Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 68
LOL Miley Cyrus og Demi Moore fara með aðal- hlutverkið í unglinga- grínmyndinni LOL sem fjallar um Lolu (Miley Cyrus) og vini hennar sem lifa í unglingaheimi hver hverfist um Facebook, YouTube og Itunes. Unglingarómantíkin er allsráðandi, sambönd byrja og enda á Facebokk eða í sms- skilaboðum og svo má ekki gleyma foreldrunum sem eru ekki bara skrítnir heldur líka óþolandi afskiptasamir. Móðir Lolu, sem leikin er af Demi Moore, les dagbókina hennar og kemst að því að gjáin á milli samskiptamáta þeirra hefur breikkað meira en hana grunar. Aðrir miðlar: Imdb 1,7, Rotten Tomatoes 50% 52 bíó Helgin 1.-3. júní 2012  FrumsýndAr Oren Peli skellti sér á jólakorta- lista hryllingsmyndaunnenda með Paranormal Activity fyrir tveimur árum. Sú mynd náð mikl- um vinsældum í hryllingi sínum en ólíkt henni hefur nýjasta mynd Peli, Tsjernóbýl-dagbækurnar, ekki náð sama flugi. Peli skrifar handritið og framleiðir myndina sem fjallar um sex ungmenni á bakpokaferðalagi í Evrópu. Þau ákveða að taka örlítinn krók á ferðalag sitt og skoða sig um í yfirgefnum bæ nálægt kjarnorkuverinu í Tsjernóbýl þar sem kjarnorkuslysið fræga varð árið 1986. Þegar bíll leiðsögumannsins deyr drottni sínum komast þau að því að þau eru ekki ein í þessum yfirgefna bæ og ballið byrjar með tilheyrandi hryllingi og tryllingi. Myndin hefur ekki fengið góða dóma og þykir sem kusk hafi komið á hryllingshvítflibba Peli með myndinni. Hinir innvígðu eiga þó samt örugglega notalega kvöldstund með Peli og félögum hans. Aðrir miðlar: Imdb 5,9, Rotten tomatoes 25%, Metacritic 31% Kjarnorkuhrollur í Tsjernóbýl Maður áttar sig ekki almennilega á hvað þeim Will Smith, Tommy Lee Jones og leikstjóranum Barry Sonnenfeld gengur til með að ryðj- ast fram með þriðju Men in Black- myndina núna, fimmtán árum eftir að þeir Smith og Jones stigu fyrst fram í svörtum fötum og komu böndum á bandbrjálaðar geim- verur sem ganga lausar á jörðinni. Sérstaklega sætir þetta furðu þar sem önnur myndin um þá félaga var beinlínis léleg og því vandséð tilefnið til þess að sleppa þeim laus- um á ný. Men in Black III er óttaleg bragð- dauf samsuða en virkar þó þolan- lega sem sumarfroða fyrir þá sem eru með nettan sólsting og vilja tylla sér í myrkan sal í tvær klukku- stundir eða svo. Þeir J (Smith) og K (Tommy Lee Jones) skemmta sér enn við að eltast við geimverur í nafni hins opinbera. Heldur syrtir þó í álinn þegar ófétið Boris, forn fjandi K, sleppur úr rammgerðu fangelsi á Tunglinu og snýr sér strax að eyðingu jarðar, en K trufl- aði einmitt þau áform hans þegar hann skaut af honum handlegg og handsamaði 40 árum áður. Boris þessi hefur aðgang að tímavél og skellir sér aftur til árs- ins 1969 og kálar K sem gufar þá vitaskuld upp í samtímanum og eng- inn kannast við hann nema J sem saknar félaga síns sárlega. Þegar geimverupakk Borisar herjar á jörð- ina leggur J saman tvo og tvo og fær út að hann þurfi að elta Boris aftur til 1969, bjarga K og þar með heim- inum. Létt dagsverk fyrir mann í svörtum jakkafötum og Smith er sjálfum sér líkur og ekkert sérstak- lega ánægjulegur félagsskapur eins og K hefur svo- sem reynt að benda honum á frá 1987. Tímaflakks- vinkill inn er ágætlega út- færður og þeir Tommy Lee Jones og Josh Brolin fleyta Smith í gegnum myndina þannig að nokkuð vel má við una. Brolin leikur K á yngri árum í fortíð- inni og fer alveg á kostum þar sem hann leikur beinlínis Tommy Lee Jones með dásamlegum tilþrifum í látbragði og raddbeitingu. Jones sjálfur er svo að sjálfsögðu traustur að vanda og þessir tveir og tvöfaldur K bjarga því sem bjargað verður. Og heiminum með. