Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.05.2012, Síða 4

Fréttatíminn - 11.05.2012, Síða 4
GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST YFIR 40 GERÐIR GRILLA Í BOÐI LANDMANN eru frábær grill fyrir íslenskar aðstæður 44.900 Opið til kl. 16 á laugardögum 12734 veður Föstudagur laugardagur sunnudagur SuðveStlægur vindur og þungbúið veStantil. Fremur milt. HöFuðborgarSvæðið: AlskýjAð og súld eðA smávægileg rigning. Hlýr S-lægur vindur og rigning Sunnan- og veStanlandS. HöFuðborgarSvæðið: rigning og strekkings- vindur, einkum frAmAn Af degi. HvöSS na-átt með Slyddu og Síðar Snjókomu um meSt allt norðan- og norð- auStanvert landið. HöFuðborgarSvæðið: kAlsArigning eðA slyddA lengst Af dAgsins. Hret á sunnudag vorhretið sem búist er við á sunnudag og fram á mánudag gætti flokkast með þeim allra verstu. Það kemur til með að hlaða niður snjó í hvassviðri, sérstaklega á fjall- vegum á Vestfjörðum, en einkum og sér í lagi norðan- og austanlands. áður en veðrið tekur að versna að ráði verður milt og með úrkomu. Þannig gæti hiti farið yfir 10 stig austantil á laugardag. kastinu er spáð fram á mánudag og áframhald- andi vorkuldum fram í vikuna. 7 6 6 9 8 7 6 10 12 8 4 -1 1 3 5 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Michelsen_255x50_B_0911.indd 1 28.09.11 15:10 Þ rír drengir sátu samtals 27 daga í fangelsi í síðasta mán-uði. Þeir eru 15, 16 og 17 ára og heita Amin Naimi, Adam Aamer og Bilal Fathi. Amin og Adam eru nú vistaðir á Fit Hostel í Keflavík en Bilal er á fósturheimili í Reykjavík því hann er þeirra yngstur. Drengirnir sátu fyrst í gæsluvarð- haldi og afpánuðu jafnframt dóm sinn í fangelsi á lögreglustöðinni í Keflavík og Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg, Amin í 15 daga og Adam og Bilal í 9 daga. Þeir eru þrír af fimm börnum sem komið hafa fylgdarlausir til landsins á árinu. Þrjú komu í gegnum Keflavíkur- flugvöll og tvö til Seyðisfjarðar. Lögreglunni ber lögum samkvæmt að tilkynna viðkomandi barna- verndaryfirvöldum ef börn eru handtekin. Lögreglan á Keflavík- urflugvelli hafði ekki samband við barnaverndaryfirvöld í Sandgerði í einu tilvikanna af þremur, varðandi Amin Naimi, og því gat barnavernd ekki gripið inn í. Amin sat í fangelsi í 15 daga án afskipta og vitneskju barnaverndar. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og sérfræðingur um málefni hælis- leitenda segir að samkvæmt saka- málalögum sé óheimilt að setja börn í gæsluvarðhald nema engin önnur úrræði finnist. Adam og Bilal sátu í 9 daga í fangelsi, þar af þrjá daga í gæsluvarðhaldi. Samkvæmt upplýsingum frá barnavernd Sand- gerðis hefur barnavernd engar heimildir til að taka börn úr haldi lögreglu. Þó svo að barnavernd ósk- aði eftir því að svo yrði gert, þyrfti lögreglan ekki að mæta þeim ósk- um. Barnavernd vill ekki tjá sig um hvort slíkar óskir hefðu verið born- ar fram þar sem hún geti ekki tjáð sig um einstaka mál. Barnavernd getur í raun ekkert aðhafst fyrr en að föllnum dómi. Þá sé fyrst hægt að koma börnunum á betri stað, að sögn fulltrúi barnaverndar í Sand- gerði. Lögreglustjórinn á Suður- nesjum svaraði ekki fyrirspurn Fréttatímans sem var svohljóðandi: “Hvers vegna var ekki farið að ósk- um barnaverndar í Sandgerði um að Alsírdrengirnir svokölluðu, Adam Aamer og Bilal Fathi skyldu settir á fósturheimili í stað þess að vera vistaðir í fangaklefa, bæði á meðan gærsluvarðhaldi stóð og svo þegar dómur var fallinn, á þeim forsend- um að þeir væru 15 og 16 ára?” Helga Vala segist einnig setja spurningamerki við óskilorðs- bundinn dóm þessara drengja. Hér á landi eru fjölmörg dæmi um skilorðsbundna dóma svona ungra barna fyrir jafnvel mun alvarlegri brot, líkamsárásir, fíkniefnainn- flutning og jafnvel manndráp," seg- ir hún. Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu segist ekki þekkja nein dæmi þess á Norður- löndunum að börn hafi fengið óskil- orðsbundna dóma fyrir brot sem þessi, sem þau hafi verið látin af- plána í fangelsi. Barnaverndaryfir- völd og fangelsisyfirvöld hafi ekki fengið vitneskju um dóm og afplán- un Amin Naimi né annarra barna en Amin og Bilal, Alsírbúana tvo sem greint hefur verið frá í fréttum undanfarna daga. