Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 28
Krumma Gylfaflöt 7, 112 Reykjavík 587-8700 www.krumma.is Þroskandi og fallegar vörur fyrir flotta krakka. LikeAbike: 34.950 19.900 Standur: 19.950 17.900 18.900 52.290 139.800 vikur að hæna hana að mér, hún var eins og villidýr. En það tókst að lokum og ég kom henni í læknisskoðun. Þá kom í ljós að hún var komin sex mánuði á leið.“ Ákveðin í að rétta sig við Ásthildur segir að hvorugt þeirra hafi verið í teljanlegri neyslu á þessum tíma. „Þau voru mjög ákveðin í því að takast að rétta sig við og langaði að fara að lifa eðlilegu lífi. Svo fengum við þær fréttir að Júlli þyrfti að fara í fangelsi til að afplána dóm. Það átti allt í einu að rífa hann upp úr þessu umhverfi og stinga honum inn, hún komin á steypirinn. Ég reyndi að berjast fyrir því að hann fengi að minnsta kosti frest framyfir jól því ég óttaðist að allar þeirra fyrirætlanir færu í rúst ef hann þyrfti að yfirgefa ófríska konu sína til þess að fara í fangelsi. Ég gerði allt sem ég gat og bað meira að segja forsetann að náða hann og ég veit ekki hvað.“ En allt kom fyrir ekki. Júlíus hóf af- plánun í desember. „Sonur þeirra fædd- ist í mars og hann fékk ekki einu sinni að vera viðstaddur fæðinguna. Hann fékk aldrei leyfi til að koma og sjá hann alla þá mánuði sem hann sat inni og fékk því ekki að líta son sinn augum fyrr en honum var hleypt út úr fangelsinu. Afsökunin var að ekki væri gistifangelsi á Ísafirði (þar sem Jóhanna bjó með barnið) en Júlli var samt sem áður búinn að þurfa að gista fleiri nætur í fangelsinu hér á meðan hann var í yfirheyrslum. Þetta var bara spurning um að hann kæmi að morgni og færi aftur að kvöldi eða næsta dag. En það fékkst ekki leyfi fyrir því svo hann missti af fæðingu sonar síns.“ „Jóhanna átti heldur ekki að fá að heim- sækja hann í fangelsið vegna sinnar sögu. Hún vildi fá að heimsækja hann því þau ætluðu að gifta sig. Það var mikil fyrir- höfn að fá leyfi fyrir því en loks fékkst það. Hún fékk leyfi til að fara inn í fangelsið og giftast og þurfti svo strax að fara út aftur. Þegar hann kom heim létu þau vígja sig hér um leið og þau skírðu strákinn.“ Úlfur var fjórða barn Jóhönnu. Fyrir átti hún þrjú önnur börn sem bjuggu hjá mömmu og pabba Jóhönnu. Elsta barnið, son, hafði Jóhanna eignast þegar hún var 15 ára. Ást- hildur segir að þau hafi umgengist mömmu sína talsvert og meðal annars verið hjá þeim á Ísafirði. Þagði yfir dómi sínum Á meðan Ásthildur stóð í ströngu við að reyna að fá afplánun Júlíusar frestað vegna barnsins sem var í vændum þagði Jóhanna yfir afar þýðingarmikilli staðreynd. Hún bjóst sjálf við að vera kölluð inn í fangelsi til að afplána dóm. „Hún sagði mér ekki að hún ætti von á svona glaðningi. Þegar hún loksins gerði það brotnaði hún algerlega niður. Þetta var hræðilegt. Þá var hún orðin ófrísk og ég fór að berjast fyrir því að hún þurfi ekki að sitja inni. Ég var svo hrædd Í minningu ástkærs sonar Ég fékk þá köldustu kveðju í hádeginu í dag sem nokkur móðir getur fengið. Þó var hún sögð hlýlega og af ástúð. En það dugir ekki til. Í dag fékk ég að vita að elskulegur