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is  Bíódómur men in BlAck iii Tvöfaldur K reddar málunum  Frumsýning Prómetheus Uppruni mannsins með geimveruívafi s tórmyndin Prómetheus í leikstjórn Ridley Scott er fyrsta stórmynd sumarsins. Scott sest ekki í leikstjórastólinn fyrir neitt minna en stórmyndir – ferill hans er markaður slíkum. Þessi 74 ára gamli jálkur á að baki Alien- bálkinn, Blade Runner og Gladitor meðal ann- arra og sprettur hér fram á sjónarsviðið með vís- indatrylli af dýrari gerðinni. Geimverur, vondar að sjálfsögðu, geimskip og uppruni mannsins er viðfangsefni Scotts að þessu sinni. Sagan hverf- ist um geimskipið Prómetheus sem skottast til fjarlægs heims eftir að hafa fundið stjörnukort við fornleifauppgröft. Tilgangur ferðarinnar er hvorki meira né minna en að finna uppruna mannkynsins en í staðinn fyrir þá vitneskju finna ferðlangarnir vísi af hættu sem getur eytt mannkyninu. Upphaflega átti myndin að vera framhald af Alien-myndaröðinni en eftir að skipt hafði verið um handritshöfunda var ákveðið að skapa sjálfstæða mynd. Leikhópurinn er stjörnum prýddur. Óskarsverð- launaleikkonan Charlize Theron er í stóru hlut- verki en aðalhlutverkin eru í höndum Michaels Fassbender og Noomi Rapace sem Íslendingar þekkja úr mynd Hrafns Gunnlaugssona r Úr skugga hrafnsins og síðar Millenium-þríleiknum þar sem hún lék Lizbeth Sa- lander á eftirminnilegan hátt. Á ýmsu gekk með- an á tökum stóð en eins og frægt er orðið var Ís- land einn af tökustöðum myndarinnar. Myndað var við rætur Heklu og Detti- foss var til dæmis lokaður í nokkra daga meðan á tökum stóð. Fréttatíminn greindi frá því að Scott var á tímabili kominn með upp í kok af stjörnustælum Charlize Theron og vildi helst skjóta hana. „Færið mér langdrægan riffil með sjónauka svo ég geti skotið þessa t#$u sjálfur,“ sagði Scott í hljóðnemann svo allir starfs- menn við myndina heyrðu. Leikararnir heyrðu þó ekki neitt, Scott stóðst freistinguna og lét ekki verða af því að skjóta hina suður-afrísku þokkadís. Eins og flestir vita leikur Ísland stórt hlutverk í myndinni. Eftir því sem Fréttatíminn kemst næst eru myndskeiðin frá Íslandi alls um fimmtán mín- útna löng og mun Ísland tákna upphaf alheims- ins sem og veröld geimveranna. Upphaflega átti að mynda þessi atriði í Marokkó en vegna ólgu í heimi Araba var ákveðið að mynda á Íslandi. „Hér er allt svo stórskorið og líkt því sem var á Júra- tímabilinu [fyrir 200 milljónum ára til 145,5 millj- ónum ára] og það hafði úrslitaáhrif,“ sagði Scott um þá ákvörðun að velja Ísland. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Noomo Rapace við tökur á myndinni. Stjörnur myndarinnar Charlize Theron, Noomi Rapace og Michael Fassbender ásamt Ridley Scott við kynningu myndarinnar í París. Piranha 3DD Aðdáendur hryllingsgaman- myndarinnar Piranha 3D geta farið að láta sig hlakka til því sjálfstætt framhald myndarinnar Piranha 3DD kemur í kvikmynda- hús á næstu vikum. Eins og þeir muna sem sáu fyrri myndina þá olli jarðskjálfti því að stórar glufur mynduðust í botni Viktoríuvatns með þeim afleiðingum að hinir forsögulegu piranha- fiskar tóku að streyma upp í vatnið. Þeir átu allt sem hreyfðist og því miður fyrir suma strandgestina þá lentu þeir á matseðlinum. En ef einhver hélt að vandinn hefði verið leystur þá kemur annað í ljós þegar fiskakvikind- unum tekst einhvern veginn að komast inn í vinsælan vatnsskemmtigarð þar sem hundruð manns eru saman komin til að gera sér glaðan dag. Enn á ný kemur til kasta lögreglustjórans Fallons að finna leið til að hemja þennan ófögnuð áður en hann étur alla gestina og skemmir ekki bara fjölskyldustemninguna heldur setur allt efnahagslíf strandbæjarins á hliðina. Þeir Ving Rhames og Christopher Lloyd eru þeir einu af aðalleikurum fyrri myndarinnar sem snúa aftur í framhaldinu en auk þeirra leikur til dæmis David Hasselhoff sjálfan sig. Aðrir miðlar: Imdb 4,9, Rotten Tomatoes 8%, Metacritic 41% 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.