Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 39

Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 39
7STYRKTARFÉLAG LAMAÐR A OG FATLAÐR A − AFMÆLISRIT60 ÁRA SLF 1. júní 2012 með mismunandi vandamál. Sum þeirra eru með væg einkenni og önnur fleiri og erfiðari. Þessi hreyfivandi getur gert það að verkum að börnin falla síður inn í hóp jafnaldra sinna. Hvað geta foreldrar gert? Sjálfsmynd og sjálfstraust eru mikilvægir þættir í vellíðan og framförum. Hvert barn er einstakt og verður að taka mið af getu þeirra og velja verkefni við hæfi sem vekja forvitni og eru hæfilega ögrandi. Hrós og hvatning eru mikilvægir þættir til að styrkja já- kvæða upplifun. Þegar vel tekst til eykst sjálfstraust og áræðni og börnin sækja frekar í nýjar áskoranir. Börn með hreyfiþroskaröskun eru oft klaufsk og sem dæmi sulla þau gjarnan niður. Mikilvægt er að hrósa þeim þegar vel gengur í stað þess að skamma þegar mistök verða. Æskilegt getur verið að aðlaga umhverfið að börnunum og gera það eins barnvænt og mögulegt er. Hrós skilar sér betur en skammir. Hægt er að gera daglegt líf að leik og þjálfun. Þegar klukk- an ræður ekki för (til dæmis um helgar) er tækifæri til að leyfa barninu að spreyta sig. Hvetja þau til að klæða sig og borða sjálf. Þegar aldur leyfir er góð þjálfun fyrir börn að smyrja brauð, hella í glas, leggja á borð og telja hvað eru margir sem ætla að borða. Með þessu móti þjálfast þau í eigin umsjá og verða virkir þátttakendur og það stuðlar og góðri sjálfsmynd og eflir sjálfstraust. Grunnur framfara í hreyfiþroska er hreyfing. Hreyfing efl- ir vöðvastyrk, úthald, jafnvægi og líkamsvitund. Börn með hreyfiþroskaröskun þurfa oft meiri örvun en jafnaldrar til að ná tökum á nýrri færni, mikilvægt er að hvetja þau til útiveru og hreyfingar. Gott að hafa í huga að æfingin skapar meistar- ann. Góð þjálfun er til dæmis að leika á leikvelli, ganga í leik- skólann eða skólann og hjóla á öruggum svæðum. Sundferð- ir og útivera með fjölskyldunni er frábær leið til að styrkja barnið og fjölskylduböndin og eiga gæðastundir saman. Hvert skal leita ef grunur leikur á hreyfiþroskaröskun? Sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar meta hreyfiþroska barna; sjúkraþjálfarar grófhreyfiþroska og iðjuþjálfar fínhreyfi- þroska. Á Æfingastöðinni starfa þessar fagstéttir og þar fer fram viðamesta sjúkra- og iðjuþjálfun barna á landinu. Hægt er að fá mat á hreyfiþroska barns gegn beiðni frá lækni. Framhald er ákveðið með hliðsjón af færni og þörfum barns- ins og fundið út hvað hentar því best í samráði við foreldra. Mikilvægt er að vera í góðum samskiptum við leikskóla/ skóla og aðra sem annast barnið. Sum börn þurfa eingöngu ráðgjöf en önnur börn koma í þjálfun á Æfingastöðina að mati loknu. Þar fer fram bæði einstaklings- og hópþjálfun. Hópaþjálfunin er einstaklingsmiðuð og aldursskipt og hent- ar vel börnum sem eiga erfitt uppdráttar í stórum hópum. Í hópunum er lögð áhersla ýmist á grófhreyfifærni, fínhreyfi- færni auk félagsfærni. Björk Gunnarsdóttir, sjúkraþjálfari Elsa Sigríður Þorvaldsdóttir, iðjuþjálfi Jóna Þorsteinsdóttir, sjúkraþjálfari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.