Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.05.2012, Page 28

Fréttatíminn - 11.05.2012, Page 28
Njóttu gæðanna og bragðsins og kældu þig niður í leiðinni með hollustu. Joger - hollur og góður og fæst víða.. Prófuaðu bara! – FULLT HÚS ÆVINTÝRA REYKJAVÍK • AKUREYRI ellingsen.is PIPA R\TBW A • SÍA • 1123 43 Hjá Ellingsen færðu allt fyrir veiðina. Stangir, hjól og fatnaður í miklu úrvali. Gæðamerki á góðu verði. þetta í tvær mínútur og byrjar svo aftur. Það líkist helst hríðum. Eftir því sem lengra líður verður kastið harðara, sársaukafyllra og erfiðara að stoppa það.“ Þau líta hvert á annað þegar þau eru spurð hvernig kastið sé stoppað. Þau fara leið sem fáir for- eldrar barna með AHC hafa farið. Þau nota svefnlyf. Ástæðan er sú að á árinu 2008 voru köstin svo tíð og þau réðu ekki við eitt né neitt og Sunna var lögð inni á spítala „Þá var hún að fá yfir fimmtíu köst á dag. Það var rosalega slæmt tímabil. Við vorum gjörsamlega ráðalaus og læknarnir líka,“ segir Ragnheiður og Sigurður tekur við. Áfall að sjá önnur AHC-börn „Hún var komin með alls konar ósjálfráðar hreyfingar. Hún réði ekkert við sig, hvort sem hún var í kasti eða ekki. Þetta endaði með því að henni var haldið sofandi á gjörgæslu í þrjá sólarhringa. Það var gert af því að við vissum að svefn var eini vinur hennar. Hún gat vaknað eðlileg eftir svefninn,“ segir hann. „Við erum ein af fáum sem nota svefnlyf til að svæfa börn með þennan sjúkdóm. Flestir bíða bara eftir því að köstin gangi yfir. Það getur tekið margar daga. Við stoppum köstin um leið og þau byrja. Ég held að það sé að bjarga henni. Hún er miklu betur farin en mörg þau börn sem við höfum hitt á erlendum ráðstefnum.“ Svipur Ragnheiðar verður alvarlegur. „Ég man eftir því þegar við fór- um til Chicago. Þar hittum við þrjá- tíu fjölskyldur og börn með AHC. Ég fékk taugaáfall.“ Sigurður tekur undir. „Við hefðum þurft áfallahjálp eftir fyrsta daginn. Börnin voru svo rosalega illa farin. Ekki bara í hjólastól. Þau voru ekki andlega á staðnum og nánast engin hugsun virtist til. Þetta svefnlyf er ekki hættulegt nema að það sé notað í miklum mæli og oft. Þetta er vel- þekkt lyf, sem við reynum að nota sem minnst og þá sem minnstan skammt. En við notum það.“ Ragnheiður segir frá því að á þessum tíma, árið 2008, hafi Sunna verið farin að ganga. „En nú gat hún ekki gengið óstudd. Hún gat ekki setið óstudd. Henni leið svo illa og vildi alltaf vera á ferðinni. Það er ógurlega erfitt að vera með barn inni á spítala, sem þolir illa áreiti, ljós og finnst ekki gaman að hitta lækna sem sprauta og skoða, sem vill ekki bara liggja á rúminu og horfa á teiknimyndir. Hún var á háhesti á Sigga endalaust. Hún var keyrð út um allt í hjólastólnum.“ Sagði ekki pabbi í tvö ár Eftirköst sjúkdómsins eru meðal annars þau að minnið skerðist og köstin hafa áhrif á þroskann. Finna þau fyrir eftirsjá og sorgar vegna áhrifanna þegar Sunna fær kast? „Já, auðvitað er það rosalega leiðinlegt. Hræðilegt. Ég meina, hún var byrjuð að segja pabbi þegar hún var þriggja ára. Hún sagði fyrst pabbi aftur í október. Það er mjög leiðinlegt.,“ segir Sigurður og þögnin er rofin þegar Ragnheiður bætir við. „Þetta tekur á andlega. Það tekur á okkur og stórfjölskylduna að fylgjast með svo yndislegri stelpu þjást svona. En við stöndum ekki ein. Fjölskyldan er með okkur og ömmurnar Gunný og Bíbí eru boðnar og búnar að hjálpa til við umönnun Sunnu.