Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 70
Helgin 1.-3. júní 201254 tíska 5 dagar dress „Ég get stundum verið hálfgerð lufsa. Hendi mér oft bara í það sem hendi er næst og vona að það besta í sambandi við útkomuna,“ segir hin tvítuga Rakel Matthea Dofradóttir. „Ég hugsa alls ekki mikið um það hvað er í tísku og kaupi bara það sem ég fíla og fer mér vel. Ég er búin að vinna í Sautján síðasta árið svo ég hef keypt mikið af mínum fötum þar. Annars finnst mér gaman að kíkja í Topshop og Zöru hér heima en Urban Outfit- ters, Monki og American Apperal eru í miklu uppáhaldi ef ég á leið til útlanda. Ég á endalaust mikið af skóm og sólgleraugum – aukahlutir sem ég get keypt endalaust af.“ tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar Upplifði hátíðina í Cannes á nýjan hátt Hin árlega kvikmyndahátið í Cannes fór fram á dög- unum en þangað mættu stjörnurnar í sínu fínasta pússi og örkuðu rauða dregilinn. Straumur ferða- manna mætti á svæðið, fleiri en nokkru sinni, í von um að fá að sjá stjörnurnar með sínum eigin augum. Ég var ein af þessum fjölmörgu ferðamönnum, þó ekki í þeim tilgangi að sjá stjörnurnar, en ekki sakaði þó að kíkja á niður á strönd þar sem hátíðin fór fram og vonast eftir því að sjá frægum andlitum bregða fyrir meðal ferðamanna. Ég rétt náði síðustu metrunum af hátíðinni og naut mín í botn. Klæðnaður stjarnanna á hátíðinni í ár var heldur frábrugðinn því sem áður hefur sést. Stelpurnar frá Hollywood klæddust svarta „litnum“ í auknum mæli, en í fyrra var hvíti „liturinn“ ásamt björtum sumar- litum eftirsóttastir. Ætli það hafi ekki verið rigningar- veðrið í ár sem fékk stjörnurnar til þess að klæðast þessum dimma lit. Kjólarnir voru í stíl við dökkan himininn. En þrátt fyrir litlausan klæðnað og leiðin- legt veður, voru stelpurnar á rauða dreglinum fagrar sem aldrei fyrr. Þær svifu um í hátískulegum fatnaði frá helstu hönnuðum heims og kepptust við að hreppa titilinn „best klædd í Cannes”. Þessi hátíð er gríðarlega skemmtileg, með skemmti- legri viðburðum og fjölbreytt á allan hátt. Það er gaman að fá að upplifa þessa hátíð og fylgjast með í þetta mikilli nálægð, þegar maður hefur séð hana ár eftir ár á veraldarvefnum. Þetta er svo miklu stærra og flottara en ég hafði nokkru sinni ímyndað mér. Þriðjudagur Skór: Gs skór Buxur: Diesel Bolur: Sautján Jakki: Sautján Kross: Fas- hionology Hattur: Sautján Mánudagur Skór: Nasty Gal Buxur: American Apperal Skyrta: Sautján Vesti: Spúútnik en setti gaddana á sjálf Miðvikudagur Skór: Dr Martens Kjóll: Religion Jakki: Beyond Retro Fimmtudagur Skór: Dr Martens Buxur: Topshop Skyrta: American Apperal Jakki: Cornel Föstudagur Skór: Gs Skór Buxur: Sautján Skyrta: Sautján Peysa: Zara Hugsar ekki mikið um tískuna Þægindin eru aukaatriði „Fólk segir að ég sé meistari í að búa til óþægilega kvenmannsskó. Það getur vel verið, en það er samt ekki viljandi. En það er rétt, ég einblíni ekki á þægindin þegar ég hanna skó. Mitt forgangsverkefni er að hanna glæsilega, fallega og kynþokka- fulla skó sem líta vel út. Þægindin eru aukaatriði og ekki þar sem áherslan liggur. Þegar ég hef svo lokið teikning- unum fæ ég menn sem sjá til þess að hægt sé að ganga á skónum. Það er ekki mitt við að eiga,“ sagði hönnuðurinn Christian Louboutin í viðtali við breska tímaritið Vogue á dögunum um sína svívinsælu skóhönnun. Elskar að klæðast hári Söngkonan Lady Gaga, sem þekkt er fyrir að klæðast skemmtilegum og frumlegum búningum, elskar að klæðast hári. Hún hefur ósjaldan sést í búningum sem gerðir eru úr hári og eru þeir flestir hannaðir af há- tískuhönnuðinum og vini hennar Nicola Formichetti. Hönnuðurinn viðurkennir að þetta séu yfirleitt óþægilegir búningar sem erfitt er að skemmta í en söngkonan hefur ekki enn tjáð sig um málið. Tískugagnrýnandinn með fatalínu Giuliana Rancic, sem best þekkt er fyrir þátt sinn Fashion Police á sjónvarpstöðinni E!, vinnur nú að nýrri fatalínu í samstarfi við fyrirtækið HSN. Fatalínan, sem hefur fengið nafnið G by Giuliana, er væntanleg á Bandaríkjamarkað seinna á þessu ári og verður fatnaðurinn, samkvæmt Giuliana, fáanlegur á afar viðráðanlegu verði. „Þetta verður fatalína sem allir ættu að hafa efni á. Þægindin verða í fyrirrúmi en á sama tíma verða fötin mjög flott og nútíma- leg,“ sagði sjónvarpsstjarnan í þætti sínum á dögunum. Hönnuðurinn Christian Louboutin. Nordic Photos/Getty Images
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.