Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 16
Léttöl 7 dagar þangað til gleðin byrjar Fylgstu með okkur á facebook.com/carlsberg Þjóðverjum spáð sigri á EM Fréttatíminn fékk fjölda fólks til að spá fyrir um fjögur efstu liðin á EM sem hefst eftir viku. Gefin voru fjögur stig fyrir 1. sætið, þrjú stig fyrir 2. sætið, tvö stig fyrir 3. sætið og eitt stig fyrir 4. sætið. Yfirgnæfandi meirihluti spáir Þjóðverjum sigri en ljóst má vera að þeir, ásamt Spánverjum og Hollendingum, bera höfuð og herðar yfir önnur lið þegar litið er til væntinga fyrir mótið. „Einfaldlega bestir.“ „Á góðum degi stenst ekkert lið ríkjandi Evrópu- og Heimsmeist- urum snúning. „Eins og hjá Barcelona í Champions League er komið að smá stoppi á velgengni í bili.“ „Klárlega skemmtilegasti fótboltinn en tölfræðilega er ekki hægt að vinna EM tvisvar í röð.“ „Lykilmenn ekki í formi eða meiddir samanber Torres og Villa en gott lið sem nær alltaf langt en vinna ekki.“ „Það er ekkert hlaupið að því að verja titilinn og hefur ekki tíðkast. Það eru reyndar góðar líkur á að Spánverjar nái því, enda verður að viðurkennast að heimsmeistararnir eru klárlega með besta landsliðið.“ „Og eru Spánverjar ekki Villa-lausir? Það munar um minna.“ „Ógnvekjandi hvað þeir halda bolt- anum vel, en liðið er sennilegast ekki jafn sterkt og það var á HM í Suður-Afríku.“ „Koma brjálaðir eftir afdrif þeirra í meistaradeildinni.“ „Frábær liðsheild og gríðarleg gæði í leikmannahópnum.“ „Held að gósentími Spánverja sé liðinn í bili. Það er eitthvað að hökta hjá þeim án þess að endilega sé hægt að festa hönd á það hvað það er.“ „Þeir vinna ekki annað stórmót en verða nálægt því.“ „Spánverjar hafa unnið allt sem hægt er að vinna undanfarin ár – kannski eru þeir að verða saddir, en þeir munu þó nánast örugglega komast í úrslitaleikinn.“ „Munu sakna Carles Puyol og David Villa. Þeirra tími er að dvína.“ „Án Puyol er spænska landsliðið eins og paella án hrísgrjóna.“ „Enn besta liðið. En erfið tímabil hjá Real Madrid og Barcelona ásamt þeirri byrði að standa alltaf undir væntingum koma í veg fyrir sigur. Stjórinn er þó góður.“ „Þeir eru líklegastir ef eingöngu er horft á leikmannahópinn enda spilar liðið svakalega flottan fótbolta. Silfrið verður hinsvegar þeirra þar sem þeir mæta ekki til leiks á fastandi maga. Vel mettir af fjölbreyttum taps- réttum og spænskum „Bacalao” þurfa þeir að játa sig sigraða í úr- slitaleiknum.“ „Ég er viss um að Spán- verjar verða flottir fram í undanúrslit en þá mun umræðan um sögulega þrennu fara með þá og þeir tapa þá á dramatískan hátt fyrir Hollandi í mögnuðum undanúrslitaleik.“ „Auðvelda spáin er að ætla þeim sigur, en liðsheildin verður ekki sú sama og venjulega. Líklega gengur þeim erfiðlega að skora – og vörnin klikkar í föstum leikatriðum.“ „Kunna varla annað en að vinna en lykilmenn eru að missa áhugann.“ „Kóngarnir í knattspyrnuheiminum í dag verja titilinn.“ „Meistararnir eru afburðagóðir, en kannski brothættari nú en í síðustu tveimur keppnum.“ „Losna við að mæta Þjóðverjum, Frökkum og Ítölum þangað til í úr- slitaleik. Komast því líklega þangað en skortir kannski hungur til að vinna þriðja mótið í röð.