Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 62
46 bækur Helgin 1.-3. júní 2012  RitdómuR EldaR kvikna Glæpasagan Leikarinn eftir Sólveigu Pálsdóttur situr á toppi kiljulista Eymundsson fyrir síðustu viku. Þetta er fyrsta bók Sólveigar. lEikaRinn á toppnum  RitdómuR Það kEmuR alltaf nýR daguR B irtingarmynd sveitanna í skáldsögum síðari tíma er býsna þversagnakennd. Í nýrri skáldsögu, frumraun Unnar Birnu Karlsdóttur sagnfræðings, Það kemur alltaf nýr dagur, blasir þversögnin við: Kona á miðjum aldri hefur dvalið í Bandaríkjunum frá því innan við tvítugt, eignast þar bónda og börn, auð og starf, en óvænt upp- brot verður á lífi hennar þar vestra og hún flýr heim í heiðardalinn, kölluð þangað til að fylgja föður sínum til grafar, manninum sem var orsök þess að hún fór af landi brott áratugum fyrr. Og á gamla bernsku heimili sínu tekst hún á við sjálfa sig, lífshlaupið, allt sem hún hefur misst og átt, gefið frá sér og glatað. Hún snýr aftur til umhverfis sem hún hatar, flúði frá og finnur því lengi allt til foráttu en á þar samt heima, þar finnur hún ró um síðir. Kynslóðir okkar tíma upplifðu allar sveitirnar eftir að vélvæðingin hófst uppúr stríði, það eru aðeins þeir allra elstu sem muna olíufýringuna, kolavélarnar, vatnsburð, lélega salern- isaðstöðu og einangrun vegleysunnar. Frumraun Unnar er ekki löng, ríf- lega tvöhundruð síður, fyrstu persónu frásögn, fleyguð skáletruðum minn- ingarleiftrum, glampandi og skerandi flest hver. Útgefandinn hefur afráðið að skella bókinni á markað núna og í kilju, vafalaust í þeirri von að sumar- sult lesenda megi metta með nýrri ís- lenskri skáldsögu eftir konu um konu — forframaða en komna hingað heim, rétt af miðjum aldri — er það ekki kjörfæða fyrir þá sem ráða öllu á ís- lenskum bókamarkaði: Læsar konur? Unnur er líka prýðilega ritfær, hún vindur fléttuna áfram af fyrirhyggju, lætur ekki of mikið uppi en bitar í lesandann upplýsingum um ævi konunnar, magnar persónu hennar áfram þótt dalirnir í geðlægð hennar og sorg hafi mátt vera dýpri, sam- bandsleysið við móðurina sé nokkuð óljóst, raunar ótrúverðugt. En í heild er þetta ágætlega heppnað, ekki stór- brotið en áhugavert og lesandinn vill vita örlög söguhetjunnar, fylgir henni af spekt. Allar aukapersónur eru fjarlægar, meira að segja faðirinn sem trónir yfir öllu, ljósasta persónan utan sögu- mannsins er systirin elsta sem var heima, fjær eru bandarískur eigin- maður, gamall kærasti, tvö börn eru langt langt í burtu, eiginlega bara útlínur og miðað við boðskiptatilveru verðbréfasala, en það starfaði konan við áður en hún flúði, er ótrúverðugt hversu sambandslaus hún er við börn sín. Þessi kona er kalin á hjarta og þíðir seint í hennar sálartötri. Hér er framvinda persónunnar keyrð áfram í atburðum, öllum hversdagslegum en um síðir raðast þeir í langa slóða og skilur höfundurinn lesandann eftir sáttan í sögulok. Hvers vegna er mikilvægt að nýir höfundar fái gott brautargengi, einkum konur? Jú okkur veitir ekki af víðari sýn gegnum skáldskap, einkum frá hendi þeirra sem eru óskrifað blað og eru lausir við þá fordómamúra sem skikkan bókmenntastofnunar reisir umhverfis nöfnin. Því er það gleðilegt að Gerður Kristný skuli vera með í kjaftaþætti á Rás 2 með Andra flandrara, og eins er gleðilegt að úr akademíunni stígi kona og skrifi vel læsilega bók um tveggja heima sýn kvenna í mörgum skilningi. Heiti bókarinnar er sótt í lyktir sögunnar og stendur vel fyrir sínu þar, en sem heiti á skáldsögu sem er jafn athyglis- verð er það máttlaust og kápan er sömuleiðis ekki aðlaðandi. Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Komin heim með slitna skó Mishermt var hér á síðunni í síðustu viku að útgáfum Skírnis, tímarits Hins ís- lenska bókmenntafélags, hafi verið fjölg- að ár hvert úr einni í tvær í ritstjórnartíð Halldórs Guðmundssonar sem nú er lokið. Hið rétta er að það var Vilhjálmur Árnason, prófessor og heimspekingur, sem var ritstjóri Skírnis 1987-1994, sem tók upp á þessari nýbreytni. Biðja verður þá Vilhjálm og Halldór afsökunar á þessari flausturslegu mis- sögn. Heiður þeim sem heiður ber og í þessu tilviki á Vilhjálmur hann. Er leið- réttingu hér með komið á framfæri með tilhlýðilegri afsökunarbeiðni þess sem lyklana slær. -pbb Leiðrétting Í tengslum