Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.06.2012, Side 15

Fréttatíminn - 01.06.2012, Side 15
Sj ál fs tæ ði - T ra us t - Fr am sæ kn i - J af nr ét ti Í boði er nám í þremur deildum á hug- og félagsvísinda sviði; félagsvísindadeild, lagadeild og kennaradeild: ▶ Félagsvísindi* ▶ Fjölmiðlafræði* ▶ Kennarafræði* (leik- og grunnskólastig) ▶ Lögfræði ▶ Nútímafræði* ▶ Sálfræði* ▶ Heimskautalögfræði L.L.M/M.A. ▶ Menntavísindi - M.A. í menntavísindum - Viðbótarnám í menntavísindum (60 einingar) ▶ Menntunarfræði - M.Ed. í menntunarfræðum - Viðbótarnám í menntunarfræðum (60 einingar) Á viðskipta- og raunvísindasviði er boðið upp á nám í viðskiptadeild og auðlindadeild: ▶ Líftækni* ▶ Sjávarútvegsfræði* ▶ Náttúru- og auðlindafræði* ▶ Viðskiptafræði* ▶ M.S. í auðlindafræði ▶ M.S. í viðskiptafræði Engin skólagjöld, innritunargjald fyrir skólaárið kr. 60 þúsund. Á heilbrigðisvísindasviði er boðið upp á nám í þremur deildum: ▶ Hjúkrunarfræði** ▶ Iðjuþjálfunarfræði* ▶ Framhaldsnám í heilbrigðisvísindum - M.S. í heilbrigðisvísindum - Viðbótarnám í heilbrigðisvísindum (40 einingar) *Einnig í boði í fjarnámi **Fjarkennt til Reykjanesbæjar og Ísafjarðar HÁ SK ÓL IN N Á AKUREYRI 198 7 20 12 Umsóknarfrestur til 5. júní Vertu Velkomin/n í Háskólann á akureyri! www.unak.is Hann segist aðspurður ekki hafa misst vini út af málinu. „Ég skal ekki segja, ég hef ekki misst neina af mínum trúu og gömlu vinum en það eru ýmsir viðhlæjendur úr stjórnmálum sem ég hef ekki lengur áhuga á að hafa mikið sam- neyti við. Þeir eru ekki í mínum flokki og ég er stoltur af því hve þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru einarðir og sjálfum sér sam- kvæmir í málinu,“ bætir hann við. Innanflokksátökin erfiðust Geir hefur sagt skilið við pólitík- ina. En hefur hún gefið honum mikið? „Já, hún hefur gefið mér mjög mikið. Hún gaf mér nú meira að segja konuna mína,“ segir hann og brosir. „Nei, ég hef haft mikið út úr því að starfa í pólitík, sjá hug- myndir breytast í veruleika og ýmis góð mál ná fram að ganga. Ég nefni í því sambandi til dæmis endurskoðun mannréttindakafla stjórnarskrárinnar, en ég stýrði því verki á árunum 1994-95. Einnig vil ég nefna þann árangur sem náðist á árum mínum í fjármálaráðuneyt- inu í skattamálum og varðandi skuldastöðu ríkissjóðs. En svo koma alltaf líka þau augnablik þar sem menn fyllast gremju og von- brigðum, en þannig er það alls staðar í lífinu. Hann segir að það erfiðasta við pólitíkina sé að fást við innan- flokksátök. „Það er mikil sam- keppni í stjórnmálum og það kom- ast ekki allir allt sem þeir vilja. Þá þarf að taka á því og finna leiðir út úr slíku og það getur verið leiðin- legt og erfitt. Á móti kemur hversu skemmtilegt það er að vinna með samherjum að raunhæfum lausnum sem varða hag fólksins í landinu.“ „Keppni innan flokka er öðruvísi en milli flokka og kannski meiri sárindi sem fylgja. Aðalatriðið er síðan að menn standi saman þegar slíkum átökum er lokið. Ég óttast hins vegar núna að þau átök sem eru í þinginu, það stjórnarfar sem við búum núna við hafi letjandi áhrif á ungt fólk gagnvart því að blanda sér í stjórnmál og það er mjög neikvætt. Það orðbragð sem margir hafa tamið sér á Alþingi er líka fyrir neðan allar hellur. Ég held að landsdómsmálið virki sömuleiðis í þá átt að hæfileikafólk, sem myndi sóma sér vel í stjórn- málum veigri sér við að gefa kost á sér. Það er alltaf hörgull á hæfileikafólki en nóg framboð af hinum.