Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 58
42 prjónað Helgin 1.-3. júní 2012 Handþvottur – ekkert að óttast  PrjónaPistill Hugsa þarf vel um það sem er viðkvæmt og vandað www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu Prjónað á krílin Ómótstæðileg bók fyrir verðandi mæður, ömmur, frænkur ... • Fl íkur á nýbur a upp í ársgömul börn • Tuskudýr og Teppi • prjónak ennsl a og gó ð r áð v ið sem prjónum komust ekki hjá því að þvo í hönd-um. Handþvottur er ekkert mál – ef maður kann það. En hvers vegna vex þetta svo mörgum í aug- um? Handþvottur er hluti af því að hugsa vel um það sem er viðkvæmt og vandað, tala nú ekki um ef búið er að leggja mikla vinnu í það með handprjóni. Ef málið snýst um að leiðast að þvo í höndum þá þarf hugarfars- breytingu. Þú sleppir að horfa á eina sápuna í sjónvarpinu og skellir þér í þvottahúsið eða baðherbergið þar sem er góður vaskur og nýtur þess að sápuþvo prjónuðu flíkurnar í staðinn. Lítur á þetta sem slökun. En hvernig á að þvo? Hér eru almenn ráð fyrir þá sem prjóna eða fá prjónaða flík að gjöf. Ég hef ekki tölu á þeim sem hafa keypt fallegt garn og lagt mikla vinnu í að prjóna á barnabörnin og horfa svo uppá flíkina eyðilagða í þvotti. Annað hvort er flíkinni hent í vél með hand- klæðunum á of háum hita og þæfð eða sett í vél með gallabuxunum og kemur lituð og snjáð út, að minnsta kosti ekki meðhöndluð rétt. Hér koma þvottaráð fyrir þá sem finnst þetta eitthvað mál en vonandi breytist það eftir þennan lestur. Þessi þvottaráð eiga við um allt sem er prjónað, hvort sem það er hand- eða vélprjónað, heimagert eða keypt úr búð. Hér mun ég tala út frá ull því flestir á Íslandi prjóna úr ull, en ráð- leggingarnar eiga eins við um silki eða annað viðkvæmt efni. Ef flíkin er keypt í búð þá ættu að fylgja þvottaleiðbeiningar. Það má búast við því að miðinn sýni bala með hönd ofan í sem þýðir hand- þvottur eingöngu eða bala með 30°C eða 40°C undir sem þýðir að þvo má í vél við þetta hitastig. En að auki eru oft strik undir balanum sem þýðir að setja eigi þvottinn á kerfi fyrir við- kvæman þvott. Vélþvottur Ef þið eigið þvottavél með góðu ullar- þvottakerfi þá er um að gera að nota það fyrir allt sem má fara í vél. Þar með taldar allar flíkur úr superwash- ull. Ullarþvottakerfin (stundum köll- uð ullarvagga) eru hönnuð þannig vélin þvær mjög varlega og þvotta- hreyfingarnar eru því vægar. Þá verð- ur núningurinn í lágmarki, en hann getur þæft, slitið eða myndað hnökur á flíkum. Það má ekki setja neitt ann- að með í vélina en ullarflíkina – eina eða fleiri. Ef gallabuxur væru settar með mynda þær núning sem getur skemmt ullarflíkina fyrir utan hætt- una á að þær geti látið lit. Sem sagt bara ullarflíkur í líkum litum fara saman í vélina. Notið aðeins sérstaka ullarsápu. Venjuleg þvottaefni eru ekki ætl- uð fyrir ullar- og silkiþvott og geta skemmt. Það er hægt að fá alls kyns ullarþvottalög sem freyðir lítið og hentar því í vélþvott. Ullarþvottakerfið tekur ekki eins langan tíma og önnur kerfi og vind- uhraðinn er meiri til að ná sem mestu vatni úr flíkunum. Ef peysurnar eru úr silki eða fíngerðar og vélprjón- aðar gæti verið betra að stilla vind- uhraðann á færri snúninga svo peys- an krumpist ekki eins mikið. Fyrir grófari peysur skiptir þetta ekki eins miklu máli. En hins vegar þarf að taka flíkina sem fyrst úr vélinni og leggja hana flata til þerris. Helst með handklæði undir eða einhverju sem drekkur í sig raka. Gott að halda til haga stórum handklæðum, þótt slitin séu, til þessara nota. Strjúka svo með flötum lófa yfir flíkina til að slétta hana og teygja í rétta stærð. Ef flíkin hefur stækkað í þvotti (sumt garn getur blásið út í þvotti) þá þarf að þjappa henni saman þegar hún er lögð til þerris. Mikilvægt að hafa góða loftræstingu þar sem flíkin er þurrkuð og snúa henni við af og til þar til hún er þurr í gegn. Þeir sem vilja vanda sig mæla þurra flík áður en hún er þvegin og teygja hana svo í rétta stærð aftur eftir þvottinn. Það sama á líka við um handþvott. Eitt mikilvægt atriði sem á bæði við um vél- og handþvott. Þegar flík- in er færð úr vélinni eða vaskinum má alls ekki halda á henni þannig að teygist á henni. Þá getur hún af- lagast. Notið fat undir hana alla á milli staða. Handþvottur Ef þvottabalinn með hönd ofan í er á miðanum þarf að handþvo. Allan lopa þarf að handþvo, alla alpakaull, alla mohairull, flest silki og yfirleitt alla venjulega ull sem er ekki super- wash. Superwash-ullin hefur verið meðhöndluð þannig að hún á ekki að þófna