“ En Sunna Valdís er hetja. „Hún er ótrúlega geðgóð og flott,“ segir móðir hennar. „Það hefur bjargað henni hvað hún er rosalega geðgóð, því þótt hún lamist á öðrum hand- leik og það í leik, þá heldur hún áfram að leika sér,“ segir pabbinn stoltur. „Hún kvartar aldrei.“ Hún kvartar mjög sjaldan, segir Ragnheiður. „En hún grætur þegar hún fær þessi slæmu köst. Þá græt- ur hún með tárum og við vitum við að þetta er vont. Það er svo ótrúlega erfitt að horfa á barnið sitt og geta ekkert gert nema að ganga með hana um, draga niður gardínurnar og svæfa hana.“ Á séns með réttum lyfjum Vonin er fyrir hendi. „Ef við fáum lyf sem stoppar köstin þá á hún séns á að bæta sig í þroska,“ segir Sigurður. „Ég talaði á mánudag við 22 ára bandaríska stúlku með þennan sjúkdóm. Hún skrifar mér á Facebook. Hún vinnur fjóra tíma á dag. Hún er enn að fá köst en hún getur bjargað sér.“ Þau viðurkenna að álagið af veikindum Sunnu hefur áhrif á hjónabandið. „Það þarf stöðuga vinnu,“ segir Sigurður. „Þetta er ekki auðvelt.“ Ragnheiður. „Nei, en við erum ennþá gift!“ Þau hlæja. „En það er samt þannig að við tökum okkur frí sitt í hvoru lagi,“ segir Sigurður. „Já, það gerum við og getum ekki annað,“ segir Ragnheiður. „Einnig þegar við sinnum strák- unum okkar. Viktor er tólf ára og þarf sitt. Hann þjáist fyrir það að eiga langveika systur. Þegar Sunna var yngri og fékk kast fórum við niður eftir í hvert einasta skipti svo hún gæti fengið vöðvaslakandi lyf,“ segir hún. „Nú förum við ekki þangað inn nema í ítrustu neyð. Áreitið á ekki við hana.“ Ragnheiður tekur fram að á spítölunum vinni gott fólk og þjónustan sé frábær og ekkert út á hann að setja. „En að vera inni á spítalanum er of mikið fyrir hana. Heimilið okkar er því spítalinn okk- ar. Við erum með svefnlyfið inni í ísskáp. Við hringjum í Ýr iþegar ástandið er slæmt en förum með hana niður eftir þegar við erum ráð- þrota.“ Bundin við heimilið Þau viðurkenna að líf Viktors, sem nú er tólf ára, hefur stökkbreyst vegna veikinda litlu systur. „En hann veit líka að hann er heppinn. Hann á mömmu sem er flugfreyja og hann fær stundum að fara með. Hann veit að hann fær hluti sem aðrir strákar fá ekki. Þeir skreppa ekki til Montreal með mömmu sinni,“ segir Sigurður og Ragn- heiður þakkar frábært viðhorf yfir- manna Icelandair í hennar garð. „En Viktor missir líka af mörgu. Við erum mjög bundin heima. Við komumst mjög lítið með hana. Við fórum til dæmis með hana til tann- læknis í morgun í fyrsta skipti – í svona kynningu. Hún var farin að skjálfa og titra á biðstofunni og við vorum við það að fara með hana heim. Hún var voða spennt í bíln- um. Benti á tennurnar og vissi hvert hún var að fara. Við héldum að þetta yrði ágætt en svo var hún farin að skjálfa. Hún lagðist ekki í stólinn en hún leyfði tannlækninum að telja tennurnar.