Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 36
4 STYRKTARFÉLAG LAMAÐR A OG FATLAÐR A − AFMÆLISRIT 60 ÁRA SLF 1. júní 2012 Hilmar Lúther er sjö ára fjörugur strákur, sem sækir þjálfun sína á Æfingastöðina við Háaleitisbraut. Linda Björk, móðir hans, segir að starfið sem þar er unnið sé frábært, enda valinn maður í hverju rúmi. „Sonur minn byrjaði í sjúkraþjálfun hjá Æfingastöðinni þegar hann var eins árs, eftir að hann greindist með CP. Aðstaðan þar er eins og best verður á kosið, enda Æfingastöðin flottur staður.“ Linda Björk segir að þjálfunin sem Hilmar Lúther sæki hjá Æf- ingastöðinni sé þeim allt og nýtist þeim mjög vel, en það geti reynst erfitt að flétta þjálfunina við daglegt líf fjölskyldunnar, þar sem þau þurfi að aðlaga líf sitt þeirri þjálfun sem Hilmar Lúther sækir. Reykjadalur hápunktur sumarsins Eftir ábendingu frá Æfingastöðinni ákvað Linda að sækja um í sumarbúðum Reykjadals fyrir son sinn. „Reykjadalur er hápunktur sumarsins hjá Hilmari. Hann veit ekkert skemmtilegra en að fara þangað. Hann segir okkur að í Reykjadal sé hann alveg frjáls og þar séu sko engar reglur, heldur ráði hann öllu sjálfur. Hann segir okk- ur að hann megi fara að sofa þegar hann vilji og vakna þegar hann vill og fái nammi í öll mál.“ Linda bætir við að vissulega viti þau for- eldrarnir betur en svo að telja þetta heilagan sannleik, en þetta sé skoðun Hilmars Lúthers á sumarbúðunum í Reykjadal. „Mér fannst mjög erfitt að senda hann þangað í fyrsta skipti,“ segir Linda og bætir við að þetta fyrsta skipti Hilmars Lúthers í Reykjadal hafi kannski ekki verið neitt sérstaklega mikið frí fyrir þau foreldrana. „Við vorum stöðugt að hugsa til hans, en þegar við áttuðum okkur á því hvað hann var glaður urðum við rólegri. Það var skrýtið að barnið sem aldrei hefur viljað fara neitt í pössun vildi ekki koma aftur heim.“ Linda Björk segir að næst þegar Hilmar Lúther fari í Reykjadal ætli þau foreldrarnir að njóta tímans í botn og þau séu öll þrjú orðin mjög spennt fyrir komandi sumri. Mikilvægt að upplifa að vera fremstur meðal jafningja „Ég tel að það sé algjörlega nauðsynlegt að starfrækja sérstakar sumarbúðir fyrir börn með sérþarfir,“ segir Linda Björk og bendir á mikilvægi þess að öll börn fái að upplifa að vera fremst á meðal jafningja. „Þau fá að upplifa þessa tilfinningu í Reykjadal. Ég gleymi því aldrei þegar sonur minn var að spjalla við vin sinn og sagði „pældu í því hvað við erum heppnir að vera fatlaðir, við fáum alltaf að fara í Reykjadal.“ Hversu dásamlegt er að barnið manns upplifi þetta?“ Linda talar um að Reykjadalur sé ákveðið frelsi fyrir foreldrana á sama tíma og þetta sé sumarfrí og tilbreyt- ing fyrir börnin. „Við getum notað tímann til að sinna því sem oft vill sitja á hakanum, enda er þetta eina fríið sem við fáum. Það er ekki verra að börnin upplifi þann tíma sem draumasumarfríið sitt.“ „Erum heppnir að vera fatlaðir“ ReykjadaluR Draumastaður fatlaðra ungmenna Sú mikla velvild sem Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra hefur verið sýnd í gegnum tíðina hefur skipt sköpum fyrir starfsemina og gert félaginu kleift að skapa þá umgjörð sem það starfar við í dag. Uppbygg- ing og þróun Æfingastöðvar- innar hefur aðeins verið möguleg vegna þeirra fjölmörgu einstaklinga, félagasamtaka og fyrir- tækja sem lagt hafa félaginu lið með gjöfum, áheitum og þátttöku í fjáröfl- unarverkefnum. Kærleikskúlan og Jólaóróinn Ný Kærleikskúla og Jólaórói eru gefin út fyrir hver jól. Margir af fremstu listamönnum landsins hafa lagt fé- laginu lið og gert hverja útgáfu að sér- stæðum listaverkum sem hafa með árunum öðlast einstakt söfnunargildi. Verslanir hafa sýnt hugsjónum félags- ins velvilja og selt munina á þóknunar. Allur ágóði hefur því runnið óskiptur til brýnna verkefna á vegum Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra. Happdrætti Félagið hefur gefið út happdrætti fyrir hver jól um árabil en stendur nú í fyrsta sinn að útgáfu sumarhapp- drættis. Ágóði sumarhappdrættisins rennur í starfsemina í Reykjadal. Viltu styrkja starfsemina? Allar nánari upplýsingar um fjárafl- anir félagsins og reikningsnúmer má fá á heimasíðu félagsins www.slf.is Þinn stuðningur er okkar styrkur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.