Fréttatíminn - 11.05.2012, Page 10
G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w. h e y r n a r t æ k n i . i s
Njóttu þess að heyra betur
með ósýnilegu heyrnartæki!
Intigai eru fyrstu ósýnilegu heyrnartækin frá Oticon. Intigai eru sérsmíðuð og liggja svo djúpt
í eyrnagöngunum að enginn mun sjá þau eða átta sig á því að þú sért með heyrnartæki.
Intigai eru fullkomlega sjálfvirk og aðlaga sig að því hljóðumhverfi sem þú ert í hverju sinni.
Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880
og fáðu heyrnartæki til prufu í vikutímaStærð á Intigai í samanburði
við kaffibaunir
A min Naimi er 17 ára og er frá Af-ganistan. „Ég veit ekki hvenær ég er fæddur. Það er ekkert mikilvægt
í Afganistan.“ Hann hefur verið á Íslandi í
mánuð en fór frá Afganistan fyrir rúmlega
hálfu ári. Hann vill ekki ræða ástæðurnar
fyrir því að hann flúði heimaland sitt. Amin
flúði frá Afganistan til Grikklands og þaðan
til Ítalíu og svo upp til Danmerkur og loks til
Svíþjóðar.
Hann kom til Íslands með flugi frá Svíþjóð
og framvísaði fölsuðu vegabréfi. Fyrir vikið
var hann handtekinn og látinn sitja í fangelsi
í 15 daga. „Ég skil ekki fyrir hvað ég var
settur í fangelsi. Drap ég einhvern hérna?
Er ég glæpamaður?“
Hann sat í fangelsi í lögreglustöðinni á
Suðurnesjum í 7 daga og í 8 daga í Reykja-
vík. Þegar hann er spurður hvort hann hafi
fengið einhverja hjálp svarar hann: „Þeir
gáfu mér mat og ég fékk lögmann í rétt-
inum. Lögmaðurinn útskýrði ekkert fyrir
mér. Hann sagði bara að ég myndi þurfa að
fara í fangelsi í 30 daga en ég þyrfti bara
að vera í 15 af því að ég væri útlendingur.
Ekkert meira. Ég hitti hann fyrst daginn
fyrir réttarhöldin og talaði við hann í mjög
stuttan tíma.“
„Ég hef ekki fengið neina aðstoð, það
hefur enginn hjálpað mér með neitt. Þegar
ég kom hingað var ég bara með fötin sem ég
var í, þunna skyrtu og buxur. Enga peysu
eða yfirhöfn, engin aukanærföt. Félagsmála-
yfirvöld sögðu mér að kaupa mér föt í Rauða
krossinum en þar voru til dæmis ekki til
skór sem pössuðu á mig. Ég er í allt of litlum
skóm en þegar ég sýndi félagsráðgjafanum
mínum skóna sagði hún að þeir væru alveg
nógu góðir fyrir mig.“
Amin lýsir því að fyrsta kvöldið á Fit Hos-
tel villtist hann. „Ég rataði ekkert og ráfaði
um götur Keflavíkur frá 11 um kvöldið til 4
um morguninn. Ég gat ekki spurt til vegar
því ég tala enga ensku og enginn skildi mig.
Svo rakst ég á tvo lögregluþjóna og bað þá
að hjálpa mér á
Fit Hostel en þeir
hundsuðu mig og
skildu mig eftir
á miðri götu um
miðja nótt. Mér
var ískalt því ég
var bara klæddur
í þunna skyrtu
því ég átti engin
önnur föt. Hvert á
ég að snúa mér til
að kvarta undan lögreglunni?“
Hann segir að honum hafi verið talin trú
um að hann ætti að fá að fara til íslenskrar
fjölskyldu. „En svo hefur ekkert gerst. Ég
veit ekki af hverju fjölskyldan kom ekki. Ég
er ennþá barn og það eru reglur um svona
hluti. Af hverju sögðuð þið að þið mynduð
senda mig til fjölskyldu ef þið gerið það svo
ekki?“
Amin segist ekki hafa fengið að hringja í
fjölskyldu sína í Afganistan í heilan mánuð.