“ „Spánverjar eru óstöðvandi og ekkert land mun ná að stöðva leikgleðina og samheldnina sem er í hópnum.“ „Alltaf eitt af betri liðunum.“ „Ég hef einfaldlega haldið með Hol- landi allar götur frá tímum Cruyff og ekki síður frá því þegar þeir voru bókstaflega lamdir niður með afar ósanngjörnum hætti í Argentínu, með sitt frábæra lið, ´78 – þegar Maríó Kempes var aðal spaðinn fyrir heimamenn. Ég hef svo sem ekkert meira fyrir mér með það. Þetta er sennilega óskhyggja fremur en nokkuð annað.“ „Hollendingar höfnuðu í öðru sæti á HM og eru með öfluga leikmenn sem geta unnið leiki upp á eigin spýtur. Þetta er kjörinn sýningar- gluggi fyrir Robin Van Persie ef hann er að hugsa sér til hreyfings.“ „Flottur fótbolti, flottir leikmenn og flott skipulag. Alltaf í topp 4 og hafa burði til að vinna mótið.“ „Þeirra tími er kominn. Liðið er skemmtileg blanda reynslubolta og rísandi stjarna.“ „Verða í fjórða sæti. En hverjum er ekki andsk..... sama hver nær 4. sætinu?.“ „Besta sóknarliðið í álfunni sem stendur, Huntelaar, Van Persie, Robben og Sneijder. Tapa með sæmd í úrslitum.“ „Eru alltaf helvíti góðir en bara næstum því.“ „Holland. Oft svo huggulegir karl- menn þar. Voru reyndar í öðru sæti á HM og eru svo sem til alls vísir.“ „Skemmtilegir einstaklingar en liðs- heildina hefur oft skort. Gæti verið þreyta í þeirra herbúðum.“ „Skemmtilegt lið og hefð sem hefur ekki uppskorið í töluverðan tíma.“ „Loksins munu Hollendingar ná að spila sem liðsheild og lenda lang- þráðum titli.“ „Eins og áður vantar Holland herslumuninn.“ „Með marga frábæra leikmenn en vandamál á bak við tjöldin gera það að verkum að það nær ekki alveg á toppinn. Ekki sannfærður um ágæti stjórans.“ „Ógnar sterkir fram á við með einn allra besta strikerinn í dag, Van Persie fremstan í flokki. Framlínan hjá þeim spilar í einhverju allt öðru en tréklossum og það eru engir túlípanar sem spila djúpt hjá þeim á miðjunni. Robben sýndi það í meistaradeildinni í ár að þar er einn allra besti knattspyrnumaður veraldar á ferð. Þeir fara langt en ekki lengra en bronsið.“ „Hollendingar eru með frábært lið en þurfa sætta sig við að fá silfur á öðru stórmótinu í röð. Þeir stoppa Spánverja í undanúrslitunum en tapa síðan fyrir Þjóðverjum í úrslita- leiknum.“ „Held að liðið mæti afslappað til leiks með besta framherja Evrópu í teigi andstæðinga. Í efsta styrk- leikalista UEFA, vel mannað, léttleik- andi og umfram allt skorandi.“ „Ógnvænlegur hópur en eins og svo oft áður verða þeir sjálfum sér verstir og stranda á þýska liðinu í úrslitum. Sorrí.“ „Voru í úrslitum HM síðast og hafa sennilega bara bætt sig síðan þá.“ „Boðberar nýrrar appelsínugulrar byltingar í Úkraínu.“ „Ef þeir klára þetta ekki núna vinna þeir aldrei stórmót.“ „Þeir appelsínugulu spila flottan bolta en klikka þegar mest reynir á.“ „Eru með mjög góðan hóp leik- manna og alvöru markaskorara, en þeirra lykilmenn á miðjunni virðast ekki í sínu allra besta formi og því fara þeir ekki alla leið.“ „Vel mannað og seigt lið. En því miður ekki hið hrífandi Holland sem við erum vön.“ „Þeir verða sprækir og fara létt í gegnum riðlakeppnina og verða taldir sigurstranglegir en munu tapa illa fyrir Spánverjum í undanúrslitum. Robin Van Persie mun fara á taugum og gera eitthvað af sér í ætt við Zidane, þó ekki svo grimmt.