við sýningu í Hafnarborg hefur Crymogea sent frá sér bók um húsasmíði Hreins Friðfinnssonar myndlistarmanns. Bókin er harðspjalda, fallega frágengin og prentuð og lýtur ritstjórn Ólafar K. Sigurðardóttur, forstöðukonu Hafnarborgar. Í bókinni er húsasaga Hreins rakin frá upphaflega verkinu sem byggði á lýsingu Þórbergs Þórðarsonar í Íslenskum aðli á húsi Sólons Guðmundssonar á Ísafirði, þar sem innvols húss sneri út. Eftir því reisti Hreinn hús í Hafnarfjarðarhrauni. Næstu útgáfu verksins vann Hreinn í Frakklandi og þá var ytra byrðið komið útvortis. Er raunar synd að það snotra smáhýsi skyldi ekki framleitt í fullri stærð sem „multiple“. Þriðja gerð verksins var svo aftur reist í Hafnarfjarðarhrauni og var þá einungis boðið upp á útlínur hússins. Af þessari húsaþyrpingu á verkaskrá Hreins eru færðar til í bókinni ljósmyndir, greinargerð um tilurð verksins á íslensku og á ensku og loks ritgerð eftir Frederic Paul um þetta þríeina verk. -pbb Þrjú hús í röð Þegar litið er aftur má sjá að Eldar kvikna, önnur bókin í þrí- leik Suzanne Collins um Hungurleikana, hefur verið hlaðin meira lofi og notið snarpari vinsælda en fyrsta kafli þessa bálks. Ef leitað er á Google kemur í ljós að eftirvænting vegna kvikmyndarinnar sem er í burðarliðnum, og verður samkvæmt plani frumsýnd 22. nóvember 2013, er þegar orðin mikil. Ís- lenski útgefandinn hefur enda í snarhasti látið þýða annan hlut- ann og hefur Guðni Kolbeinsson leyst það verk snöfurlega af hendi. Þýðingin er komin út, bæði í kilju og hörðu bandi og er það til marks um að stefnt er á góða sölu þegar í vor, frameftir sumri og komandi jólatíð. Sagan öll er reyndar fyrirferðarmikl í bókaverslunum á frummálinu og íslenska þýðingin gengur vel í sölu. Afkomutölur eru eitt, gæði sögunnar annað. Collins er snjall og hugkvæmur höfundur og mörg merki sjást í þessum öðrum hluta verksins að hún hefur lagt í þessa vegferð með njörvaðar áætlanir, hér rekur ekkert á reiðanum. Sagan er öllu flóknari þótt hún skiptist í þrjá hluta: Sigurför Peet og Katniss um umdæmi harðstjórnar- og þræla- ríkisins sem þau búa í þar sem þau sjá með eigin augum hvaða kjör íbúum umdæmanna tólf eru búin, óvæntur snúningur þar sem þau eru kölluð til undirbúnings nýrra leika þar sem þau verða enn að keppa við erfiðari aðstæður í hvelfingu leik- anna og loks barátta þeirra með ófyrirsjáanlegum kaflalokum þar sem lesendum er enn ýtt á fremstu brún. Persónugalleríið er hér ívið stærra en áður og útheimtir af lesanda góða eftirtekt, sagan er smátt og smátt að dýpka í persónusköpun, flóknari atburðarás og síðast en ekki síst að lesenda verður ljóst að hann getur ekki treyst á að höfundurinn hylmi ekki yfir umbreytingum í þræðinum. Þetta er dúndur stöff, vísar í fantasíuheima sem ungir lesendur, tíu ára og uppúr, verða að hafa ríka skynj- un fyrir – kvikmyndir, myndasögur, tölvuleikir og fantasíur hafa séð fyrir því. Í keyrslu sinni á les- andanum hefur Collins séð vel fyrir hinu stóra og smáa, smáum tækjum, smáatriðum í klæðnaði, allri stemningu. Þetta eru ekki flóknar bókmenntir, en ræða af hreinskilni um boðanir: Vernd lífs, skilning og umburðarlyndi, þolgæði og val; hvenær lendir þú í þeirri stöðu að verða að velja. Kjósi forráða- menn að halda bókum að ungum lesendum er tækifærið núna. Fárið er rétt að komast á skrið hér og því ekki að nýta sér það? Og það sem betra er; þessi sögubálkur hentar vel til upplestrar og samveru ungra og eldri lesenda því fátt er betra en að lesa saman upphátt og njóta samverunnar þannig. Alla vega ætla ég að gera þá tilraun, óttast bara að bókin verði rifin af mér og skeiðað framúr af þeim huganum sem er bráðastur að vita hverju framvindur í þessari frábæru afþreyingu. -pbb Bráður bani  Það kemur alltaf nýr dagur Unnur Birna Karlsdóttir Bjartur, 209 síður, 2012.  Eldar kvikna Suzanne Collins: Guðni Kolbeinsson þýddi JPV, 395 síður, 2012. Unnur Birna Karls- dóttir. Frumraun Unnar er ... fyrstu persónu frásögn, fleyguð skáletr- uðum minningarleiftrum, glamp- andi og skerandi flest hver. Vilhjálmur Árnason, prófessor og heimspekingur. Skráning hafin á skrifstofu Jónsmessuhátíð Útivistar 22.-24. júní Bókun á skrifstofu í síma 562 1000 eða á www.utivist.is Upplifðu Útivistargleði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.