Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.05.2012, Side 47

Fréttatíminn - 11.05.2012, Side 47
Helgin 11.-13. maí 2012 heilsa 39 Njóttu lífsins með heilbrigðum lífsstíl KEA-skyr er frábær hollustuvara sem einungis er unnin úr náttúrulegum hráefnum. KEA-skyr er einstaklega næringarríkt, það inniheldur hágæðaprótein og er fitulaust. KEA-skyr er góður kostur fyrir alla þá sem hafa hollustuna í fyrirrúmi og vilja lifa á heilsusamlegan hátt. Fegurð - Hreysti - Hollusta Ný bragðtegun d. Karamella! –einfalt og ódýrt VOLTAREN DOLO 50% AFSLÁTTUR TILBOÐIÐ GILDIR ÚT MAÍ Spönginni • Hólagarði • Skeifunni • Garðatorgi • Setbergi • Akureyri • www.apotekid.is 50% AFSLÁT TUR inn (heilablæðing). Um 600 Íslend- ingar fá heilablóðfall árlega. Til þess að greina áhrif mismun- andi próteina á hættuna á heilablóð- falli skiptu rannsakendur fólki upp í hópa eftir því hversu mikið rautt kjöt, fisk, fuglakjöt og aðrar tegundir pró- teina þau neyttu dag hvern. Karlar sem neyttu meira en tveggja skammta af rauðu kjöti af dag voru í 28 prósenta meiri hættu á að fá heila- blóðfall miðað við þá sem neyttu rúm- lega tveggja skammta af rauðu kjöti á viku. Munurinn á konunum var 19 prósent. Í ljós kom að lækka mátti áhættuna á heilablóðfalli um 27 prósent með því að skipta út einum skammti af fugla- kjöti í staðinn fyrir einn skammt af rauðu kjöti á dag. Með því að skipta kjötinu út fyrir fisk eða hnetur lækk- aði áhættan um 17 prósent og um 10 prósent ef kjötinu var skipt út fyrir mjólkurvörur. -sda Hægt er að minnka líkurnar á heilablóð- falli með því að skipta út rauðu kjöti fyrir fuglakjöt. Súkkulaði er ofurfæði Mikið er rætt um svokallað ofurfæði (super foods) um þessar mundir og bætist sífellt við flóruna en nú geta súkkulaðiunnendur glaðst því súkkulaði, eða að minnsta kosti kakóið í súkku- laðinu, telst til þessa heilsubætandi vöruflokks. Gæta skal þess þó, að súkkulaðið innihaldi að minnsta kosti 70 prósent kakó og sé lífrænt. Sé svo getur súkkulaði í hófi minnkað líkurnar á heilablóðfalli, ristilkrabbameini, bætt andlega líðan, aukið heilastarfsemi og síðast en ekki síst: Dregið úr einkennum fyrirtíðarspennu. Njótið vel! Granatepli auka gredduna Ný rannsókn sýnir að eitt glas af granateplasafa er nóg til að keyra upp kynlífið. Rannsóknin var framkvæmd af Queen Margareth-háskólanum í Edinborg í Skotlandi og voru þátttakendur 58 á aldrinum 21 til 64 ára. Þátttakendur drukku eitt glas af safanum góða á dag í fjórtán daga og kom í ljós að testósterónið jókst verulega við það eitt að bergja á drykknum. Og það var ekki bara kynlífslystin sem jókst við drykk- ju granateplasafans; blóðþrýstingur þátttakenda lækkaði og minnið batnaði. Og það sem kom einnig í ljós var að eitt granateplasafaglas á dag kom skapinu í lag. -óhþ Kanill allra meina bót Þótt flestir eigi kanil í kryddhillunni gerir fólk sér ef til vill ekki grein fyrir þeim jákvæðu áhrifum sem kanill getur haft á heilsuna. Kanill er mulinn börkur algengs trés sem vex í Suður-Asíu og mið- austurlöndum og er vel þekkt heilsujurt í Indlandi. Kanill er talinn auka blóðflæði og einnig auka virkni ýmissa annarra jurtalyfja. Sérfræðingar í kínverskum lækningum nota kanil til þess að bægja frá kvefi og einnig gegn kvillum í nýrum. Kanill hefur einnig verið notaður sem vörn gegn vírusýkingum og bakteríusýkingum og hann hefur lækkandi áhrif á blóðsykur.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.