Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 54
38 veiði Helgin 1.-3. júní 2012 Hver er eftirlætis veiðistöngin? Ég á nú nokkrar stangir en oftast nota ég Sage XP, níu feta stöng fyrir línu 6. Hver er uppáhalds flugan? Þær eru nú margar góðar. Sjálfur er ég hálf- blindur og hnýti ekki en á góða vini sem hnýta og gauka að mér. Pjetur Maack er mikill snillingur og Þór Nielsen. Vinur minn Úlfar Antonsson er líka drjúgur. Uppáhalds lína? Ég nota oftast hægsökkvandi línu og langan taum Hversu oft skiptir þú um línu? Ég er stundum með flotlínu á annarri stöng og hef þá tauminn lengri. Hversu stór er stærsti fiskur sem þú hefur fengið í vatninu? (Þá stærsti urriðinn og stærsta bleikjan?) Ég hef fengið 7 punda urriða (honum var sleppt eins og öllum bræðrum hans!) og fimm punda bleikju. Hefurðu veitt með Össuri Skarphéðinssyni? Nei. Er þér illa við spúna- og/eða makrílveiðar í vatninu? Makrílveiðimenn eru fífl eða bófar, nema hvort tveggja sé. Menn mega svo sem veiða á spún ef þeir vilja, þótt ég sjái ekki skemmtunina í því. Hver er uppáhalds veiði- félaginn? Ætli það sé ekki him- briminn. Ef hann er við veit maður að það er fiskur. Uppáhalds veiðistaðurinn við vatnið? Það mótast nú kannski mest af vana en ég veiði mesti í Rauðu- kusunesi, fyrir neðan Kárastaði. Hvaða staður er það sem í þínum huga kemur næstur því að veiða í Þingvallavatni? Hlíðarvatn. Reyndar bæði, í Selvogi og Hnappadal. Stundar þú laxveiði? (Ef svo er, hvaða á þá helst?) Ég hef ekki efni á laxveið- um. Ég veiddi í allmörg á í Laxá í Leirársveit og stundum vel.  Spurt & Svarað Makrílveiðimenn eru fífl og bófar Hraðaspurningar fyrir Sigurð G. Tómasson, sérfræðing í Þingvallavatni.  veiði Paradís stangveiðimannsins v atnið er algjörlega einstætt. Það er í raun eitt stórt lindasvæði, þar sem koma upp um 90 rúmmetrar á sekúndu. Í ísaldarlokin fyrir, næstum 10000 árum stóð sjórinn hærra og fiskur gat gengið hindrunarlaust upp í þetta jökullón sem vatnið var þá,“ segir Sigurður G. Tómasson fjölmiðlamaður. Það þarf ekki að dekstra Sigurð til að tala um Þingvallavatn sem er honum afar kært. Sjö hundruð tonn af veiðanlegum fiski Sigurður segir að margt hafi á daga vatns- ins drifið frá ísaldarlokum: „Landið reis og hraun stíflaði útfallið og gerði vatnið að þess- ari risastóru lind sem það er núna. Lífríkið hefur líka breyst, fjögur afbrigði hafa orðið til af bleikjunni, sem öll gleðja veiðimenn að ógleymdum kónginum í vatninu, urrið- anum. Fyrir nokkrum árum var talið af líf- fræðingum að í Þingvallavatni væru um 700 tonn af veiðanlegum fiski. Auk bleikjunnar og urriðans eru tvær tegundir af hornsílum fyrir utan önnur kvikindi, svo sem vatnamar- fló sem þarna fannst í gjótu fyrir nokkrum árum, óþekkt annars staðar og menn halda að hafi lifað af ísöldina. En það má svo sem aldrei gleyma því að þarna varð mesta um- hverfisslys Íslands á síðustu öld, þegar stærstu hrygningarstöðvar urriðans voru eyðilagðar og mýklakið við útfallið, í Soginu öllu og Úlfljótsvatni og Álftavatni drepið með undraefninu DDT. Sogið hefur ekki borið sitt barr síðan, þótt eitrið sé líklega alls staðar sokkið í botnsetið. Urriðinn hefur náð sér dálítið á strik, því klakið hefur heppnast vel í Öxará en hann á langt í land að ná því sem var: Stærsti og stórvaxnasti urriðastofn í Evrópu.“ Sigurður hefur fylgst með Þingvallavatni um áratugaskeið, og svo lengi hefur hann veitt í vatninu að hann er ekki viss hvenær hann byrjaði á því. „Við vorum þarna á hverju ári frá því að ég fæddist. En fyrsta veiðiferðin sem ég man eftir var með pabba, þegar ég var fimm ára. Ég missti fyrstu bleikjuna sem ég setti í og gamli maðurinn var fúll fyrir bragðið. Þess vegna man ég þetta vel. Þetta var líklega sumarið ‘56, niðri í Nesi, Rauðu- kusunesi fyrir neðan Kárastaði.