Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 56
40 veiði Helgin 1.-3. júní 2012 Fréttatíminn fékk hinn annálaða veiðimann stórlaxa, Hilmar Hansson, til að velja fyrir sig flugu vikunnar. Ekki úr vegi því Hilmar er einmitt eigandi veiðibúðarinn- ar Veiðiflugur við Langholtsveg 111. Enda vafðist þetta ekki fyrir okkar manni: „Já, ég er að hugsa um að velja Black Ghost sunburst með svörtum strípum í væng. Þessi fluga er ein allra besta sjóbirtings- og urriðafluga sem hönnuð hefur verið. Hér er hún hnýtt með kanínu- zonker, sem er þunn skinnpjatla, sem væng. Þannig er hún mun meira lifandi í vatninu. Ég mæli með því að hún sé í fluguboxinu þegar farið er í Þingvallavatn, Veiðivötn og sjóbirtingsveiði um allt land,“ segir Hilmar sem er fyrir lifandis löngu byrjaður að bóna línur í veiðibúð sinni. Þ ó konur séu, enn sem komið er, í talsverðum minnihluta meðal stangveiðimanna er Oddný Magnadóttir síður en svo einhver nýgræðingur við að sveifla flugustöng. Í sumar eru komin 24 ár síðan hún byrjaði að veiða. Og þar nýtur hún þess að eiginmaður hennar, Hilmar Hansson, er einn af helstu fluguveiðigeggjurum lands- ins. „Fyrsta stefnumótið sem Hilli bauð mér á var í Korpu (Úlfarsá). Og þar sat ég klukkan sjö að morgni með veiðistöng í annarri og þenn- an mann sem ég þekkti ekki neitt í hinni. Um hádegi fór ég síðan heim með nýgenginn maríulax og annan til og eftir það hef ég veitt með Hilla“ segir Oddný og kvartar ekki undan því að hafa lengstum verið kona í karlaheimi. „Ég á í einstöku sam- bandi við karlana, sem sýna mér endalausa virðingu og hrista ekk- ert hausinn yfir mér þegar ég veit ekki neitt. Ég hef eignast alveg frá- bæra vini í gegnum veiðina og búð- ina og tel ég mig afar lánsama að eiga marga af þessum strákum að.“ Og Oddný segir að þátttaka kvenna hafi aukist með árunum: „Konur eru orðnar mjög virkar í veiði og við eig- um margar alveg svakalega flottar veiðikonur. Allskonar veiðifélög og klúbbar eru í kringum konurnar og það er frábært að fylgjast með þeim þegar þær eru að græja sig upp fyrir túrana. Allt útpælt og mikil þekking í gangi.“ Ætluðu aldrei að stofna búð Veiðidellan leiddi þau hjón út í að stofna veiðibúð. Það stóð þó aldrei til heldur höguðu aðstæður því svo að þau neyddust nánast út í þá starf- semi: „Við ætluðum aldrei að opna búð. Þetta byrjaði sem lítil netversl- un vorið 2009 með flugurnar hans Jóns Inga Ágústssonar, en þegar fólk var farið að mæta heim til okk- ar á öllum tímum sólahrings til að skoða og kaupa ákváðum við að taka í gagnið bílskúrinn okkar og breytt- um honum í litla verslun og bættum við norska veiðivörumerkinu Guidel- ine. Það tók ekki nema sumarið að sprengja utan af okkur skúrinn og þá var tímabært að stækka. Í janúar 2011 opnuðum við síðan Veiðiflugur á Langholtsvegi 111.“ Oddný gerir ekki lítið úr því að mikil samkeppni sé á sviði veiði- verslunar, og hún er oft á tíðum hörð. „Sérverslanir veiðimanna eru margar, útivistarverslanir eru marg- ar með stórar veiðideildir og jafnvel heilt olíufélag er á þessum markaði. Við tökum samt ekki þátt í því verð- stríði sem geisar á markaðnum, en leggjum þeim mun meiri áherslu á gæðin og að bjóða þá bestu þjónustu sem völ er á. Það hefur skilað okkur lengst.“ Er allt í lagi með stangirnar, Oddný? En, það er um að gera að þýfga hina reyndu veiðikonu um það sem snýr að veiðinni sjálfri. Þá með hefð- bundnum stangveiðispurningum. „Stærsti fiskur sem ég hef veitt er 18 punda hængur sem ég tók í Stóru Laxá við hinn margfræga Stapa á Iðunni sem nú er horfinn. Þetta var brjálæðislega skemmtileg viðureign og nýgengin silfraður hængur sem náði mér nánast í öxl. Ómetanlegt!