Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.05.2012, Page 16

Fréttatíminn - 11.05.2012, Page 16
16 úttekt Helgin 11.-13. maí 2012 Herbergi fullt af bavíönum Margrét Tryggvadóttir vakti athygli í vikunni þegar hún líkti samstarfsfólki sínu á Alþingi við bavíana. Slík ummæli eru ekki einsdæmi því íslensk stjórnmál eru í eðli sínu átakastjórnmál; stóryrði eru hvergi spöruð á kostnað málefnalegrar og hófstilltrar umræðu. Sigríður Dögg Auðunsdóttir rifjaði upp ummæli þing- manna á hinu háa Alþingi sem lýsa ekki sérstaklega málefnalegri umræðu. P ersónuníð, ómálefna-leg umræða og átaka-gaspur hefur færst í aukana í stjórnmálaumræðu á Íslandi síðastliðin 20 ár en átakahefðina má rekja langt aftur, líkt og fram kom í máli sérfræðinga sem rætt var við í úttekt Fréttatímans sem birtist í síðustu viku. Eitt af því sem einkennir umræðuna er tilhneiging til að mála hlutina með einföldum tákn- um, að sögn Ólafs Þ. Harðar- sonar stjórnmálaprófessors. Ekki er rætt málefnalega um leiðir heldur dregin upp sú mynd að ýmist sé um himna- ríki eða helvíti að ræða. Vilhjálmur Árnason heim- spekiprófessor sagði kapp- ræðu og klækjaumræðu Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfing- unnar. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Fram- sóknarflokksins. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingar- innar. Unnur Brá Konráðs- dóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins. Steingrímur J. Sigfús- son formaður Vinstri- grænna. Davíð Oddsson, þá- verandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Ólafur Ragnar Gríms- son, þáverandi for- maður Alþýðubandal. ríkjandi í stjórnmálamenn- ingunni á Íslandi. „Í stað þess að taka hinn mál- efnalega punkt er farið inn í huga eða bakgrunn andstæðingsins og mál hans rakið til einhverra annarlegra áhrifa eða hags- muna,“ sagði Vilhjálmur. Hann bendir á að þessi umræðuháttur klækjaum- ræðunnar sé hvergi jafn- ríkjandi og í stjórnmálum og er líklega ein megin- ástæða þess að stjórnmálin eru rúin trausti. „Í samfé- lagi þar sem æ fleiri svið eru lögð undir mælikvarða fagmennsku og skynsam- legrar umfjöllunar, sitja síkarpandi stjórnmálamenn eftir eins og nátttröll.“ En Samfylkingin er eins og gamall aftur- haldskommatittsflokkur og ætlar sér aldrei að verða stór og getur þess vegna ekki stutt verðugt verkefni eins og þetta. Ég hlýt að líta svo á og það skal þá standa að Davíð Oddsson sé slík gunga og drusla að hann þori ekki að koma hér og eiga orðastað við mig. Ég hélt satt að segja ekki, og vona að mér fyrirgefist að ég segi það, að svona skít- legt eðli væri inni í hæst- virtum forsætisráðherra [Davíð Oddssyni] en það kom greinilega hér fram. (Gripið fram í: Hvað sagði ræðumaður?) Ég sagði: svona skítlegt eðli. Yfirgangur með fullri aðild að Evrópusam- bandinu mundi ekki vagga Íslandi á eðlilegan hátt inn í framtíðina, mundi ekki vagga sjálfstæðri íslenskri þjóð, heldur gera okkur að litlu umsvifalandi í ríki sem er stjórnað af ris- unum í Evrópu. Það er ekki gæfulegt, frú forseti, að bóndinn á bænum sé svo blindaður af hatri á fyrri búráð- endum að hann sjáist ekki fyrir og reyti matjurtirnar upp með arfanum. Og hingað er ég komin [á Alþingi], 10. þing- maður Suðurlands og mér líður eins og ég sé um borð í Titanic sem sé um það bil að sökkva og ég sé að hlusta á fiðluleikarana sem spiluðu fram í rauðan dauðann. Þetta var endaslepp fram- söguræða, sú snubb- óttasta sem ég hef heyrt í nokkru máli. Ég hef það enda á tilfinningunni að formaður nefndar- innar hafi alls enga tilfinningu fyrir þessu máli og engan eldmóð, eins og þetta er uppsett. Málið er nefnilega komið alla leið út í skurð. „Það að formaður Sjálf- stæðisflokksins, sjálfur vafninga-Bjarni eins og hann er almennt kallaður, skuli leyfa sér að kasta rýrð á þingmenn vegna þess að þeir styðja hér þingmál er náttúrlega hneisa, en er kannski ekkert óeðlilegt miðað við það umhverfi sem hann kemur úr og þá tugi ef ekki hundruð milljarða sem hafa tapast á aðkomu hans og samkrulli sem stjórnmála- manns við viðskipta- líf í landinu. Frú forseti. Það er með ólíkindum að horfa upp á þá kúgun sem hér á sér stað.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.