Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 74

Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 74
B rúðumeistarinn Bernd Ogrodnik er mikill lista-maður; smíðar brúður af mikilli kúnst og stýrir þeim af listfengi. Þeir sem fara til að sjá sýningu hans og félaga á Gamla manninum og hafinu eiga í vænd- um mikinn leikhúsgaldur því þar er samspil leikmyndar, hljóðs, lýs- ingar og myndar svo sem skugga- myndum og svo brúða og brúðu- meistarans einstök. Eins og blöndun listforma og ólíkra miðla hljómar spennandi getur mönnum reynst hált á því svellinu; bíóbrellur á leiksviði eiga til að virka þrúgandi á þessa list augnabliksins og skapa óæskileg hugrenningatengsl. Í þessari leik- sýningu gengur hins vegar allt upp; hið lifandi og kvika leikhús fær notið sín til fullnustu þó leik- raddirnar séu á hljóðrás og „leikar- arnir“ ekki af holdi og blóði. Egill Ólafsson er sögumaður og fer jafn- framt með hlutverk gamla manns- ins, Santiagos og fer á kostum. Val- geir Skagfjörð leggur drengnum til rödd og gerir það með ágætum. En, stjarna sýningarinnar er Bernd sem er sýnilegur áhorfendum þar sem hann stýrir brúðum sínum af mikilli alúð og ást á viðfangsefninu. Leikmyndin er, trú hefð brúðuleik- hússins, einskonar kassi, reyndar með minni glugga til hliðar þar sem eru vistarverur Santiagos en þrátt fyrir það nær Bernd í samvinnu við leikstjórann Þórhall Sigurðsson og með samspili við snjalla og fagra leikmyndina auk lýsingar að skapa furðu mikla dýpt; þorpið, víðerni hafsins og djúp þess verða ljóslif- andi. Sýningin byggir á nóvellu Hem- ingways, sígildri sögu en fram kemur í fremur snautlegri leikskrá að hún hafi fært höfundinum bæði Pulitzer-bókmenntaverðlaunin og bókmenntaverðlaun Nóbels. (Til dæmis kemur þar ekkert fram um hver þýðir en handrit er skráð á Bernd Ogrodnik.) Þar er jafnframt vakin athygli á sögunni sem segir að innblástur hafi Hemingway fund- ið í sögu Gunnars Gunnarssonar, Aðventu, en biblíuvísanir sögunn- ar eru kannski eftirtektarverðari. Þar er að finna ýmis kristin tákn úr krossfestingarsögunni. Gamli maðurinn upplifir enda miklar þjáningar. Hann hefur róið lengi án þess að fá fisk á færi sitt. Heppnin hefur yfirgefið hann og faðir vinar hans, drengsins Manol- ins sem róðið hefur með Santiago, hefur skipað honum að finna sér annað skip. Gamli maðurinn rær einn til sjávar, lengra en nokkru sinni fyrr og fær risastóran oddnef til að bíta á agnið. En sá mikli sigur breytist í sáran ósigur; eftir langa, stranga og sársaukafulla viðureign við oddnefinn nær hann loks að drepa þennan mikla fisk. En San- tiago nær ekki að koma honum upp í fley sitt og verður að endingu að sjá á eftir honum í hárkarlakjafta. En þar með er ekki öll sagan sögð því í ósigrinum er jafnframt að finna sigur; þetta er, þrátt fyrir háan aldur Santiagos, einskonar þroskasaga – í gegnum bardagann við hinn verð- uga andstæðing, sem er uppá líf og dauða, hefur hann fengið fullvissu þess að hann sé þrátt fyrir allt mað- ur með mönnum sem á þess kost að lifa í sátt við menn og náttúru. Orrustan tapaðist en stríðið ekki. Eða eins og segir í áðurnefndri leikskrá: „Maðurinn er ekki gerður til að bíða ósigur. Það er hægt að granda manni en ekki sigra hann.“ Hlutskipti Manolins er að taka við merkinu eftir Santiago, sem gæti vísað til hringrásar lífsins. Jakob Bjarnar Grétarsson Niðurstaða: Leikhúsgaldur sem menn ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Brúðu- leikhús fyrir fullorðna áhorfendur en förunautur minn, tíu ára stúlka, naut sýningarinnar ekki síður en sá fullorðni.  