Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 8
G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w. h e y r n a r t æ k n i . i s Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 og fáðu Intiga til prufu í vikutíma Intiga eru ofurnett heyrnartæki og hönnuð með það fyrir augum að gera aðlögun að notkun heyrnartækja eins auðvelda og hægt er. Hljóðvinnslan er einstaklega mjúk og talmál verður skýrara en þú hefur áður upplifað. Með Intiga verður minna mál að heyra betur í öllum aðstæðum! *Í flokki bak við eyra heyrnartækja sem búa yfir þráðlausri tækni og hljóðstreymingu Heyrnartækni kynnir ... Minnstu heyrnartæki í heimi* Gjaldþrotum fækkar Alls voru 54 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í apríl, að því er Hagstofan greinir frá. Svo fá hafa gjaldþrot ekki verið í einum mánuði síðan í ágúst í fyrra. Til samanburðar voru 158 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í mars. Þá fækkaði gjaldþrotum einnig frá apríl fyrra árs en þá voru gjaldþrotin 87. Gjaldþrotum fækkaði því um 40 prósent frá fyrri mánuði og um 65 prósent frá sama mánuði fyrra árs. „Ekki þarf að koma á óvart að gjaldþrotum sé nú loksins að fækka á sama tíma og farið er að sjást til lands varðandi þá gríðarlegu fjárhagslegu endur- skipulagningu sem átt hefur sér stað í atvinnulífinu. Undanfarin ár hafa verið fyrirtækjum í landinu gríðarlega erfið og endurskipulagning hefur gengið hægt fyrir sig,“ segir Greining Íslandsbanka. Í apríl voru 126 einkahlutafélög nýskráð. Það er fækkun um 32 nýskráningar frá fyrri mánuði og 20 færri nýskráningar en í sama mánuði fyrra árs. - jh Þ eir áttu ekki til aukatekið orð, kollegar mínir á Norðurlöndunum, þegar ég sagði þeim frá því að símhleranir við- gengjust á Íslandi í rannsóknum á meintum efnahagsbrotum sem eru löngu liðin og afleiðingar þeirra ljósar. Þeim fannst þetta hljóma ískyggilega líkt og var fyrir austan járntjaldið forðum,“ segir Brynjar Níelsson, fráfarandi formaður Lögmanna- félags Íslands, í samtali við Fréttatímann en hann sat fund formanna norrænu lögmannafélag- anna á dögunum. Brynjar segir að slíkar hleranir þekkist ekki í öðrum löndum sem við vilj- um bera okkur saman við. „Látum nú vera að slík- ar hleranir væru heimilar ef menn væru að reyna að koma í veg fyrir möguleg brot sem væru yfirvofandi, en því er ekki að heilsa í þessum tilfellum, eða einhverjir aðrir ríkir almannahagsmunir væru fyrir hendi. Hin mögulegu brot eru löngu framin og þetta ber keim af því að verið sé að fiska í gruggugu vatni. Þetta er mikið áhyggjuefni finnst mér því ég fæ ekki betur séð seinustu misseri en að hvers konar hagsmunir ríkisvaldsins séu taldir mikilvægari en friðhelgi einkalífs fólks. Þetta er hættuleg þróun sem verður að sporna við strax,“ segir Brynjar. Símhleranir sérstaks saksóknara hafa verið gagnrýndar harðlega af verj- endum þeirra manna sem verið hafa til rannsóknar hjá embættinu. Og Brynjar er einn þeirra. „Ég segi þetta ekki ein- göngu þess vegna. Mér er annt um frið- helgi einkalífsins sem er grundvallarréttur hvers einstaklings. Ég tel hagsmuni þeirra kvenna, sem fengið hafa sílikon í barm sinn, til að njóta nafnleyndar, meiri en réttur ríkisins til að kom- ast að því hvort einhver lýtalæknir hafi skotið hundruðum þúsunda eða milljónum undan skatti. Friðhelgin er ein af grunnstoðum sam- félagsins og það hriktir í henni.“ -óhþ  RannsóknaRheimildiR séRstakuR saksóknaRi Eins og fyrir austan járntjaldið forðum Brynjar Níelsson, lögmaður. Brynjar Níelsson segir virðingu fyrir friðhelgi einkalífsins á undanhaldi hjá ríkisvaldinu. Friðhelgin sé sett í annað sætið á eftir rannsóknarhagsmunum og eftirliti ríkisins. Ég fæ ekki betur séð seinustu misseri en að hvers konar hagsmunir ríkis- valdsins séu taldir mikil- vægari en friðhelgi einkalífs fólks. Reginn á markað eftir miðjan júní Landsbankinn mun bjóða hlutabréf í Fasteignafélaginu Regin til sölu 18. og 19. júní og stefnir að skráningu félagsins í framhaldinu. Viðskipti í Kauphöll með bréf félagsins munu hefjast um mánaðarmótin júní-júlí. Það er í eigu tveggja dótturfélaga Landsbankans. Reginn tók til starfa 2009 og var ætlað að fara með eignarhald á þeim eignum sem bankinn eignaðist í kjölfar fullnustuaðgerða eða annars konar