“ Pólitískt ofstæki meira En hvað hefur breyst? „Það er því miður miklu meiri harka í þessu núna og pólitískt ofstæki meira áberandi af hálfu ráðandi afla. Þess vegna er virðing Alþingis í lágmarki. Ég held til dæmis að það hafi aldrei áður í alvöru verið íhugað að höfða landsdómsmál á hendur nokkrum manni og bara það sýnir ótrúlega mikla heift og hörku. Það var alltaf þannig að menn áttu góða vini og kunningja í öðrum flokkum, og jafnvel trúnaðarmenn. Ég eignaðist marga ágæta kunningja og vini í öðrum flokkum. Ég hef grun um að þetta hafi nú breyst heilmikið og þess vegna sé þetta harðskeyttara og ég vil skrifa það að stórum hluta á það hvernig á málum er haldið af hálfu ríkisstjórnarforystunnar nú- verandi.“ Þegar hann er beðinn um að útskýra betur hvað hann eigi við svarar hann: „Eftir höfðinu dansa limirnir og ef aldrei er neinn sveigjanleiki eða auðmýkt þá gengur illa að fá fólk til að semja og leggja sig fram við að leysa mál. Líklegt er að Geir hafi náð markmiðum sínum í pólitík. Aðspurður segist hann ekki hafa hugsað um að setja sér ný markmið á þeim vett- vangi. „Lífið hefur upp á svo ótal margt annað að bjóða og nú er ég meira að segja farinn að spila golf,“ segir hann og brosir. „Það eru tvö til þrjú ár síðan við byrj- uðum á því, hjónin. En, nei, ég er ekki sestur í helgan stein, ekki meðan ég get gert eitthvað gagn og fundið mér verkefni við hæfi. Ég hlakka til að takast á við nýja hluti með samstarfsfólki mínu hjá OPUS lögmönnum. Þar er kraftmikið fólk á ferð og vonandi mörg skemmtileg verkefni fram- undan.“ Geir segist aðspurður ekki hafa skoðað það af neinni alvöru að leita sér að störfum á alþjóðavett- vangi líkt og margir stjórnmála- menn gera þegar þeir hætta beinum afskiptum af pólitík á besta aldri. „Aðstæður mínar síðustu árin hafa ekki boðið upp á það, menn sækjast ekki eftir slíku með landsdómsmál yfir höfði sér. Auðvitað veit ég ekki hvað bíður mín í framtíðinni en ég hyggst núna nota kraftana í þágu þess starfs sem ég hef tekið að mér hjá OPUS auk þess að flytja fyrir- lestra erlendis eins og ég hef gert í nokkrum mæli undanfarin ár.“ En þú ætlar ekki aftur í póli- tíkina? „Nei hugur minn stendur ekki til þess,“ segir hann að lokum og brosir. Ég hef verið spurður að því hvort mér finnist ekki óþægilegt að vera með vinnuaðstöðu hérna niðri í miðbæ. En mér finnst það alls ekki óþægilegt. Mér er alveg sama þótt það sé stutt yfir í þinghús og stutt yfir í forsætis- ráðuneytið, ég er ekkert á leiðinni þangað, þannig að það truflar mig ekki neitt. Ég hef alltaf kunnað vel við mig hérna í Kvosinni. Ég byrjaði sem 12 ára strákur að bera út skeyti hjá ritsímanum, í Landsímahúsinu hérna rétt hjá, og var líka sendill hjá Bifreiðastöð Steindórs í Hafnarstræti 2. Ég vann síðan á Mogganum á sumrin í mörg ár, við endann á Austurstræti. Þegar ég vann í Seðla- bankanum var gengið inn í hann í vestari endanum á Landsbankahúsinu þannig að maður fór inn Austurstrætismegin til að stimpla sig inn. Síðan var ég í forsætis- ráðuneytinu við Lækjartorg og einnig hinum megin við hólinn, í Arnarhvoli. Þar var ég reyndar í 11 ár, fyrst í fjögur ár sem aðstoðarmaður fjármálaráðherra og svo rúm sjö sem ráðherra. Plús náttúrulega 22 ár í þinginu þannig að megnið af minni starfsævi hef ég verið hér á þessum slóðum. Mér líður vel hér í miðbænum. viðtal 15 Helgin 1.-3. júní 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.