Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 78

Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 78
Þ ú skynjar mjög fljótt hverjir taka gríni og hverjir ekki. Það er þannig með allt fólk, suma hrekkirðu og aðra ekki. Þessi bók ætti að hjálpa fólki við að skilja hvernig þetta virkar,“ segir Logi Bergman Eiðsson sjónvarpsmaður. Logi situr um þessar mundir sveittur við skriftir á bók sem kemur út hjá Senu fyrir jólin. Bókin verður kennslubók í hrekkjum og Logi hefur lengi gengið með hana í kollinum. „Ég verð með sögur af góðum hrekkjum, aprílgöbbum og steggjunum auk þess að kenna fólki hvað má gera og hvað má ganga langt.“ Sjálfur er Logi mikill hrekkjalómur og þekktur vinnustaðagrínari. „Það er ákveðinn lífsstíll að vera vinnustaðagrínarinn, það er mjög gaman en um leið vandmeðfarið. Maður má nefnilega ekki eyðileggja eitthvað eða ganga of nærri persónulegum hlutum.“ Þegar Logi er beðinn að nefna hrekk sem er í uppáhaldi hjá sér rifjar hann upp sögu af ónefndri vinkonu sinni. „Þrjú ár í röð lét pabbi hennar hana hlaupa apríl með því að mæta í skólann um miðja nótt. Þá vakti hann hana klukkan fimm, breytti öllum klukkum í húsinu og sendi hana í skólann þar sem var auðvitað ekki nokkur sála. Mér hefur alltaf þótt þetta ofsalega skemmtileg saga.“ Logi er ósammála því að svona hrekkir séu bara bölvaður ótuktarskapur: „Hrekkir eru miklu meira en bara að hrekkja einhvern, þeir snúast um vináttu og kærleik. Það er mikill munur á hrekkjum og ein- elti, það tvennt á ekkert sameiginlegt.“ Logi hefur sjálfur verið duglegur við að hrekkja fólk í kringum sig. „Ég hrekkti Sölva Tryggvason einu sinni eftirminnilega. Þá setti ég sjálfvirkt svar á tölvupóstinn hans þannig að allir sem sendu honum póst fengu til baka: „Er að kúka – kem bráðum“. Þetta gekk í heilan sólarhring og hann gat ekki annað en tekið þessu vel.“ -hdm Logi Bergmann er að safna sögum af skemmtilegum hrekkjum fyrir væntanlega bók. Fólk getur haft samband við hann í gegnum Facebook ef það hefur ábendingar um efni í bókina. Ljósmynd/Hari  Bækur Logi Bergmann Lætur gamLan draum rætast Skrifar kennslubók í hrekkjum Ó lafur hefur í áratugi gætt þess að hreyfa sig að minnsta kosti 50 mín-útur á dag. Venjulega byrjum við daginn með kraftgöngu með Sámi. En ég held að hann hafi farið að borða hollari mat eftir að við kynntumst, hann borðar núna meira grænmeti og færri vínarbrauð,“ segir forsetafrúin Dorrit Moussaieff í samtali við Fréttatímann þegar hún er spurð um líkam- legt atgervi bónda síns. Hjónin voru í heimsókn í Latabæ og þótt Ólafur Ragnar hafi ekki tekið flikk-flakk og handstöðu í búningi íþróttaálfsins lét Dorrit sig ekki muna um að skella á sig bleiku hár- kollunni hennar Sollu stirðu og taka nokkrar æfingar. Dorrit, sem er 62 ára, er enda stór- glæsileg og í frábæru formi. Í viðtali við Fréttatímann fyrir tveim- ur vikum sagði Dorrit að hún hafi alla tíð hugað að mataræðinu og hreyfingu. „Ég fer í jóga, stunda Pilates og teygi. Ég hef aldrei reykt, borða ekki mikið hveiti og ekki mikinn sykur. Ég hef alltaf hugsað um það sem ég set ofan í mig. Þannig líður mér betur. En ég borða sykur þegar ég er í