Gamli maðurinn og hafið Handrit, brúðugerð, sviðsmynd og flutningur: Bernd Ogrod- nik Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson Ljósahönnun: Lárus Björnsson Sögumaður: Egill Ólafsson Raddir: Egill Ólafsson og Valgeir Skagfjörð Sviðsmynd og leikmunir: Frosti Frið- riksson, Högni Sigþórsson og Bernd Ogrodnik Hljóðupp- taka: Halldór Bjarnason Að sýningunni standa Brúðuheimar í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Undur brúðuleiksins  Kúlan í ÞjóðleiKhúsinu: Gamli maðurinn oG hafið Sparneytinn, orkuokkur A+ eða A++ Lágvær, aðeins 39-41 dB (A) Bakteríudrepandi húðun á innra byrði Glerhillur, sem þola meira en 25 kg. þunga Fullkomin þjónusta (eigið verkstæði). Mán.- föst. kl. 9-18 Laugardaga 11-15 Askalind 3 · 201 Kópavogur · Sími: 562 1500 Gerð F-22 HxB=145x60 cm 196 ltr. frystir Hvítur.........92.900 Gerð C-29 HxB=145x60 cm 267 ltr. kælir Hvítur ......77.900 B ET R I S T O FA N Hvítur ....81.900 Stál..........91.900 Hvítur ....89.900 Stál.......109.900 Gerð RF-27 HxB=150x60 cm 173 ltr. kælir 54 ltr. frystir Gerð RF-32 HxB=176x60 cm 233 ltr. kælir 54 ltr. frystir Hvítur ....94.900 Stál.......115.900 Gerð RF-36 HxB=195x60 cm 233 ltr. kælir 88 ltr. frystir Nýja kæliskápalínan frá NÝ SENDING LÆGRA VERÐ LÍTTU Á VERÐIÐ! 568 8000 | borgarleikhus.is Tengdó – HHHHH–JVJ. DV Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið) Fös 1/6 kl. 20:00 aukas Þri 5/6 kl. 20:00 aukas Lau 9/6 kl. 20:00 20.k Lau 2/6 kl. 20:00 17.k Mið 6/6 kl. 20:00 19.k Sun 10/6 kl. 20:00 lokas Sun 3/6 kl. 20:00 18.k Fös 8/6 kl. 20:00 aukas Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Hrífandi saga um þrá og eftirsjá Rómeó og Júlía (Stóra svið ) Sun 3/6 kl. 20:00 Fös 8/6 kl. 20:00 Sun 10/6 kl. 20:00 aukas Ógleymanleg uppfærsla Vesturports. Síðustu sýningar! Tengdó (Litla sviðið) Sun 3/6 kl. 20:00 Fös 8/6 kl. 20:00 lokas Sönn saga. Í samstarfi við CommonNonsense. Síðustu sýningar! Bastards - fjölskyldusaga (Stóra sviðið) Fös 1/6 kl. 20:00 Lau 2/6 kl. 20:00 Í samstarfi við Vesturport ofl. Aðeins þessar sýningar á Listahátíð Beðið eftir Godot (Litla sviðið) Fös 1/6 kl. 20:00 Lau 2/6 kl. 20:00 Lau 9/6 kl. 20:00 lokas Tímamótaverk í flutningi pörupilta TRYGGÐU ÞÉR SÆTI! 4 sýningar á 11.900 kr. með leikhúskorti Allar kvöldsýningar hefjast kl. 19.30 Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið) Fös 1/6 kl. 19:30 Lau 9/6 kl. 19:30 Lau 16/6 kl. 19:30 Lau 2/6 kl. 19:30 Sun 10/6 kl. 19:30 Fim 21/6 kl. 19:30 Fös 8/6 kl. 19:30 Fös 15/6 kl. 19:30 Fös 22/6 kl. 19:30 Fimm stjörnu stórsýning! Síðasta sýning 22. júní. Dagleiðin langa (Kassinn) Sun 3/6 kl. 19:30 Fim 7/6 kl. 19:30 Mið 6/6 kl. 19:30 Lau 16/6 kl. 19:30 Allra síð.sýn. Eitt magnaðasta fjölskyldudrama 20. aldarinnar. Síðustu sýningar. Afmælisveislan (Kassinn) Fös 1/6 kl. 19:30 Lau 1/9 kl. 19:30 Lau 2/6 kl. 19:30 Sun 2/9 kl. 19:30 Eitt vinsælasta verk Pinters. Sýningar í september komnar í sölu. Kristján Eldjárn - minningartónleikar (Stóra sviðið) Fim 7/6 kl. 20:00 Allur ágóði rennur í minningarsjóð Kristjáns Eldjárn Gamli maðurinn og hafið (Kúlan) Fös 8/6 kl. 19:30 Sun 10/6 kl. 19:30 Fös 15/6 kl. 19:30 Lau 9/6 kl. 19:30 Fim 14/6 kl. 19:30 Brúðusýning fyrir fullorðna eftir Bernd Ogrodnik. Listahátíð 2012 Glymskrattinn (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 1/6 kl. 22:30 Lau 2/6 kl. 22:30 Sun 3/6 kl. 16:00 Danssýning eftir Melkorku Sigríði og Sigríði Soffíu Níelsdóttur. Listahátíð MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS  CAFÉ/BAR, opið 17-23 VERTU FASTAGESTUR! Ódýrara í bíó með aðgangskortum! Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis! NÝTT Í BÍÓ PARADÍS! “Létt og ánægjuleg.” -The Guardian “Einstök mynd.” -The New York Times JULIETTE BINOCHE í L’Heure d’été eftir Olivier Assayas ALLT Á SÉR SÍNA TÍÐ SUMARTÍÐ 58 menning Helgin 1.-3. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.