Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 24
Hefðu Ástralir fengið að ráða úrslitum Eurovision hefði íslenska framlagið lent í tíunda sæti. Í símakosningu þar í landi, sem haldin var samhliða keppninni, kusu 21.430 ís- lenska lagið. Þessi atkvæði höfðu bara alls engin áhrif. Svíar voru efstir með 72.186 atkvæði, Rússar í öðru og Írar, sem vermdu 19. sætið, sætið fyrir ofan þau Gretu og Jónsa, hefðu fengið bronsið um hálsinn. Því miður, því miður. Íslendingar ættu kannski að berjast fyrir því að Ástralir fái að kjósa í Eurovision í framtíðinni, því smekkur þeirra virðist fara mun betur við okkar en smekkur Evrópu. Lag Gretu Salóme Stefánsdóttur, Never Forget, varð áttunda upp úr undanriðlinum. Lögin sem lentu fyrir ofan þau voru frá: Kýpur, Írlandi, Mold- avíu, Grikklandi, Rúmeníu, Albaníu og Rússlandi – í þessari röð. Rússnesku ömm- urnar sigruðu því í þessum fyrri undanriðli. Og þeir sem vildu gera grín að albanska söngfuglinum með hreiðrið í hárinu geta hætt að hlæja; hún varð önnur og lenti svo í fimmta sæti í aðalkeppn- inni. Ísland fékk tíu stig frá bæði Finnum og Dönum en engin frá Albönum, Aserum, Írum og Rúmenum á þriðjudagskvöldinu. Sænska lagið í toppsæti vinsældarlista víða Sænska Eurovision-sigurlagið heyrist nú víða. Það er í toppsæti iTunes vinsældarlista víða í Evrópu: Austurríki, Belgíu, Danmörku, Finnlandi, Þýskalandi, Grikklandi, Ír- landi, Lúxemborg, Hollandi, Noregi, Spáni, Svíþjóð (að sjálfsögðu), Sviss og Bretlandi, samkvæmt opinberu Eurovision-síðunni. Hér á landi er lagið líka í toppsæti FM 957 útvarpsstöðvarinnar en í síðustu viku var það í 14. sæti á lista Rásar 2. Engin sænsk stig fyrir Íslendinga Svíar spreða ekki stigunum þegar Íslendingar eru annars vegar í Eurovision. Þetta árið gáfu þeir okkur bara engin stig! Í samanburði við aðrar Norðurlandaþjóðir þá komu sex stig frá Dönum, sjö frá Finnum og fimm frá Noregi. Í fyrra þegar vinir Sjonna kepptu fyrir landann og urðu, eins og Greta og Jónsi, í 20. sæti gáfu Svíar aðeins 1 stig á meðan Finnar og Norðmenn gáfu átta og Danir sex. Íslendingar eiga þó hauk í horni, sem eru Ungverjar en þeir hafa ítrekað hrifist af íslensku lögunum. Nú gáfu þeir Íslandi sex stig og tólf í fyrra. 68% þjóðarinnar horfði á Eurovision á laugardagskvöld. Áttatíu prósent er uppsafnað áhorf og samkvæmt þessum bráðabirgðatölum frá RÚV voru 99 prósent þeirra 12 til 80 ára sem horfðu á sjónvarpið að horfa á Eurovision. Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri RÚV, segir álíka marga horfa á Eurovision og þeir sem horfi á Áramótaskaupið. Þetta sé vinsælasta sjónvarpsefnið. Seinni undanriðill: 52 prósent horfði. 73 prósent uppsafnað áhorf. 96 prósent sem horfðu á sjónvarpið horfðu á þetta efni. Fyrri undanriðill: 67 prósent horfði á útsendinguna. 82,2 prósent uppsafnað áhorf. 96,2 prósent þeirra sem horfðu á sjónvarpið horfðu á Jónsa og Gretu komast áfram. É g viðurkenni að sænska lagið var mitt uppáhalds ásamt breska laginu, sem varð næstneðst. Ég gat ekki gert upp á milli hvort mér þótti betra. Ég trúði því hins vegar ekki að teknó-lag myndi vinna Eurovision,“ segir Reynir Þór Eggertsson, Eurovision-aðdáandi og spekúlant um úrslit laugardagskvöldsins. Reynir hafði spáð Rúmenum sigri, jafnvel Ís- landi. Eins og allir vita lenti íslenska lagið í 20. sæti en Rúmenar í því tólfta. „Ég hef séð svo mörg teknó-lög koma fram og fuðra upp; ná ekki til áhorfenda. Ég trúði því ekki að þetta sænska lag gæti unnið og hafði svo sannarlega