Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 26
Á sthildur Cesil Þórðar- dóttir hefur reynt mikið. Árið 2009 lést sonur hennar, Júlíus Kristján Thomassen, sem hafði háð baráttu við fíkniefni frá unga aldri og í byrjun maí lést barnsmóðir hans, Jóhanna Ruth Birgisdóttir. Hún hafði einnig barist árum saman við fíknina. Júlíus og Jóhanna skildu eftir sig fimm börn. Þar af áttu þau eitt saman, Úlf, sem er 15 ára og býr hjá Ásthildi ömmu sinni á Ísafirði. Ásthildur hefur alla tíð barist fyrir son sinn. Hún barðist fyrir því að koma honum í meðferðir, barðist fyrir því að hann þyrfti ekki að sitja í fangelsi þegar sonur hans fæddist, barðist fyrir því að hann fengi ökuréttindi að nýju eftir að hafa verið sviptur ævilangt, hún barðist fyrir því að hann þyrfti ekki að sitja af sér dóm á Litla Hrauni heldur fengi að afplána í Kópavogsfangelsi þar sem ekki er jafn mikil harka. Hún hætti aldrei að berjast. Og sama gerði hún fyrir tengdadóttur sína, Jóhönnu Ruth, þegar hún varð hluti af fjölskyldunni árið 1996. Hún barðist. Stundum vann hún sigra en oftar laut hún í lægra haldi. Ásthildur á þykka möppu af skjölum sem hefur að geyma öll þau bréf sem hún hefur sent og fengið og tengjast málum sonar hennar og tengdadóttur. Þau spanna ófáa tugina. Vissi ekki af óreglunni „Ég vissi ekki af því að Júlli væri kom- inn í óreglu fyrr en það komst upp um hann og félaga hans þegar þeir voru um það bil 15 ára. Hann sagði mér síðar sjálfur að hann hafi byrjað að drekka 12 ára og fljótlega farið í pillur, svo sem sjóveikipillur. Ég sá þess aldrei nein merki,“ segir Ásthildur. Við sitjum í gróðurhúsi Ásthildar, umluknar gróðri. Þetta er eins og annar heimur. Fjögurra metra hár, fallega snyrtur sýprusviður trónir yfir okkur og vínviður teygir sig um veggina. Stórir skrautfiskar synda í tjörn en Ásthildur hefur slökkt á gosbrunninum svo vatnshljóðið trufli okkur ekki í við- talinu. Ásthildur býr í „Kúlunni“ sem hún kallar svo. Kúluhúsi í fjallshlíð ofan Skutulsfjarðarbrautar á Ísafirði sem er hálft íbúðarhús og hálft gróðurhús. Hér bjó líka Júlíus og þrjú systkini hans, Ingi Þór, sá elsti, Bára og þá Skafti sem eru yngstur. Og hér býr Úlfur. „Júlli var alltaf fyrirferðarmestur og hávaðasamastur í skóla og gekk alltaf lengst,“ segir Ásthildur þegar hún er spurð hvernig barn Júlíus hafi verið. „Úlfur, sonur hans, er greindur með ADHD og ætli Júlli hafi ekki verið þannig líka. Júlli var mjög glaður strákur og mikill prakkari. Skólakerfið hentaði honum ekki og hann varð fyrir hálfgerðu einelti af sumum kennurum og skólastjóra og var alltaf kennt um allt sem gerðist enda varði hann sig aldrei. Á endanum var hann rekinn úr skólanum og kom ég honum þá fyrir á Klúku í Bjarnarfirði. Þar leið honum vel og var vel liðinn. Hið sama gerðist í gagnfræðaskóla. Þegar hann hætti í gagnfræðaskóla fór ég með hann í Laugar í Þingeyjarsýslu. Þar var hann mjög ánægður og fékk bestu einkunn- irnar, var í leiklist og naut sín og var vel liðinn. Ég held að hann hafi ekki verið í neyslu þar. Fyrst eftir að Júlli kom aftur vestur var mjög gott ástand á honum en svo datt hann í sama munstrið. Auðvitað vilja félagarnir ekki að einhver hætti, þeir vilja halda hópinn.