“ Ekkert annað en fluguveiði kemur til greina Sigurður hefur fengist við ýmis konar veiðar við Þingvallavatn í áranna rás. Og á erfitt með að meta hvers konar veiðiskapur stendur uppúr: „Fyrstu árin veiddi maður á allt sem gaf. Ég vitjaði líka stundum um og lagði net með frændum mínum á Kárastöðum. Netaveiði hefur alltaf verið stunduð af bæjunum og á nítjándu öldinni bjargaði fiskurinn úr vatninu fólkinu frá hungri. Amma mín mundi þegar kallarnir úr Grímsnesinu komu og fengu murtu á útmánuðum 1882. Þeir slógu sumir botninn úr kvartélinu og átu murtuna heila upp úr saltinu. Höfðu ekki smakkað mat svo dögum skipti. Maður þarf náttúrlega ekki lengur á matbjörginni að halda en veiðinátt- úran hefur verið ræktuð í margar kynslóðir. Á unglingsárum byrjaði ég að veiða á flugu, fyrst með kaststöng og flotholti og síðustu áratugina hefur ekkert annað agn komið til greina. Og þá auðvitað bara flugustöngin!“ Ómissandi þáttur veiðimennskunnar eru veiðisögur og ekki hægt annað en rukka Sigurð um eina slíka. Hann náttúrlega veit varla hvar á að byrja því af ýmsu er að taka með hvaða saga verður fyrir valinu. „Ég veit ekki. Stundum hefur maður verið í svo óðum fiski að hann hefur tekið í bakkast- inu. Stundum hef ég veitt af bakkanum, bara á blankskónum. Einu sinni kom ég austur og mætti kunningja mínum, sem á sumar- bústað við Hálfdánarvík. Hann var að labba frá bátnum og sagði mér í óspurðum tíðindum að ófreskja hefði elt hjá sér spún alla leið inn á víkina. Í einhverju bríaríi segi ég: „Á maður ekki bara að taka hana?“ og labbaði út á klapp- irnar þarna við víkina. Ég held hún hafi tekið í þriðja eða fjórða kasti, 4-5 punda bleikja. Þetta var ekki ónýtt.“ Afi með barnabarn á námskeiði Að sögn Sigurðar þá lumar hann ekki á neinum ásum í erminni varðandi fluguveiðimennsku í Þingvallavatni. „Neinei, það eru engin leyni- vopn. Ég nota alltaf „intermediate“, eða hæg- sökkvandi línu og frekar langan taum. Og svo er bara að draga hægt. Telja í og láta sökkva. Og því hægar sem vatnið er kaldara. Maður missir alltaf talsvert af flugum, því ég veiði mest á hraunbotni.“ Að undanförnu hefur Sigurður staðið fyrir sérstökum námskeiðum um veiðar í Þing- vallavatni á vegum Tómstundaskóla Mosfells- bæjar. „Þetta eru tveir laugardagar, sá fyrri er í íþróttahúsi og þar segi ég frá vatninu og fer yfir búnaðinn, vöðlur (ég nota alltaf neoprene- vöðlur, því vatnið er svo kalt) stöng, hjól og línu, taum og flugur. Ég vísa líka í grein sem ég skrifaði á vef Árvíkur um vatnið. Svo eru kastæfingar. Seinni laugardaginn er svo farið í vatnið og æft á staðnum. Það komast ekki með góðu móti nema svona 10-12 manns á nám- skeiðin og þetta var bara eitt námskeið nú um daginn. Það kemur alls konar fólk á þetta, kon- ur og karlar, feðgar og í vor var einn afi með barnabarn.“ Jakob Bjarnar Grétarson ritstjorn@frettatiminn.is Stundum hefur maður verið í svo óðum fiski að hann hefur tekið í bakkast- inu. Undur Þingvallavatns Kannski ekki allir sem vita það en Þingvallavatn er paradís stangveiðimannsins. En vatnið þarf að þekkja vel og sumir tala um að það taki alla ævina að læra inn á það. Fáir ef nokkrir þekkja Þingvalla- vatn eins vel og fjölmiðlamaðurinn Sigurður G. Tómasson – þeir sem ætla að leggja leið sína þangað með veiðistöngina ættu ekki að láta þetta viðtal fram hjá sér fara. Sigurður G. Tómasson. Fyrstu árin veiddi hann á allt sem gaf en nú kemur aðeins flugustöngin til greina. Veigamikill og ómiss- andi þáttur veiði- mennskunnar er vitaskuld að matreiða bráðina. Og ekki úr vegi að spyrja Sigurð G. Tóm- asson, sem veitt hefur í áratugi við Þingvalla- vatn, hvernig best sé að matreiða silung. Upp- skrift takk! En, það verð- ur að segjast alveg eins og er að ekki er pjattinu fyrir að fara eða flóknum uppskriftum þegar Sig- urður er annars vegar; hér er ekki verið að tala um franska eldhúsið eða Völla Snæ, svo mikið er víst. Þetta er á einföldum nótum: „Silungur er bestur soðinn. Með nýjum kartöflum og smjöri. Mað- ur setur fiskinn út í sjóðandi vatnið, slekkur á hellunni og lætur hann standa í soðinu 6-7 mínútur.“ Og þar höfum við það.  uppSkrift silungur Silungur bestur soðinn Lj ós m yn d/ N or di c Ph ot os /G et ty Im ag es Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt HELGARBLAÐ – FULLT HÚS ÆVINTÝRA REYKJAVÍK • AKUREYRI ellingsen.is PIPA R\TBW A • SÍA • 121641 Stangveiðidagar ellingsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.