Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 32
44 þúsund krónur var tíma- kaupið sem lögreglumennirn- ir tveir, sem hafa verið kærðir af sérstökum saksóknara vegna brots á þagnarskyldu, rukkuðu þrotabú Milestone um. 127 Vikan í tölum eru þau mörkin sem Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson hefur skorað í efstu deild í fótboltanum. Enginn íslenskur leik- maður hefur skorað fleiri mörk. Endurnýjun hefur mistekist Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðipró- fessor við Háskóla Íslands, segir að tilraunir til endurnýjunar innan stjórnmálaflokkanna hafi mistekist þrátt fyrir háværar kröfur um slíkt. Þurfti 50 lítra af blóði Maður sem réðist inn á lögmannsstofu í mars og særði starfsmann lífshættulega með hnífi er ákærður fyrir tilraun til mann- dráps og sérstaklega hættulega líkamsárás. Fórnarlambið þurfti 50 lítra af blóði. Gamlir prestar Tveir þriðju starfandi presta þjóðkirkjunnar eru komnir yfir fimmtugt. Á næstu sjö árum verður fjórðungur presta kominn á eftir- launaaldur. Íslensk verksmiðja sett upp í Færeyjum Hátt í eitt hundrað Íslendingar verða við störf í Færeyjum næstu vikurnar við að setja upp verksmiðju sem vinna á uppsjávarfisk. Skaginn á Akranesi og Kælismiðjan Frost á Akureyri vinna verkið. Játa aðild að úraráninu Pólverjarnir Grzegorz Nowak og Pawel Podburaczynski hafa báðir játað aðild sína að úraráninu svokallaða í verslun Michelsen í október í fyrra. Tíu innbrot upplýst í Grafarvogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst um tíu innbrot í heimahús í Grafar- vogi. Þrír karlar hafa verið handteknir og hafa þeir komið áður við sögu hjá lögreglu. Evrópusambandið gefur lítið fyrir röksemdir Íslands Röksemdir íslenskra stjórnvalda í Icesave- málinu fyrir EFTA-dómstólnum halda ekki, að mati framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins. Þessir slökkviliðs- menn kældu sig með því að fá sér ljúf- fengan ís á Hagamelnum í Vesturbæ Reykjavíkur í veðurblíð- unni á þriðjudag. Ljósmynd/ Hari Jón Steinar stefnir Þorvaldi Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttar- dómari ætlar að stefna Þorvaldi Gylfasyni prófessor. Jón Steinar segir að Þorvaldur hafi með aðdróttunum sagt hann hafa mis- farið með vald sitt sem dómari. LÍÚ enn ósátt við kvótafrumvarp Framkvæmdastjóri LÍÚ segir að nánast sama eyðilegging á íslenskum sjávarútvegi felist í nýjum tillögum meirihluta atvinnu- veganefndar um veiðigjöld og upphaflegum tillögum sjávarútvegsráðherra. Íslenskur hagvöxtur einhver sá mesti Steingrímur J. Sigfússon benti á, við eldhús- dagsumræður á þriðjudaginn, að hagvöxtur á Íslandi væri nú, nokkrum árum eftir hrun, einhver sá mesti sem finnst meðal þróaðra hagkerfa. Sautján sagt upp hjá Skiptum Uppsagnir 17 starfsmanna hjá Skiptum komu til framkvæmda um þessi mánaða- mót, auk þess sem 15 starfsmenn flytjast frá Mílu yfir til Símans. Markmiðið er 500 milljóna króna sparnaður á ári. Dauðaslys á Ólafsfjarðarvegi Karlmaður á þrítugsaldri lést á mið- vikudagskvöld þegar fólksbifreið sem hann ók á Ólafsfjarðarvegi lenti út af veginum og fór nokkrar veltur. Maðurinn kastaðist út úr bifreiðinni. Bankaútibúum fækkar Bankaútibúum og afgreiðslum hefur fækkað úr 174 í 107 frá árinu 2005, eða um 39% og eru áhrifin einna mest í Reykjavík eða 57%. Þegar mest var mátti finna 44 bankaafgreiðslur í borginni, en nú eru þær 19. alveg týpískt Júróvisjón-la- hahaha-g Eurovision- söngvakeppnin átti hug og hjörtu þeirra sem lifa og hrærast á Facebook. Hér er vitnað í sérfræðinga sem ekki lágu á skoðun sinni í kjölfar keppninnar. Hera Björk Kona að minu skapi hun Loreen!! Hún og engin önnur á að sigra þessa keppni í þessu “Kristalls-landi” þar sem fólk má vart mæla...og þaðan af siður vera stoltur og heilbrigður kynhneigður einstaklingur! Áfram Svíþjóð og Ísland með okkar kraftmiklu og ástríðufullu flytjendur:-) Valdís Gunnarsdóttir Ef við ætlum að taka þátt í svona keppnum aftur í guðs bænum viljiði kaupa Sigmar Gudmundsson til að halda manni þó ekki nema