Fyrst eftir að hann kom hafi hann fengið
símakort sem hann hafi notað til að láta vita
að hann væri heill á húfi og á Íslandi. „En
mamma mín hefur ekki heyrt frá mér í mán-
uð og ég fæ ekki annað símakort. Hvernig
heldur þú að móður líði ef hún heyrir ekki
frá barninu sínu í mánuð?“
Amin segist hræddur um öryggi sitt á
Fit Hostel. „Ég get ekki þolað þetta lengur.
Ég vil bara fá að vita hvað ég þarf að vera
hérna lengi. Hvað á ég að bíða lengi? Ég veit
ekkert. Ég held að ég sé með lögmann, ég
fékk lögmann þegar ég sótti um hæli en svo
veit ég ekki meir. Það var farið með okkur á
Fit Hostel og svo gleymdumst við. Það eru
drykkjumenn á Fit Hostel og ég er hræddur
við þá. Þar er mikið um ofbeldi og menn
stela hver frá öðrum. Við eigum ekki að vera
vistaðir með fimmtugum drykkjumönnum.
Ef þú ættir hund myndi hann búa við betri
skilyrði en við. Það ætti að breyta nafninu á
Fit Hostel í Guantanamo.“
A dam Aamer er 16 ára Alsírbúi og kom hingað 25. apríl frá Svíþjóð með millilendingu
í Noregi. Við komuna til Keflavíkur
voru Adam og 15 ára vinur hans hand-
teknir fyrir að framvísa fölsuðu vega-
bréfi. Þeir kynntust í Finnlandi þar
sem þeir sóttu um hæli í mars síðast-
liðnum. Hann segist hafa neyðst til að
flýja Finnland því þeir félagarnir hafi
lent upp á kant við marokkóska klíku
sem hafi hótað þeim lífláti.
Adam flúði Alsír í nóvember 2011
með því að gerast laumufarþegi í
stóru flutningaskipi. Hann faldi sig
undir flutningabíl sem keyrði um
borð í skipið. Skipið sigldi til Ítalíu en
þaðan fór Adam til Belgíu og svo til
Svíþjóðar áður en hann fór til Finn-
lands.
Adam er móðurlaus og bjó með
föður sínum úti í sveit. „Faðir minn
drakk mikið. Ég fékk lítið að borða.
Ég gagnrýndi hann oft fyrir að
drekka, því Múslimar mega ekki
drekka. Og sagði honum að kaupa
mat frekar en áfengi en þá barði hann
mig bara. Ég varð að fara burt.“
Þegar Adam og vinur hans lentu í
Keflavík tóku lögregluþjónar á móti
þeim og báðu þá um að sýna vegabréf-
in sín. Þeir framvísuðu fölsuðum skil-
ríkjum og voru því handteknir. „Það
var farið með okkur á lögreglustöð-
ina á flugvellinum þar sem fingraför
voru tekin af okkur og þar óskuðum
við eftir hæli. Þá vorum við fluttir á
lögreglustöðina í Keflavík þar sem
við vorum í fangelsi í níu daga. Fyrst
vorum við í þrjá daga en þá vorum við
leiddir fyrir dómstóla. Við fengum
lögmann og túlk.“ Spurður um aðstoð
lögmannsins segir Adam að hann hafi
bara sagt honum að segja „Yes“ þegar
Adam væri spurður að einhverju.
„Ég vissi
ekkert um
hvað var
að gerast
í réttar-
salnum en
ég sagði
„Yes“ þeg-
ar ég var
spurður
að ein-
hverju,“
segir hann. „Lögmaðurinn sagði mér
að ég hafi fengið 30 daga fangelsis-
dóm en að dómurinn hefði verið lækk-
aður í 15 daga af því að ég er útlend-
ingur.“
„Svo var farið með okkur aftur í
fangelsið þar sem við vorum í sex
daga í viðbót. Ég var mjög hræddur.
