Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.05.2012, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 11.05.2012, Blaðsíða 26
Lunch, brunch og 40 rétta kvöldverðarhlaðborð Nítjánda veitingastaður - þar sem hóparnir eiga heima V ið köllum heimilið bómullar- hnoðrann, því hér höfum við hreiðrað um okkur og verjum mestöllum tíma okkar. Sunna Valdís þarf umönnun 24 tíma sólarhringsins.“ Fréttatíminn hittir foreldra Sunnu á tíma- mótadegi. Á þessum þriðjudegi, einungis nokkrum klukkustundum eftir að þau Sigurður Hólmar Jóhannesson flugumferðarstjóri og kona hans Ragnheiður Erla Hjaltadóttir flug- freyja hjá Icelandair sátu við eldhúsborðið sitt til að segja lesendum Fréttatímans sögu sína, fá þau fréttir sem þau hafa lengi beðið eftir. Á ráðstefnu í Ástralíu, sem verður fljótlega verður tilkynnt um, kom fram að bandarískir vísindamenn hafi fundið genið sem orsakar sjúkdóminn og hrjáir Sunnu og aðeins um sex hundruð aðra í heiminum svo vitað sé. „Nú er hægt að fara að þróa lyf sem virka á sjúkdóminn,“ segir Sigurður í síma. Spennan og gleðin leyna sér ekki, enda hafði hann fyrr um daginn sagt frá því að draumurinn væri að finna rétta lyfið svo Sunna gæti þroskast eðli- lega og séð um sjálfa sig í framtíðinni. „Það er draumurinn. Og að við getum aftur eignast vísi að eðlilegu lífi. Það væri frábært.“ Sunna er sex ára. Hún fæddist í febrúar 2006. Hún lærði að labba fimmtán mánaða, fer gangandi um en er oft óstöðug og hefur slaka vöðvaspennu. Vitgreinaþroski hennar mælist á við það sem gerist hjá tveggja til þriggja ára börnum. Skilningurinn er eins og hjá þriggja ára en talið tveggja – og nær því varla. Hún þolir illa birtu, kvíða, álag, hávaða, þreytu og mannmergð. Allt eru þetta þættir, og fleiri til, sem geta valdið því að hún fær kast. Vart úr húsi svo mánuðum skiptir Frá fæðingu Sunnu Valdísar hafa þau Sig- urður og Ragnheiður sett mest alla sína orku í hana og sjúkdóminn. Hún á ekki sér herbergi, heldur er inni hjá mömmu og pabba. Hún fer vart út úr húsi frá október fram í mars, þar sem hún nælir sér þá gjarna í allar umgangs- pestir. Hún fer almennt aðeins í eitt barna- afmæli á ári, til frænku sinnar sem er árinu eldri. Hún fór á þriðjudaginn í fyrsta sinn til tannlæknis. Hún á fáa vini, því börnin í leik- skólanum, þar sem hún ver um þremur tímum á dag, skilja hana ekki. „Hún talar ekki,“ segir Sigurður. „Ekki nema svona rúmlega tuttugu orð. Hún notar tákn með tali og gerir sig skiljanlega með hljóðum. Enda hefur hún fengið mikla hjálp frá Sigrúnu Grendal, talmeinafræðingi. Henn- ar helsti Akkilesarhæll er að hún getur ekki tjáð sig við önnur börn. Þau skilja hana ekki. Mikið af táknunum hefur hún búið til og þau skilur fjölskyldan og leikskólakennararnir.“ Þau Ragnheiður og Sigurður rekja sögu Sunnu. „Meðgangan gekk rosalega vel. Allt í góðu,“ segir Ragnheiður við eldhús- borðið á heimili þeirra í Breiðholtinu, á meðan Sigurður hellir upp á og sker niður bakkelsi. „Ég var aðeins þreyttari en þegar ég gekk með Viktor, strákinn okkar, sex árum áður enda orðin 33 ára,“ segir hún og brosir út í annað. Ragnheið- ur hefur verið flugfreyja frá árinu 2000 og var hálfnuð á meðgöngunni þegar hún var kyrrsett – eins og vaninn er. Fyrsta kastið fimm mánaða „Fæðingin gekk rosalega vel og hún brött og fín. Hún svaf og svaf og drakk vel. Það voru engin merki þess að eitt- hvað væri óeðlilegt. Þegar hún varð þriggja mánaða fór að bera á hröðum augnhreyfingum, sem við komumst reyndar að síðar að er einkennandi fyrir sjúkdóminn,“ segir hún. „Það var óþægilegt að horfa á hana. Við fórum með hana til augnlæknis og sjónin mældist alveg eðlileg; ekkert að henni. Okkur var sagt að þetta myndi eldast af henni og við þyrftum ekki að hafa áhyggjur. En að sjálfsögðu hefur maður áhyggjur,“ segir Ragnheiður og Sigurður sest við borðið og bætir við: „Okkur fannst hún dafna vel. Hún var ekkert öðruvísi en Viktor þegar hann var lítill.“ Fimm mánaða fékk Sunna Valdís fyrsta kastið. Ragnheiður lýsir því. „Ég var að gefa henni að drekka. Hún var að fá síðasta sopann fyrir nóttina. Klukkan var hálf ellefu, ellefu. Þá datt hún út – alveg. Mér fannst eins og hún sæi mig ekki. Mér fannst eins og hún heyrði ekki hvað væri að gerast í kringum hana. Hún andaði grunnt. Munnurinn opinn. Hún var alveg máttlaus og sýndi engin viðbrögð. Ég hringdi í Sigga, sem var á næturvakt. Hann kom heim og við hringdum á Læknavaktina. Læknir kom. Þá var hún sofnuð. Svo vaknaði hún fljót- lega eftir þetta, svaf kannski í hálftíma. Þá var allt í lagi með hana. Læknirinn vissi ekkert hvað þetta var, en sagði að þetta væri líklegast störuflog. Okkur fannst absúrd að barnið væri flogaveikt,“ segir hún. „Mánuði seinna gerðist þetta ná- kvæmlega eins og á sama tíma. Það Svefninn er vinur Sunnu Í Bómullarhnoðra, 109 Reykjavík býr fjögurra manna fjölskylda. Þetta er þó ekki þessi hefðbundna, ís- lenska kjarnafjölskylda, því heimasætan er með afar fátíðan taugasjúkdóm sem lýsir sér í köstum, sem í fyrstu þóttu ekki ósvipuð flogaveikisköstum. Eftir situr hún hins vegar lömuð í lengri eða skemmri tíma. Stundum lamast hægri hlið líkamans, stundum vinstri, stundum allur líkaminn. Sunna Valdís Sigurðardóttir er einstök. Hún er eini Íslendingurinn sem greinst hefur með sjúkdóminn AHC, eða Alternating Hemiplegia of Childhood. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@ frettatiminn.is Ég man eftir því þegar við fórum til Chicago. Þar hittum við þrjátíu fjölskyldur og börn með AHC. Ég fékk tauga- áfall [...] Við hefðum þurft áfallahjálp eftir fyrsta daginn. Börnin voru svo rosalega illa farin. Ekki bara í hjólastól. Þau voru ekki andlega á staðnum og nánast engin hugsun virtist til. Sunna er einstök. Hún er einn einasti Íslendingurinn sem hefur greinst með lömunar- og tauga- sjúkdóminn AHC. Sunna er sex ára og greindist þegar hún var fjórtán mánaða gömul. Mynd/Hari 26 viðtal Helgin 11.-13. maí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.