réttu megin húmorslega og að maður fái að brosa útí annað rétt á meðan PLEASE ! Re- speckt samt sko .... Rósa Björgvinsdóttir Ég er ekki mikið fyrir persónlega feisbúkkstatusta en í dag ætla ég að láta vaða. Ég á nefnilega svo EINSTAKAN mann. Frá áramótum hefur hann ekki bara hann stútað fullri önn í erfiðu háskólanámi heldur tekið þátt í júróvisjón með stæl, fjórar keppnir n.b., sem er svo mikið ævintýri og svo miklu meiri vinna og meira álag en fólk gerir sér grein fyrir. Þar að auki rúllaði hann upp öllum þeim verkefnum sem hann var búinn að taka að sér í áður en júróvisjónrússíbaninn bauð honum far, Skólahreysti þar á meðal. OG í gegnum þetta allt hefur hann verið besti pabbinn, einstakur vinur og maki. Og það er svo gott að fá hann heim :) Lovjú longtæm Jón Jósep Snæbjörnsson Hrafnhildur Halldórsdóttir Frábær frábært Svíarnir með þetta en flott hjá okkur á sama stað og Írar í 19 sæti og þeir eru sú þjóð sem hefur unnið oftast í Eurovision!!!!! og svo þakka ég gott hljóð og er farin heim til Íslands ! Sjáumst þar Forsetaframboð Þóra Arnórsdóttir forsetafram- bjóðandi opnaði kosningaskrif- stofu sína í vikunni og var það tilefni ótal statusa og vanga- veltna um forsetaembættið. Þá hélt Stjórnarskrárfélagið fund með öllum frambjóðendum og lágu Facebook- verjar hvergi á skoðunum sínum um forsetaefnin. Guðrún Ögmundsdóttir Er að hlusta á fundinn....... og maður getur algjörlega orðið hálf tjúllaður að hlusta þar á alla vitleysuna, og þegar frambjóðendur eru líka farnir að tala um að forsetinn “leggi fram frumvörp” þá toppar það bullið, og Ólafur bara enn í Póllandi........vitið þetta er ekki hægt............. Þorvaldur Sverrisson Nú keppast frambjóðendur við að lofa þjóðaratkvæða- greiðslum um allt milli himins og jarðar. Eigum við ekki bara að renna okkur í flugvöllinn, Landspítalann, Vaðlaheiðargöng, lögbundna 3.5% verðbólgu og veru Árna Johnsen á Alþingi strax í haust? Þetta verður eitthvað! Hallgrímur Helgason fór á fund í Iðnó. Ágætt alveg en aðsókn hefði mátt vera betri. Ástþór hamaðist á fjöl- miðlum allan tímann, kvartaði yfir því að fá ekki jafn mikla athygli og sumir. Undarlegt þar sem hann er langþekkktasti forsetaframbjóðandinn. Góð Vika fyrir Alfreð Gíslason handknattleiksþjálfara Slæm Vika Slæm vika fyrir Jens Kjartansson lýtalækni Enginn sjens fyrir Jens Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Söru Ýrr Jónsdóttur, lögmanni kvenna sem fóru í brjóstaaðgerðir til Jens Kjart- anssonar, sé skylt að afhenda skattrannsóknarstjóra nöfn og kennitölur þeirra skjólstæðinga hennar sem sótt hafi þjónustu til læknisins á árunum 2006 til 2011. Saga Ýrr neitaði að afhenda gögnin, á grundvelli þagnarskyldu og áfrýjaði úrskurði héraðsdóms frá því um miðjan mánuðinn. Embætti skattrannsóknarstjóra rannsakar meint skattsvik einkarekinna skurðstofa og krafði Sögu Ýrr um upplýsingarnar í tengslum við málið. Jens notaði franska PIP-brjóstapúða við brjóstastækkanir hér á landi um árabil. Fjöldi þeirra reyndist lekur. Konum sem fengu grædda í sig slíka púða var boðið að koma sér að kostnaðarlausu í ómskoðun. Ákveðið var að ríkið tæki þátt í kostnaði við að fjar- lægja leka púða. HeituStu kolin á Ósigrandi á vellinum Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska handbolta- liðinu Kiel tryggðu sér um helgina sigur í meistaradeild Evrópu. Árangur Alfreðs á þessu tímabili er óviðjafnan- legur en Kiel hefur unnið alla 32 leiki sína í þýsku deildinni, þeirri erfiðustu heimi, og tryggði sér reyndar titilinn fyrir löngu. Auk þess vann liðið þýska bikarinn og nú meistaradeildina. Árangur sem festir Alfreð í sessi sem einn af bestu þjálfurum í heimi. 54 fyrirtæki voru úrskurðuð gjaldþrota í aprílmánuði samkvæmt tölum frá Hag- stofunni. 68 þúsund atkvæði bárust frá Íslandi í lokakeppni Eurovision á laugardags- kvöldið. 3600 milljarðar er kostnaður Úkraínu og Póllands vegna undirbúnings fyrir EM í fótbolta þetta árið. 32 fréttir vikunnar Helgin 1.-3. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.