Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 6
Lunch, brunch og 40 rétta kvöldverðarhlaðborð Nítjánda veitingastaður - þar sem hóparnir eiga heima  Námskeið sálfræðiNgarNir JohN og Julie gottmaN hafa raNNsakað yfir þrJú þúsuNd pör Stórlaxar á sviði sálfræði til landsins Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@ frettatiminn.is Áttatíu sérfræðingar hafa bókað sig á námskeið hjá sálfræðingunum og hjónunum John og Julie Gottman. Þau eru frumkvöðlar meðal fræðimanna; sálfræðingar sálfræðinganna. John hefur verið kjör- inn einn af tíu áhrifamestu sálfræðingum síðasta aldar- fjórðungs og Julie var kosin sálfræðingur ársins í Wash- ington-fylki árið 2005. Hjónin hafa ekki áður haldið námskeið í eins litlu landi og Ísland er. Anna Valdimarsdóttir, sem stendur ásamt Valgerði Magnúsdótt- ur og Ólafi Grétari Gunn- arssyni sálfræðingum að komu þeirra til landsins, segir að þau hafi unnið að því allt frá árinu 2010, að fá Gottman-hjónin hingað. „Við mynduðum pers- ónuleg tengsl við þau þegar við fórum til Tyrklands á námskeið þeirra.“ Prestar, sálfræðingar, félagsráðgjafar, hjónabands- ráðgjafar og hjúkrunar- fræðingar munu sitja tveggja daga langt námskeiðið þar sem þau hjónin fara yfir niðurstöður nærri fjögurra áratuga rannsókna sinna á yfir 3.000 pörum. „Niðurstaða þeirra er meðal annars sú að það er ekkert síður ágrein- ingur í hamingjuríkum samböndum en hinum heldur er munur á því hvernig á ágreiningi er tekið,“ segir Anna. Þau hjónin ætli einnig að bjóða upp á tveggja klukkustunda fyrirlestur í Hörpu um leiðir að betra sambandi hjóna. „Eins og þau segja, og mér finnst sterkt, er að undanfari rifrilda er oft umræða um samtalið sem hefði átt að eiga sér stað en gerði það ekki. Fjöl- skyldan hornsteinn að góðu samfélagi og því mikilvægt að kunna að rækta sambönd sín.“ John og Julie Gottman Anna Valdimarsdóttir m ér sýnist þetta, svona við fyrstu sýn, lykta af því að verið sé að reyna að ná inn einhverjum pen- ingum af saklausum hreindýraskyttum,“ segir leikarinn Pálmi Gestsson sem hefur lagt stund á hreindýraveiðar undanfarin ár og áratug. Pálmi segir að honum virðist sem svo að enn sé verið að þrengja að skotveiðimönnum og takmarka mögu- leika þeirra til að fara á hreindýraveiðar. „Þeir munu margir detta út. Prófið er það strangt,“ segir Pálmi um nýtt verklegt skotpróf sem Umhverfisstofnun skikkar allar hreindýraskyttur og leiðsögumenn til að fara í áður en þeir halda veiða þetta árið. Prófið snýst bæði um að hitta fimm skotum af hundrað metra færi í mark sem er 14 sentimetrar í þvermál. Auk þess felst í prófinu að menn umgangist vopn sitt samkvæmt ákveðnum reglum. Pálmi, sem fékk hreindýraleyfi þetta árið – var einn af um þúsund þeirra fjögur þúsund sem sóttu um – ætlar að mæta galvaskur í prófið: „Ég læt þetta ekki stoppa mig. Ég verð að gera þetta. Ef maður fellur á formsatriðum þá er það auðvitað súrt því ég er búinn að fara á hreindýraveiðar í áratug og skjóta nokkur dýr,“ segir Pálmi. Hann bætir því við að hann skilji ekki alveg þörfina á prófi sem þessu. „Það hefur verið strangt eftir- lit með þessu í gegnum árin. Allir verða að vera með leiðsögumann og ég veit ekki betur en að þetta hafi verið til fyrirmynd- ar,“ segir Pálmi. Vel þess virði ef menn ná dýrinu Sigmar B. Hauksson, fyrrverandi for- maður Skotveiðifélags Íslands, tekur aftur á móti hinu verkelga prófi fagnandi. „Ég er mjög fylgjandi þessu. Svona er þetta alls staðar annars staðar og við teljum þetta nauðsynlegt. Þetta girðir fyrir alls konar vandamál,“ segir Sigmar. Aðspurður um auka útgjöld fyrir skytt- urnar segir Sigmar að í ljósi þess að menn séu að eyða hátt í þrjú hundruð þúsund krónum í veiðiferðina sé 4500 krónur fyrir prófið ekki mikið. „Ef þetta tryggir að menn nái dýrinu þá er það vel þess virði,“ segir Sigmar. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is  skotveiði hreiNdýraveiðar Hreindýraskyttur skikkaðar í próf Allir þeir sem ætla að veiða hreindýr þetta árið þurfa að standast verklegt skotpróf samkvæmt lögum sem samþykkt voru fyrr á þessu ári. Kostnaðurinn við prófið er fjögur þúsund og fimm hundruð krónur og fá skytturnar þrjú tækifæri til að standast það. Það munu margir detta út. Prófið er það strangt. Pálmi Gestsson ásamt leiðsögumanninum góðkunna Sigurði Aðalsteinssyni eftir að hafa lagt eitt hreindýr að velli. 67% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011 6 fréttir Helgin 1.-3. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.