“ Engar áhyggjur af Úlfi Úlfur er á leið út að hitta vinina þegar við Ásthildur erum að tala saman. Hann heilsar af kurteisi, virðist glaðlyndur drengur og talar fallega til ömmu sinn- ar. Hann er sláandi líkur pabba sínum ef dæma má af myndinni sem er framan á sálmaskrá sem liggur á borðinu fyrir framan okkur. Við hliðina á henni er sálmaskrá frá útför móður hans. Þegar Ásthildur er spurð hvort hún sé hrædd um Úlf brosir hún og svarar umsvifa- laust: „Nei. Hann er í svo flottum félags- skap. Þetta eru svo flottir strákar sem eru ekki í neinu rugli,“ segir hún. „Auð- vitað er ég alltaf á varðbergi og er farin að þekkja hegðunarmynstrið,“ bætir hún við. „Hann er voða ljúfur og góður. Rosalega líkur pabba sínum.“ Úlfur bjó hjá mömmu sinni þangað til hann var sex ára. „Hún var upp og nið- ur, ég veit ekki í hversu mikilli neyslu. Hún stóð sig alveg ágætlega sem móðir og sinnti Úlfi vel en þegar hann byrjaði í skóla gat hún ekki séð til þess að hann mætti í skólann. Ég kóaði endalaust með henni en svo var gripið inní. Hann var tekinn af henni og komið í fóstur hjá mér. Þetta var sár tími, bæði fyrir hana og mig.“ Aðspurð segir Ásthildur að Jóhanna hafi tekið því frekar illa þegar Úlfur var tekinn af henni.“Við vorum samt alltaf vinkonur. Ég held hún hafi skilið þetta.“ Aðspurð segir Ásthildur að það hafi ekki verið mikið áfall fyrir Úlf að flytja Við þurfum að hjálpa fíklum í stað þess að refsa þeim. Það þarf að bjóða upp á lokaða meðferð í staðinn fyrir fangels- isvist. Þau áttu aldrei von – ekki þau saman til ömmu sinnar. „Hann var sín fyrstu ár hér inni á heimilinu og kom á hverjum degi. Þetta var hans annað heimili. Hann vissi að mamma hans væri góð mann- eskja en virtist alveg skilja það að hún væri bara veik.“ Fjármagnaði neysluna með inn- brotum Júlíus fór fljótlega að fjármagna neyslu sína með afbrotum líkt og títt er meðal fíkla. „Krakkar sem eru orðnir fíklar þurfa að fjármagna neysluna sína ein- hvern veginn og fara þá að brjótast inn. Það er tekið mjög hart á því og um leið eru þeir orðnir glæpamenn en eru í raun og veru fórnarlömb,“ segir Ásthildur. „Í stað þess að sjá í gegnum fingur sér og reyna að beina þeim á rétta braut eru þau meðhöndluð eins og þau séu ekki hluti af mannlegu samfélagi. Smám saman brotnar öll sjálfsvirðing hjá þeim og það verður ekkert eftir. Þetta var orðið ansi erfitt.“ Ásthildur segist hafa átt ágætt sam- starf við lögregluna á Ísafirði í gegnum árum. „Ég er mest reið út í kerfið og fang- elsisyfirvöld vegna þess að þar er enginn sveigjanleiki neins staðar. Ég hef mikið reynt að tala fyrir lokuðum meðferðarúr- ræðum en það hefur engu skilað.“ Júlíus og Jóhanna tóku saman árið 1996. „Dag einn kom Júlli heim með Jóhönnu og spurði hvort þau mættu flytja til okkar. Ég var ekki heima akkúrat þá en Elli, maðurinn minn, sagði að þau mættu það ef þau væru ekki í neyslu. Þá kom stoltið upp í Júlla og hann fór og fékk að gista hjá vini sínum. Svo varð Jó- hanna ólétt. Það tók mig hins vegar fleiri Ásthildur Cesil Þórðardóttir missti son og tengdadóttur en þau létust vegna ofneyslu fíkniefna eftir áratuga langa baráttu. Hún elur nú upp son þeirra, Úlf, sem hefur því misst bæði móður og föður. Hún segir Sigríði Dögg Auðunsdóttur frá baráttunni við kerfið, biðinni eftir að koma barninu sínu í meðferð, af andlitslausa óvininum og fíklinum sem kom í stað barnsins. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is Framhald á næstu opnu 26 viðtal Helgin 1.-3. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.