skuldaskila. Samkvæmt verðmati er heildarverðmæti félagsins á bilinu 30,8 til 34,1 milljarður króna og markaðsvirði hlutafjár á bilinu 15,0- 18,3 milljarðar króna. - jh Orkusamstarf Ís- lendinga og Breta Oddný G. Harðardóttir iðnaðarráð- herra og Charles Hendry, orkumála- ráðherra Bretlands, undirrituðu á miðvikudag viljayfirlýsingu um aukið samstarf ríkjanna á sviði orkumála. Í henni eru tilgreind fjögur svið sem ríkin leggja áherslu á: Miðlun þekk- ingar og samvinna varðandi beislun jarðhita og uppbyggingu hitaveitna í Bretlandi. Möguleiki á lagningu rafmagnsstrengs milli Íslands og Bretlands skal kannaður. Vilji til að aðstoða þróunarlönd við að hagnýta endurnýjanlegar orkuauðlindir. Áhersla skal lögð á ríki í Austur- Afríku. Miðlun á þekkingu varðandi uppbyggingu á olíu- og gasiðnaði. - jh Fjölbreytt dagskrá á Hátíð hafsins Sjómannadagurinn er á sunnudaginn, 3. júní. Á laugardag og sunndag verður Sjómannadeginum fagnað í Reykjavík og menningu hafsins gert hátt undir höfði með fjölbreyttum hætti. Hátíðarhöld fara fram á Granda og teygja sig yfir á Ægisgarð. Sirkus Íslands, Gói og Þröstur Leó, Valdimar, Retro Stefson, dorgveiði, listasmiðjur, sjóræningjasiglingar, flöskuskeytasmiðja, furðu- fiskasýning og margt fleira verður í boði fyrir alla fjöl- skylduna. Að því er fram kemur á síðu Hátíðar hafsins stendur dagskráin sem hæst frá klukkan 13 – 17. - jh Með aukinni bjart- sýni inn í sumarið Væntingar íslenskra neytenda jukust lítillega í maí. Væntingavísi- tala Gallup hækkaði um tvö stig frá fyrri mánuði og mælist nú 73,3 stig. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem væntingar landsmanna glæðast á milli mánaða. Á sama tíma í fyrra stóð vísitalan í 66,3 stigum og fara landsmenn því mun bjartsýnni inn í sumarið nú heldur en fyrir ári, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslands- banka. Þegar væntingavísitalan er undir 100 stigum eru fleiri neikvæðir en jákvæðir. Vísitalan hefur ekki farið yfir 100 stig síðan í febrúar 2008. - jh Vegglistaverk málað í dag Grafíski hönnuðurinn Siggi Eggertsson hefur hannað vegglistaverk fyrir Hönnunarmiðstöð Íslands, sem málað verður á gafl húss Hönn- unarmiðstöðvarinnar í Vonarstræti. Þetta er fyrsta vegglistaverk þessa þekkta hönnuðar, segir í tilkynningu Hönn- unarmiðstöðvarinnar, en myndefnið kemur í ljós á málningardeg- inum sjálfum sem er í dag, föstudaginn 1. júní. Málningarvinnan hefst klukkan 9 og búist er við að henni ljúki fyrir klukkan 17, þegar haldið verður opnunarteiti til að fagna verkinu og komandi sumri. Vegglistaverkið mun þekja allan gafl húss Hönnunarmiðstöðvar- innar í Vonarstræti 4b. „Með þessu verki viljum við koma staðsetningu Hönnunarmiðstöðvar- innar á kortið, segir Halla Helgadóttir framkvæmda- stjóri.” - jh Fyrsta skóflustunga að hjúkrunarheimili á Ísafirði Fyrsta skóflustunga að nýja hjúkr- unarheimilinu Eyri á Ísafirði var tekin á miðvikudaginn. Hana tók Guðbjartur Hannesson vel- ferðarráðherra en honum til aðstoðar voru á fjórða tug barna úr leikskólunum Eyrarskjóli og Sólborg sem standa sitt hvoru megin við byggingarlóð hins nýja hjúkrunarheimilis. Hjúkrunarheimilið verður 30 rýma með stækkunarmöguleika um 10 rými þeim til viðbótar ef þörf krefur í framtíðinni. Húsnæðið verður um 2.300 fermetrar að stærð og kostnaður við bygginguna er áætlaður um 850 milljónir króna. Lóðarframkvæmdir hófust um leið og fyrsta skóflustungan var tekin, en gert er ráð fyrir því að bygging hússins verði boðin út á haustmánuðum. - jh Handskreytt úr í anda íslenskra útskurðarmeistara JS Watch co. Reykjavík bjóða nú sérsmíðuð úr skreytt orðinu Ísland með höfðaletri. Úrið er viðhafnarútgáfa af úrinu Frisland Goð sem kynnt var á liðnu ári og tengdist eldgosinu í Eyjafjallajökli. Úrið skartar skífu með ösku úr gosinu en með höfðaletrinu er vísað til þess að allt frá landnámi hafa Íslendingar skapað fallega muni og skreytt. Slíkir munir bera með sér sögu og hafa haft tilfinningalegt gildi fyrir eigendur. Hvert úr þarf að sérpanta en möguleiki verður að fá stöðl- uðum höfðaleturs-texta breytt í persónulegan, til dæmis nafn kaupanda. Úrsmíðameistari og gæðastjóri er Gilbert Ó. Guðjónsson. - jh 8 fréttir Helgin 1.-3. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.