við vélþvott. Margir kjósa að handþvo vélþvæga ull því það tekur því ekki að setja vélina í gang fyrir eina litla barnapeysu svo dæmi sé tekið. Handþvotturinn sparar stund- um orku og tíma. Svo eru aðrir sem hafa komist upp á lag með að vélþvo lopapeysur en það á við um þá sem eiga vélar með mjög góðu ullarþvotta- kerfi. Fleiri þvo lopapeysur í höndum og láta vélina um að vinda. Þá er nauðsynlegt að hafa fatið undir þegar rennblaut flíkin er borin á milli vasks og vélar svo hún togni ekki. Eftir prjón borgar sig að þvo til að jafna lykkjurnar. Handprjónuð peysa verður oft mun fallegri eftir fyrsta þvott. Hægt er að fá þvottalög sem jafnar ph-gildið í garninu og ekki þarf að skola úr sem gerið verkið enn þægilegra og fljótlegra. En hvernig veit maður hvað má vélþvo og hvað ekki? Þeir sem prjóna sjálfir eiga miðann af garninu og sjá þar hvernig má þvo. Ef flíkin er gjöf og ekki fylgja með þvottaupplýsing- ar, skaltu spyrja gefandann. Ef í vafa skaltu handþvo. Það tekur 10 mínútur að handþvo litla barnapeysu og hún þarf ekki mikið pláss til að þorna, getur verið á eldhúsborðinu yfir nótt ef því er að skipta. En ef margar flíkur safn- ast saman tekur það auðvitað lengri tíma, en aðallega þarf meira pláss til að leggja til þerris. Það má aldrei hengja upp prjónaða flík. Þá getur hún tognað og aflagast. Ef handlaugin á baðherberginu er lítil getur verið betra að nota eld- húsvaskinn eða vask í þvottahúsi ef hann er til staðar. Notið ylvolgt vatn eða kaldara en þið mynduð nota í bað- vatn eða um 30°C. Það er mikilvægt að hitastigið á vatninu sé jafnt og því borgar sig að láta renna í vaskinn að fullu og setja þvottalöginn í áður en flíkin er sett ofan í. Það eru til margar tegundir af mildum ullarþvottalegi á markaðnum, meðal annars sérstök- um fyrir lopann því það er meiri fita í honum en öðru bandi. Ef allt þrýtur má alltaf nota hárþvottalög. Hreyfið flíkina varlega í vatninu. Ef verið er að þvo flík eftir prjón þarf bara rétt aðeins að láta hana liggja stutta stund og setja í eitt eða fleiri skolvötn ef notaður er hefðbundinn ullarþvottalögur sem freyðir. Ef flíkin er óhrein þarf að hreyfa aðeins lengur í vatninu og gæta þess að nudda ekki. Lyftið flíkinni upp úr vaskinum á fat á meðan að skipt er um skolvatn og gætið þess að ekki teygist á neinu. Mistök sem margir gera er að grípa um annan enda peysunnar og toga hana upp úr vatninu og dýfa henni niður aftur til að skola og endurtaka þetta. En forðist þetta því þá teygist á peysunni. Eftir því sem flík er lausar prjónuð þeim mun meiri hætta er á að hún teygist þá þarf að fara gætilega. Nýþvegin flíkin er tekin varlega upp úr síðasta skolvatninu og sett á fat. Mesta vatnið er kreist (ekki und- ið) úr. Setjið stórt handklæði á gólfið, leggið blauta flíkina á handklæðið, rúllið því upp og ef þetta er stór flík er gott að ganga berfætt á handklæðinu þar til það er orðið blautt í geng. E.t.v þarf að endurtaka þetta með þurru handklæði, fer eftir stærð peysunnar og þykkt handklæðisins. Þið sjáið á vatninu ef flíkin lætur lit. Ef flíkin er einlit skolar maður þar til vatnið verður tært. Ef flíkin er marg- lit og hætta er á að liturinn renni á milli þarf að hafa mikið vatn, hraðar hendur og skola oft og hreyfa vatn- ið stöðugt. Að síðustu skiptir miklu máli að ná sem mestu vatni úr flík- inni áður en hún er lögð til þerris því oftast rennur liturinn til eftir þvottinn þegar hún liggur flöt. Skynsamlegt væri að setja þannig flíkur í vinduna í vélinni til að minnka áhættuna á því. Og hafa örugglega eitthvað undir sem drekkur í sig rakann. Gamalt húsráð sem er enn í fullu gildi er að setja ör- lítið borðedik í síðasta skolvatnið til að skerpa á litunum. Eftir þetta er flíkin lögð til þerris á þurran stað á þurrt handklæði sam- anber leiðbeiningar hér að ofan um vélþvottinn. Í þessu er reynslan besti skólinn og vonandi verður þetta til að hvetja ykkur til að þvo í höndum þegar þess þarf. Ef einhver hefur gefið ykkur eða barninu ykkar handprjónaða peysu sem búið er að leggja mikla umhyggju og vinnu í þá á hún skilið að fá góða umhirðu. Gangi ykkur vel! Handþvottur er hluti af því að hugsa vel um það sem er viðkvæmt og vandað og búið er að leggja mikla vinnu í með handprjóni. Ef málið snýst um að leiðast að þvo í höndum þá þarf hugarfarsbreytingu. Allan lopa þarf að handþvo, alla alpakaull, alla mohairull, flest silki og yfirleitt alla venjulega ull sem er ekki superwash. Guðrún Hannele Henttinen hannele@ storkurinn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.