Við vorum hafðir í sitthvorum klef-
anum, vorum einir í klefa og gátum
ekki talað við neinn. Eftir átta daga
gátum við ekki meir og fórum að kalla
á milli. Þegar lögreglan heyrði það
var okkur leyft að vera saman í klefa.
Eftir níu daga komu félagsmálayfir-
völd og tóku vin minn og fóru með
hann til íslenskrar fjölskyldu af því að
hann er 15 ára. Það var farið með mig
á Fit Hostel. Af hverju fékk ég ekki að
fara til fjölskyldu? Hver er munurinn á
því að vera 15 og 16 ára? Ég vildi að ég
gæti fengið að vera með vini mínum
og ég vildi óska að ég gæti fengið að
vera hjá fjölskyldu. Ég kann ekki einu
sinni að elda.“
Adam segist dreyma um að fá að
ganga í skóla. „En fyrst verð ég að
læra íslensku.“ Hann veit ekki hvað
hann langar að verða þegar hann
verður stór. „Ég veit ekki hvað mig
langar að læra, ég er ekki búinn að
ákveða það. Ég veit bara að mig
langar að læra eitthvað.“
A lhawari Agukourchi er 16 ára og er frá Líbíu. Hann flúði stríðið í landinu í ágúst 2011, fór með litlum báti yfir til Ítalíu, leið sem þús-
undir annarra flóttamanna hafa flúið og ótal margir
látið lífið. „Ég vissi vel að það var lífshættulegt að
fara með litlum báti yfir Miðjarðarhafið. Ég vissi
hins vegar líka að ef ég yrði áfram í Líbíu biði mín
ekkert nema dauðinn,“ segir Alhawari.
Hann missti föður sinn í stríðinu. „Ég veit ekki
hvernig hann lét lífið. Okkur var bara tilkynnt það
einn daginn að hann væri dáinn. Mamma mín var
heilbrigð fram að því en áfallið við dauða föður míns
reyndist henni um megn. Hún varð aldrei söm.“
Alhawari var einbirni og þurfti að skilja móður
sína eftir í Líbíu. „Ég fékk ekki einu sinni tækifæri
til að segja henni að ég væri að fara burt.“ Alhawari
þræddi sig upp Evrópu og dvaldist í
Danmörku í mánuð en fór síðan til Sví-
þjóðar þar sem hann var í hálft ár. Þar
kynntist hann Azzadene og ákváðu þeir
saman að freista gæfunnar á Íslandi.
„Já, ég myndi vilja búa hér,“ segir hann
aðspurður. „Mig langar mikið að fá
að ganga í skóla og myndi vilja verða
bifvélavirki, vinna við að gera við bíla.
Ég get þó ekki hugsað mér að búa við
þær aðstæður sem við búum við núna.
Ég hélt að hér væru mannréttindi virt. Ég vildi óska
að svo væri.“
Alahawari og Azzadene áttu að mæta til lög-
reglunnar í Reykjavík fyrir fáeinum dögum og fara
í skýrslutöku. Þeir neituðu að mæta. „Félagsráð-
gjafinn okkar sagði okkur að við
ættum að fara í rútuna og fara til
Reykjavíkur og hitta lögregluna.
Við vissum ekkert af hverju og
fannst við ekki hafa neinn rétt.
Við neituðum að fara. Við vorum
eiginlega að mótmæla því að fá
ekki að vita neitt. Við vissum
ekkert um hvað málið snerist.
Við vorum ekki spurðir um neitt.
Þá hótaði félagsráðgjafinn okkur
því að okkur yrði sparkað út af Fit
Hostel ef við færum ekki og hittum lögregluna. Ég
varð svo hræddur um að lenda á götunni að ég fór að
gráta. Hvar ættum við þá að sofa? Okkur var samt
ekki sparkað út sem betur fer.“
Alhawari Agukourchi
Fór að gráta vegna ótta
Adam Aamer
Þráir að fá að ganga í skóla
Amin Naimi
Vistaðir með drykkjumönnum
Ég hélt að
hér væru
mannrétt-
indi virt. Ég
vildi óska
að svo væri.
10 fréttaskýring Helgin 11.-13. maí 2012