir sér grein fyrir. Varlega áætlað eru tíu prósent þjóðarinnar, eða um 32.000 Íslendingar, á mis- jöfnu róli. Í grein Anne Murphy Paul í New York Times 4. febrúar á þessu ári segir hún fimmtán prósent Bandaríkjamanna lesblinda. Auk þessa eigum við hæsta brottfall fram- haldsskólanema (2010) í Evrópu, eða um þrjátíu prósent. Samfélagið líður fyrir að svo margir njóti ekki mennt- unar á við aðra. En ég vil hrósa fyrir inngrip ríkisins í þau mál, til dæmis með tilkomu tilhliðrana við innkomu eldri nema í framhaldsskólana. Einn- ig grípur ríkið inn í í formi stuðnings með námskeiðinu „Aftur í nám“, fyrir átján ára og eldri í símenntunarmið- stöðvum landsins. En við verðum að gera betur. Að byrja fyrr að taka á lesblindunni kemur í veg fyrir mikla erfiðleika. Það er hægt. Lesblindir og foreldrar þeirra eru mínar hetjur. Spor margra þeirra eru þung, fyrst í tíu ár grunnskólans og einnig eftir hann. Það er ekki upp- byggjandi að ráða ekki við verkefni dagsins. Margir nemendur hafa uppgötvað vanmátt sinn mjög snemma, sjö til níu ára. Framtíð þessara barna er í húfi. Um er að ræða hóp lesblindra sem engin sérkennsla ræður við að hjálpa. For- eldrar reyna af fremsta megni að hjálpa þeim, þurfa oft að bretta upp ermar gegn kröfum skólans. Til dæmis um heimanámið. Börn fá greiningu sem lesblind eða talna- blind, með athyglisbrest, með eða án ofvirkni, eða eru að bíða eftir grein- ingu, oft nokkuð lengi. En greining og hvað svo? Ef úrræðin sem skól- inn býr yfir duga ekki, hvað er þá til ráða? Byrjendakennsla í lestri er kennd á menntavísindasviði HÍ í kennara- námi. Kennsla nemenda með náms- erfiðleika, þar á meðal lesblindu, er kennd sem valfag sem hluti af nám- skeiðsönn. Undirrituð biður hlutað- eigandi afsökunar ef ég fer ekki rétt með hér, sem ég vona þó, en síðast þegar ég spurði, 30.9.́ 11., voru málin á þann veg. Nú spyr ég hvort ungir kennarar hafi fengið nægilega þekk- ingu á vandanum og úrræði sem grípa má til er þeir koma út í skólana? Á Íslandi starfa margir hámennt- aðir sérfræðingar í byrjendakennslu í lestri og hafa mörg góð ráð á tak- teinum. Leysa þarf þennan vanda, það er augljóst. Stundum þarf að leita annarra leiða, vegna brýns málefnis sem snertir okkur öll. Þess vegna að leysa hann saman. Lítum á það sem ber árangur. Við þurfum nýjungar. Lítum á ummæli fullorðinna þátt- takenda hjá símenntunarmiðstöðv- unum. Skoðum hið jákvæða og drög- um fram. Hvar eru hvunndagshetjur úr röðum kennara? Stöndum saman að lestrarátaki sem dugar þjóðinni ALLRI. Lesblinda Lestrarúrræði Íslands Áslaug Kirstín Ásgeirs- dóttir aslaug@lesblindulist.is Frábærar McCain franskar á 5 mínútum Franskar kartöflur í sérflokki sem þú töfrar fram á augabragði. Einföld og fljótleg matreiðsla og algjör sæla fyrir bragðlaukana. Prófaðu núna! Alrangt staðarval skemmir fyrir starfseminni og eyðileggur umhverfið. 44 viðhorf Helgin 30. mars-1. apríl 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.