vondu skapi og get þá ekki rennt buxunum upp næsta dag,“ sagði Dorrit. Hjónin hafa fylgst vel með uppgangi Latabæjar á undan- förn- um árum. „Það er magn- að að koma inn í tökur á þáttunum og hitta á annað hundruð manns sem starfa að því að gera drauma Magnúsar að veruleika. Skilaboð þáttanna eru gríðarlega mikilvæg. Offita er einn stærsti heilsufarsvandi Vesturlanda og þættirnir hvetja börn til að hreyfa sig meira og borða hollan mat. Latabæjarævintýrið er dæmi um verkefni sem við höfum lagt lið með því að kynna það fyrir fólki, meðal annars í Bandaríkjunum, Kína, Mexíkó og víðar. Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með því vaxa og dafna. Latibær hefur sýnt að það er hægt að gera allt á Íslandi,“ segir Dorrit. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is  skemmtun ForsetahjÓn í LataBæ Hitti Dorrit og hætti að borða vínarbrauð Forseta- hjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff heimsóttu Latabæ á miðviku- daginn. Dorrit skellti sér í gervi Sollu stirðu en Ólafur Ragnar lét búning íþróttaálfs- ins vera. Stórveisla í Hörpu Og meira af Einari Bárðarsyni tónleikahaldara. Hann hefur boðið til veislu um helgina þar sem hann fagnar bæði fertugsafmæli sínu og útskrift úr MBA-námi í Háskólanum í Reykjavík. Að sjálfsögðu dugar ekkert minna en Harpan undir slíka veislu. Gestum er lofað veitingum að evrópskum hætti og veislustjóri er enginn annar en Jakob Frímann Magnússon. Hann beinir þeim tilmælum til þeirra sem halda vilja ræður að þeir verði bæði knappir og hnyttnir í máli sínu. Diana Krall kemur til Íslands Elvis Costello er væntanlegur til landsins á fimmtudaginn en hann leikur sem kunnugt er á tónleikum í Hörpu sunnudagskvöldið 10. júní. Costello fær nokkurra daga frí frá annasömu tónleikaferðalagi hér og er eiginkona hans, söngkonan Diana Krall, væntanleg hingað með honum. Krall hélt tónleika hér á landi fyrir næstum áratug og þá kom Costello með sem óvæntur gestur. Einar Bárðarson tónleikahaldari var sendur út á flugvöll til að sækja Dylan nokkurn McManus og brá nokkuð í brún þegar goðið gekk út úr tollinum. Vináttu tókst með Einari og þeim hjónum og var þá þegar fastmælum bundið að Costello héldi einhvern tímann tónleika á Íslandi. Þá er verið að skoða möguleika á því að Diana Krall haldi tónleika í Hörpu í desember. Fögnuðu heimsmeistaratitli Vertarnir Kormákur og Skjöldur buðu til veislu á Ölstofunni á miðvikudag. Þar fögnuðu þeir því að bjórinn Bríó hlaut gullverðlaun í stærstu bjórkeppni heims, World Beer Cup, á dögunum. Bríó er framleiddur af Borg brugghúsi en hann er nefndur eftir vini veitingamannanna, fjölllistamanninum Steingrími Eyfjörð Guðmundssyni sem lést árið 2009. Bríó hefur aðeins verið fáanlegur í þremur Vínbúðum en í kjölfar aukinna vinsælda mun þeim fjölga í fimmtán. Meðal kunnra andlita sem þekkja mátti á Ölstofunni á miðvikudag var Jón Þór Birgisson, Jónsi í Sigur Rós. „Hann borðar núna meira grænmeti og færri vínar- brauð“ Dorrit með frægustu bleiku hár- kollu heims. Forsetahjónin ásamt íþróttaálfinum og Sollu stirðu. H E LGA R BL A Ð 62 dægurmál Helgin 1.-3. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.