“ „Ég held að tími litlu, sætu, síðhærðu sólarana með hárband, (KR-ingar eru alltaf með einn slíkan sem þykir ægilega góður en kemur lítið útúr) sé liðinn. Slík tímabil vara yfirleitt skammt. Þýska stálið tekur þetta núna.“ „Þjóðverjar eru orðnir tveimur árum eldri, byggja á velgengninni á HM og hafa unnið alla leiki í undankeppninni. Þeir eru með skemmtilegt lið leikmanna sem hafa spilað vel með stórliðum á borð við Real Madrid, Bayern Munchen og Borussia Dortmund.“ „Þeirra tími er kominn aftur. Frábært lið í alla staði.“ „Gríðarlega agaðir, vinnu- samir og skipulagðir, allt sem þarf til að vinna fótbolta- leiki.“ „Varla veikan bletta að finna hjá sterku liði Þýska- lands sem spilar eiginlega á heimavelli. Neuer – Lahm – Schwein- steiger – Gómez er mænan hjá lands- liðinu og Bayern! Sigurvegarar og Bayern-leik- menn mæta hungraðir til leiks.“ „Stálið fer alltaf langt á seiglunni.“ „Fantagott og ungt lið á HM 2010 er núna enn betra og reynslumeira. Og langar svo miklu, miklu meira í sigur en Spánverja, sem eru saddir heims- og Evrópumeistarar.“ „Besta lið Evrópu um þessar mundir, Bayern plús Özil, Mertesacker, Podolski, Klose og Khedira, frábær heild, flottir einstaklingar, snjall þjálfari.“ „Ungt lið en með töluverða reynslu af stórmótum. Gætu komið á óvart.“ „Liðið var frábært á HM 2010 og nú gengur allt upp.“ „Gamli þýski hrokinn og trúin á því að þeir geti ekki tapað fleytir þeim langt, þrátt fyrir að Bayern hafi tapað á heimavelli í úrslitaleik í Meistaradeildinni.“ „Eins leiðinlegt og mér þykir að segja það þá mun Þýskaland ná langt á þessu móti, mögulega vinna það...úff.“ „Tími Þjóðverjana er núna. Frábær samsetning á liði, flestir á besta aldri með frábæran þjálfara og marga matchwinnera í liðinu.“ „Hafa verið við það að springa út og gera það núna. Eiga ótrúlega marga frábæra unga knattspyrnu- menn og eru með toppþjálfara.“ „Þetta verður þýskt sumar. Liðið er alltof vel mannað til þess að ná ekki langt í þessari keppni. Gomez verður markakóngur í ár og Özil leggur þau nokkur upp.“ „Það er komið að Þjóðverjunum að taka við af Spánverjum og ríkja næstu árin í alþjóða boltanum. Ungu strákarnir eru orðnir að mönnum og Bayern-mennirnir ætla ekki að fá fjórða silfrið í ár. Þýska stálið, með örlitlum suð- rænum áhrifum, er svo sannarlega efni í sigursælt landslið.“ „Ég held það skipti engu máli hvað gerðist í Meistaradeildinni, Þjóðverjar eru með frábærlega mannað lið. Þeir eru reynslunni ríkari eftir HM fyrir tveimur árum og EM 2008. Þýska stálið siglir alla leið í ár með Özil í broddi fylkingar.“ „Þétt lið sem fór ósigrað í gegnum undankeppnina.“ „Tek kolkrabbann, sem spáði þeim alltaf sigri, mér til fyrirmyndar.“ „Frábærlega skipulagðir, bein- skeyttir í sókn, með góða blöndu af ungum og spennandi leikmönnum ásamt reynsluboltum sem alla hungrar í sigur.“ „Efnilegasta kynslóð Þjóðverja í mannsaldur. Jafnvel þeir yngsu með reynslu af stórmótum. Klára dæmið núna.“ Þýskaland 128 Spánn 104 Holland 79 Framhald á næstu opnu 16 fótbolti Helgin 1.-3. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.