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum sagði frá því í fjölmiðlum á miðviku- dag að grunur léki á um að dreng- irnir væru eldri en þeir segðust vera. Þegar þeir eru inntir eftir við- brögðum við því segjast þeir vonast til þess að rannsóknir lögreglunn- ar geti sannað það fyrir yfirvöldum að þeir hafi sagt satt til um aldur sinn. Bragi Guðbrandsson segir að hvorki barnaverndaryfirvöld né heldur dómstólar hafi séð ástæðu til að efast um aldur drengjanna og furðar sig á ummælum lögreglu- stjórans. Fréttatíminn hitti þá fjóra flótta- drengi sem dveljast á Fit og eru þeir allir mjög ósáttir við að hafa verið neyddir til að dveljast innan um full- orðna flóttamenn og óttast þar um öryggi sitt. Félagsmálayfirvöld í Reykjanesbæ bera ábyrgð á þremur drengjanna. María Gunnarsdóttir, forstöðumaður barnaverndar, seg- ir að sér hafi fyrst borist til eyrna óánægja þeirra í gær. „Við munum boða þá til okkar í næstu viku,“ seg- ir hún. Sjá nánar viðtöl á síðum 8 til 11. Sigríður dögg auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Þrjú börn í fangelsi í nær þrjátíu daga Þrír drengir á aldrinum 15-17 ára sátu í fangelsi í nær þrjátíu daga samtals í síðasta mánuði þrátt fyrir að slíkt sé óheimilt samkvæmt lögum. Barnaverndaryfirvöldum var ekki tilkynnt um hand- töku eins drengjanna, sem sat í fangelsi í Keflavík og Hegningarhúsinu Skólavörðustíg í 15 daga og getur ekki aðhafst í málefnum barna fyrr en dæmt hefur verið í málum þeirra. Fjórir af fimm drengjum sem komið hafa fylgdarlausir til landsins á árinu eru vist- aðir á Fit þar sem þeir óttast um öryggi sitt. Ljósmynd Hari „Skiptinemar til sölu“ Skiptinemasamtök AFS á Íslandi þátt í Fjölmenningadegi Reykjavíkurborgar sem haldinn verður á laugardaginn, 12. maí, í fjórða sinn. Þar ætla sjálfboðaliðar og núverandi skiptinemar sem nú dvelja hér standa fyrir „SÖLU Á SKIPTINEMUM“ á fjölþjóðlegum markaði. Í lok ágúst á þessu ári er von á 26 nemum frá 16 þjóð- löndum til landsins og vinnur Afs nú að því að finna nemunum heimili. Að sögn sólveigar ásu tryggvadóttur, starfsmanns AFS, verða nemarnir ekki seldir í orðsins fyllstu merkingu. Ekki megi líta á þetta sem hefðbundin viðskipti, ætlunin sé öllu heldur að vekja athygli á málstaðnum. Þeir sem hýsi skiptinema hafi ávallt hag af því að kynnast nýrri menningu og út á það gangi „salan“. „Allt sem þarf til að taka að sér skiptinema,“ segir Sólveig Ása, „er hjartarými, löngun til að læra eitthvað nýtt, kímnigáfu og sveigjanleika.“ Þeir sem vilja kynna sér málin betur eru hvattir til að mæta í ráðhús Reykjavíkur milli 13.30 og 17. fundað um afnám gjaldeyrishafta Samtök atvinnulífsins efna til opins morg- unfundar um afnám gjaldeyrishafta á Hilton Reykjavík Nordica næstkomandi miðviku- dag, 16. maí klukkan 8.30-10. Á fundinum verður meðal annars rætt um nýja áætlun samtakanna um afnám gjaldeyrishafta en þau telja það brýnasta hagsmunamál Íslendinga að höftin verði afnumin með skjótum hætti þar sem þau valdi þjóðinni sífellt meiri skaða. Áætlunin gerir ráð fyrir að gjaldeyrishöftin falli niður í árslok og ráðist verði í sérstakar mótvægisaðgerðir til að takmarka tjón skuldsettra heimila af hugsanlegu gengisfalli krónunnar. -jh Brjóstabollur í boði Landssamband bakara- meistara stendur fyrir sölu á brjóstabollum í bakaríum um allt land um helgina, fram á mæðradaginn, sunnudaginn 13. maí, til stuðnings við styrktarfélagið Göngum saman. Félagið styrkir grunnrann- sóknir á brjóstakrabbameini og úthlutar styrkjum í október ár hvert, að því er fram kemur á síðu Samtaka iðnaðarins. Það var stofnað 2007 og hefur frá stofnun veitt íslenskum rannsóknaraðilum á sviði brjóstakrabbameins um 22 milljónir króna. göngum saman efnir til vorgöngu fyrir alla fjölskylduna víða um land á sunnudaginn klukkan 11. Í Reykjavík verður gengið frá Skautahöllinni í Laugardal. -jh 4 fréttir Helgin 11.-13. maí 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.