Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 60
44 grilltíminn Helgin 1.-3. júní 2012  KolastrompurÁvextir á grillið Fleira má grilla en kjötmeti og fisk. Grænmeti getur reynst ljúffengt af grillinu og ávextir líka. Flestar tegundir ávaxta henta en sérstaklega má mæla með perum, ferskjum, ananas og mangó – ávextir einstaklega vel til þess gerðir frá skaparans hendi að fá á sig grillrendur. Ávextina má skera í hentuga bita, skífur eða ræmur og setja beint á grillið en ef menn gefa sér tíma til að bræða örlítið smjör eða kókósolíu, allt eftir smekk, setja jafnvel slettu af hunangi út í, smyrja blöndunni svo heitri á sárið og strá sykri yfir getur þetta reynst himneskt. Grillið ávexti við frekar háan hita í tvær til þrjár mínútur á hlið. Grilltíminn fer þó efir þykkt skurðarins og ef sneiðarnar eru mjög þykkar gæti þurft aukahita – þá óbeinan hita og undir loki. Sletta af þeyttum rjóma eða ís hefur svo aldrei skemmt fyrir, í lokin. Laukhreinsun Það verður bara að segjast alveg eins og er: Margur er ekki mjög duglegur við að halda grillinu hreinu. Þetta er auðvitað háttur slúbbertsins en kemur fyrir á bestu bæjum. Grindinni má koma í gang með því hita hana vel á grillinu og bursta hana þá með vírbursta og strjúka svo vel yfir með hálfum lauk. Passa bara að það sem fer næst á grillið þoli örlítinn laukkeim – en sælkerar fúlsa alla jafna ekki við slíku. KJÖTbúðin GrensásvegOpið: mán-fös 10-18:30, lau 11-16, sun lOkað mesta úrval landsins af hambOrgurum allir hamborgarar frá okkur innihalda aðeins 100% hreint nautahakk allt nautakjöt í kjötborðinu okkar er full meirnað og tilbúið á grillið 90 gr - 140 gr - 200 gr einnig erum við með 140 gr bacon og bbQ hamborgara, 200 gr bbQ hamborgara og svo okkar vinsælu 140 gr lambakjöts hamborgara Haraldur Jónasson hari@ frettatiminn.is E kki er hægt að ganga um hverfið eftir vel sólbakaðan dag án þess að einhver sé að kveikja upp í sínu grilli. Því miður er fyrsta vísbendingin sú bensínstækja sem kemur af grillkveikivökva sem flestir nota til að koma báli á kolin. Þetta ber náttúrulega að stöðva; bensínbragð og lykt af því fara ekki vel saman með rándýrri prime rib-steik. Þá eru góð ráð dýr – eða hvað? Delúx-útgáfur kolagrilla koma oft með innbyggðum hitara, yfirleitt þá með gasi. Það sem einfaldast er þó að brúka er strompa-startari. Þetta undratæki hitar kolin upp á mettíma með því að kveikja í, þótt ótrúlegt megi virðast, tveimur gömlum dagblaðsopnum. Ekki er verra að góð hreinsun getur reynst fyrir hugann að brenna leiðindum gærdagsins á þennan hátt. Kjötbitinn snöggsviðinn Reyndar geta reynst fleiri not fyrir þennan ágæta stromp en ætla mætti við fyrstu sýn því á honum má grilla beint; hvunndags mat, pylsur eða borg- ara – þarf passa að nota ekki of mörg kol: Ekki einu sinni botnfylli heldur fjóra til fimm mola eða þar um bil. Sé kvikindið hins vegar rúmlega botnfyllt verður til hiti sem á sér helst jafningja í yfirborði sólar. Þann hita er kjörið að nota til þess að snöggsvíða góðan kjötbita en hann verður seint notaður til þess að hægelda nokkurn skapaðan hlut. Til þess að grilla fanta- góða steik á kolastrompi þarf að passa að grindin sem sett er ofan á strompinn sé nógu stór til þess að koma kjötinu í var. Því það mun blossa upp eldur. Snúa þarf kjötinu aðeins oftar en góðu hófi gegnir en þar sem þetta er ekki tækni til þess fallin að fá fallegar grillrendur í kjötið heldur er beinlínis verið að svíða eina stóra rönd á allt kjötið, er það í lagi. strompagrill Að öllum líkindum mun taka nokkrar tilraunir að fullkomna þessa aðferð en þegar henni er náð er líka fjör á Fróni. Í sæmilega þykka prime rib- eða rib eye-steik þarf að elda þetta um það bil í tvær til þrjár mínútur á hlið en aldrei fara svo mikið sem tvo til þrjá metra frá strompnum því þá er kominn auka kolamoli í hús. Önnur tækni til að svíða kjöt með stromp- inum án þess að eiga á hættu að eldurinn breyti öllu í ösku áður en kjötið eldast er að fylgja þeim leiðbeiningum sem sjá má hér að ofan en í staðinn fyrir að setja steikina ofan á strompinn er hann látinn yfir kjötbitann. Gæta þarf þess að slá mestu öskuna af kolunum áður en strompurinn fer ofan á. Tilvalið er að rétt svíða ketið áður en eldamennsk- unni er svo lokið á venjulegu grilli við miðlungs hita undir loki. Svo þarf væntanlega ekki að taka fram að hvíla þarf kjötið vel áður en hnífnum er komið í kúna. Steikin strompuð „Sól og grill fara saman eins og... eitthvað sem fer alveg sérstaklega vel saman en ég man ekki alveg í augna- blikinu hvað er – alla vega mjög vel,“ segir Haraldur Jónasson sem leiðir lesendur Fréttatímans um ævin- týraheima grill-elda- mennsk- unnar. Hari hefur ráð undir rifi hverju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.