sonur minn, Júlíus Kristján Thomassen, er dáinn, farin fyrir fullt og allt. Ó hve sárt það er að missa svona allt í einu barnið sitt. Í yfir 30 ár hef ég borið hann fyrir brjósti, barist fyrir hann eins og ég hef getað. Ég veit að hann var þakklátur fyrir það. Nú er hann horfinn þessi ljúflingur og yndislegi drengur, sem alltaf setti aðra fram fyrir sjálfan sig. Krafðist aldrei neins, en var alltaf sá fyrsti sem kom færandi hendi eða lét vita af ást sinni og kærleika. Barnið sem þurfti mest á móður sinni að halda. Það á að setja í lög að börnin eigi skilyrðislaust að lifa foreldra sína. Hitt er of sárt. Elsku hjartans barnið mitt, ég hef ekki orku til að skrifa mikið, ég er tóm af sorg. En þú varst perla sem öllum vildir vel, og varst alltaf tilbúinn til að hjálpa til. Í dag grétu öll börnin þig. Og þau grétu sárt. Þú áttir alltaf tíma fyrir þau; fara með þau að veiða, í sund eða bara fjöruferð. Sú minning mun lifa með þeim löngu eftir að þau verða fullorðin. Hvað sem þú tókst þér fyrir hendur gerðir þú vel, hvort sem það var að elda fiskisúpu fyrir tugi manns, eða steikja fisk, svo ekki sé talað um listaverkin sem þú varst að gera undanfarin ár, og gafst flest þeirra til fólks sem þér fannst þurfa á þeim að halda. Hjarta mitt er yfirfullt af sorg. Þegar presturinn og lögreglan komu í hádeginu til mín, vildi ég að þeir hyrfu á braut. Ég vissi hvað þeir vildu segja mér, en ég vildi ekki heyra það. Gat ekki trúað því að tími aðskilnaðar væri komin. En ég vissi það. Ljúflingurinn minn, þeir eru margir sem sakna þín. Því þú varst alltaf tilbúin til að hlúa að öðrum, þó þú værir sjálfur í rúst. Eða eins og sonur þinn sagði í dag; pabbi átti alltaf tíma fyrir alla aðra, en hann átti aldrei tíma fyrir sjálfan sig. Þetta er óréttlátt og ég vil ekki að það sé svona. Nú blaktir sorgarfáni við hún í kúlu. Sjálf er ég í rusli, og langar mest til að draga sængina mína yfir haus og láta sem þetta sé bara erfiður og vondur draumur. Að þú sért ekki farinn, horfinn mér og okkur hinum. Huggunin er samt að við vitum að þú ætlaðir ekki að deyja. Heldur var tíminn þinn einfaldlega komin. Vertu sæll barnið mitt og vegni þér vel hjá englunum. Við munum hittast síðar. Sonur minn Þú flýtur sofandi að feigðarósi og vilt ekki vakna. ég stend álengdar, en næ ekki til þín. Þó elska ég þig svo mikið. Ég kalla til þín með hjartanu – en þú heyrir ekki. Ég kalla til þín með skynseminni – en þú skilur ekki. Ég kalla til þín með örvæntingu – en þú aðeins flýtur framhjá. Hvað á ég að gera. Ég get ekki varið þig fyrir áföllunum, ekki hlíft þér við miskunnarleysi mannanna. Þú ert fastur í víti – þar sem ég næ ekki til þín. En ég elska þig. Kannski nær ástúðin að bræða burt kalið í hjartanu þínu, svo Ísdrottningin vonda haldi þér ekki að eilífu. Mamma. Framhald á næstu opnu 1 Júlíus með Úlf á öxlunum og yngri son sinn, Sigurð Dag, og frænku í fanginu. 2. Júlíus og Jóhanna við skírn Úlfs. 3. Góðir dagar hjá litlu fjölskyldunni í Kúlunni. 4. Júlíus og Sigurjón Dagur stuttu áður en Júlíus lést.     28 viðtal Helgin 1.-3. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.