“ Þau Siggi og Ragga sigldu lygnan sjó þar til nú seinni part vikunnar. Sunna Valdís hafði ekki fengið kast í hálfan mánuð eftir erfiða törn þar sem hún fékk köst ellefu daga í röð. „Við vorum að setja hana á nýtt lyf og vonum að þau séu ástæðan,“ segir Sigurður vongóður, þótt vonin um að þau kæmu alveg í veg fyrir köst hafi brostið nú á miðvikudag, þegar hún fékk eitt kastið. Traustir vinir fylgja þeim eftir „Já, maður þorir varla að tala um þetta,“ segir Ragnheiður af hræðslu við nýja hrinu. Við snúum okkur því að öðru. Hafið þið misst vini? „Það hafa reyndar nokkrir bakkað frá okkur,“ segir Ragnheiður. „Já,“ segir Sigurður. „Við höfum misst marga en eftir standa ótrúlega traustir vinir sem styðja okkur í einu og öllu. Svo höfum við líka eignast marga vini, til dæmis for- eldra annarra barna með sama sjúkdóm erlendis. Það er meira í gegnum tölvuna og Skype. Svo hitt- umst við á fundum. Við höfum farið á tvo fundi í Bandaríkjunum. Við höfum farið á nokkra fundi hérna í Evrópu. Við stofnuðum þessi samtök sem opnuðu gáttina að umheiminum.“ Í samtökunum, AHC association of Iceland, eru bara þau með Sunnu sína. „Við vildum komast í samband við aðra foreldra. Okkur fannst við svo ótrúlega einangruð. Við getum ekki tekið upp símann og hringt í Jón og Gunnu í Garðabænum og spurt hvaða lyf þau eru að nota og hvernig þau meðhöndli sjúk- dóminn. Við erum ein á landinu. Hingað til höfum við safnað fjármunum fyrir samtökin (AHC Association of Iceland) í gegnum Reykjavíkurmaraþonið,“ segir Sigurður Hólmar Jóhannesson, faðir Sunnu Valdísar sem ein Íslendinga hefur greinst með hinn sjaldgæfa helftarlömunar- og taugasjúkdóm AHC. „Síðustu tvö ár hefur gengið ótrúlega vel. Fyrst vorum við með 24 hlaupara og 37 á síðasta ári. Viktor sonur okkar er meðal hæstu safnara. Hann var þriðji meðal þeirra sem safnaði á síðasta ári en hann hringir í vini og vandamenn.“ Sigurður segir annars konar fjáröflun ekki hafa gengið vel. „Við höfum leitað til fyrirtækja án mikils árangurs. Það er ekki það að fólk sé ekki tilbúið að styrkja, heldur virðast fyrirtækin bundin samningum við ákveðna aðila; aðallega krabbameinsfélög. Peningarnir fara þangað. Það er svo einfalt,“ segir hann. „Þetta eru risafélög með stórar maskínur Við viljum finna orsökina og leiðina að því að lækna sjúkdóm- inn.“ Lítill fjárstyrkur fyrir veikburða félög sem fara af stað þegar safna á fé. Auglýsing- ar á strætóskýlum, blöðum og sjónvarpi. Lítil félög hafa ekki bolmagn í þetta. Það þekkja allir einhvern sem hefur fengið krabbamein. Við líka því pabbi Röggu (konu Sigurðar) dó úr krabbameini fyrir nokkrum árum. Auðvit- að viljum við lækningu við því,“ segir hann. „En fólk ætti kannski að spyrja sig í hvað peningurinn fari, því hann fer ekki í beinar rannsóknir á krabbameini. Risafyrirtæki úti í heimi vinna í því og stærstu lyfjafyrir- tækin keppast við verða fyrst með lyfin. Okkur vantar hins vegar fjármagn til að fara í grunnrannsóknir á okkar sjúkdómi. Sjúkdómi sem lítið sem ekkert er vitað um,“ segir hann. „Það græðir enginn fé á því að finna lækn- ingu við sjúkdómi þar sem sjúklingarnir eru kannski þrjú til sex hundruð. Og út á það gengur barátta okkar. Við viljum finna orsökina og leiðina að því að lækna sjúkdóm- inn.“ - gag Framhald á næstu opnu Móðir Sunnu, Ragnheiður Erla, bróðir hennar Viktor og faðirinn Sigurður Hólmar dást að stúlkunni sinni. 28 viðtal Helgin 11.-13. maí 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.