rangt fyrir mér. Þetta sigurlag á eftir að gjörbylta Eurovision. Það er þegar komið á helstu vinsældarlista,“ segir Reynir Þór og telur flutning laganna eiga eftir að snarbreytast, minna verði um æfð, taktföst dansspor og meira um dans sem virðist sjálfssprottinn eins og hjá Loreen (þótt þaulæfður sé). „Og ef þetta lag verður í efsta sæti breska iT- unes listans í næstu viku er það í fyrsta sinn síð- an sigurlag Johnny Logan í Eurovision, Hold Me Now, náði toppsæti í Bretlandi árið 1987. Þetta er sumarsmellurinn í ár. Maður er strax farinn að sjá remix. Þetta lag verður á lífi eftir tíu ár, svo gott er það,“ segir Reynir en hin marokkósk- sænska Loreen er nú í öðru sæti iTunes listans í Bretlandi með lag sitt. „Það sem kom mér annars mest á óvart var hversu neðarlega Bretland lenti. Líka Írland – í rauninni hvað þessi lög sem ég átti von á að yrðu að keppa á toppnum; Rúmenía og Kýpur lentu neðarlega, en einnig hvað Azerbaídjan varð ofarlega, eða í fjórða sæti.“ Reynir sér nú að hann var heldur bjartsýnn á gengi Íslands í keppn- inni í ár. „En ég fer ekki ofan af því að mér fannst þau standa sig voðalega vel. Þau hefðu átt að komast hærra,“ segir hann en nefnir þó að þar sem Íslendingar eigi ekki marga „náttúrulega“ vini séu það örlög þeirra að lenda neðarlega með ágætislög. Hins vegar hafi það sýnt sig að vinakosning komi lögum ekki á toppinn. Hún fleyti þeim ekki ofar en í fjórða sæti og Ísland eigi því jafna möguleika á við aðra að vinna einn daginn í Eurovision. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Ísland í tíunda sæti hjá Áströlum 68% ÁHORF Áhorf á Eurovision Ungverski söngvarinn í ár Csaba Walkó. Mynd/EBU  Söngvakeppnin Uppgjör reyniS ÞórS eggertSSonar Trúði ekki á að teknó-lag myndi vinna Eurovision Eurovision-sérfræðingurinn Reynir Þór Eggertsson telur að sænska vinningslagið eigi eftir að gjörbylta keppninni. Lagið er í efsta sæti vinsældarlista víða um Evrópu. Reynir biður Gretu Salóme afsökunar! Heimild: Bráðabirgðatölur RÚV. Í hita leiksins falla oft stór orð og Reynir Þór Eggertsson biður Gretu Salóme Stefáns- dóttur, höfund og flytjanda íslenska framlagsins í Eurovision, afsökunar á að hafa orðið fúll yfir afstöðu, já eða afstöðuleysi hennar, til mannréttindamála í Aserbaídsjan, eins og það birtist í fréttum Stöðvar 2. Þar var haft eftir henni að mannréttindabrot væri ekki hluti af Eurovision og hún þangað komin til að keppa í henni. „Nú veit ég að orð hennar voru tekin úr samhengi og bið hana því afsökunar á mínum,“ segir hann þar sem hann gerir upp Eurovision á fyrsta sumarfrísdegi sínum. „Það sem Greta Salóme sagði var óheppilegt en hún sagði setningu þarna á undan sem skiptir miklu máli en hún var klippt út,“ segir Reynir sem ritað í kjölfar fréttar- innar á laugardag þessa hvatningu á Facebook-síðu sína: „Skrifum öll undir netakall. is og gefum mannréttindum 12 stig! Ég er persónulega drullufúll út í afstöðu Gretu Salóme! Betra að tapa keppni með heiðri en vinna með lokuð augun!“ Reynir tekur þetta til baka. „Ég sá þessa frétt, fór framúr mér og sé eftir því.“ - gag Hér má sjá íslensku kepp- endurna með þeim norska, Tooji; sem vermdi botnsætið á laugardagskvöldið, en var í fimmtánda sæti hjá Áströlum. Mynd/RÚV Staðgreiðum allt gull, silfur, demanta og vönduð úr. Græddu á gulli á Grand Hótel Í dag frá kl 11:00 til 19:00 Upplýsingar og tímapantanir, Sverrir s. 661-7000 • sverrir@kaupumgull.is 24 fréttir Helgin 1.-3. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.