“ Oddný segir að sér þyki Þverá skemmtilegasta á sem hún veiðir. „Og svo á Svartá í Húnavatnssýslu stóran part í mér og þar hef ég tekið marga fallega fiska. Hver er eftir- lætis flugan? Stardust eftir Art Lee og svo er Ossa líka í uppáhaldi enda svolítið mín fluga, hnýtt af Hilla fyrir 18 árum síðan og orðin allfræg. Sú veiðistöng sem er í mestu uppáhaldi er perluhvíta LpXe RS stöngin sem ég eignaðist í fyrra. Hún er draum- ur.“ Sú spurning hver sé uppáhalds veiðifélaginn telst fremur heimsku- leg, það er að sjálfsögðu Hilli en þar á milli ríkir endalaus þolinmæði á báða bóga, að sögn Oddnýjar, sem ekki kemst hjá því, fremur en aðrir veiðimenn, að splæsa einni stuttri veiðisögu á lesendur: „Já, það gæti verið sagan af því þegar ég veiddi 18 pundarann í Stóru og því sem á eftir kom. Þetta var á þeim árum að svona fiskar voru bara teknir með heim og við Hilli vorum á leiðinni yfir mikið vað og í frekar ömurlegu veðri. Ég var látin taka stangirnar og Hilli bar fiskinn og þar sem við erum að feta okkur upp úr ánni og í skriðum með- fram ánni dett ég fram fyrir mig og á andlitið. Hilmar snarstoppar, snýr sér við og kallar: Er allt í lagi með stangirnar Oddný? Ég hef ekki borið margar stangir fyrir Hilla eftir það.“ Snillingar á Veiðimessu Þau hjónin ætla að efna til mikillar Veiðimessu 2012 sem stendur yfir þessa helgi, hefst á laugardaginn með því að sjálfur Klaus Frimor kastsnillingur kynnir Exceed-stöng- ina sem hann hannaði. Síðan rekur hver atburðurinn annan, kynning á Guideline-veiðivörum og Patag- onia-veiðifötum, veiðileyfakynning frá SVFR, Strengjum og Hregg- nasa svo eitthvað sé nefnt. „Og svo rekur hver atburðurinn annan. „Við verðum með kynningu á reyktum og gröfnum laxi frá Reykhúsinu Reyk- hólum. Ási og Gunni Helgasynir kynna og selja Leitina af stórlaxin- um og veiðiklóin Bubbi Morthens tekur nokkur lög fyrir gesti. Klaus Frimor verður með kastsýningu á túninu fyrir neðan Langholtsskóla við Holtaveg. Þar sýnir hann allar útfærslur af köstum og nokkur kast trikk sem engin má missa af.“ Jakob Bjarnar Grétarsson ritstjorn@frettatiminn.is  FluGa Vikunnar Black Ghost Sunburst laxveiðitímabilið að hefjast Opnað verður fyrir veiði í Norðurá í Borgarfirði næst- komandi þriðjudag, 5. júní. Formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur mun taka fyrsta kastið, að því er fram kemur í Skessuhorni. Þar segir enn fremur að menn hafi þegar séð til laxa víða í ánum enda margir óþreyjufullir að hefja veiðarnar. Frést hefur af löxum í Elliðaánum, í Laxá í Kjós og um síðustu helgi sáu menn laxatorfu vaða inn með Seleyri, gegnt Borgarnesi. „Þetta eru sennilega,“ segir í fréttinni, „laxar á leiðinni upp í Norðurá, Grímsá eða Kjarrá. Þá er lax mættur í Flókadalsá í Borgarfirði sem þykir frekar snemmt.“ - jh  StanGVEiði Hjónin saman í veiðinni í nær aldarfjórðung Fyrsta stefnumótið var í laxveiði Oddný Magnadóttir kallar ekki allt ömmu sína. Hún rekur, ásamt eiginmanni sínum Hilmari Hanssyni, veiðibúðina Veiðiflugur. Þó það hafi verið að breytast á undanförnum árum er veiðimennskan enn óttalegur karlaheimur. Oddný lætur þá hins vegar ekki komast upp með neinn moðreyk. Um helgina blæs hún, á vegum verslunarinnar, til heljarinnar veiðimessu þar sem fram koma stórstjörnurnar Bubbi Morthens, tvíburarnir Gunni og Ási Helgasynir að ógleymdum kastsnillingnum Klaus Frimor. Jakob Bjarnar Grétarsson ritstjorn@ frettatiminn.is Laxveiðimenn er farið að klæja í puttana. 00000 Veiðikortið 37 vötn Eitt kort 6.000 kr. www.veidikortid.is FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ H E LGA R BL A Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.