Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 38
6 STYRKTARFÉLAG LAMAÐR A OG FATLAÐR A − AFMÆLISRIT 60 ÁRA SLF 1. júní 2012 Grófhreyfifærni Með grófhreyfifærni er átt við ýmsa færni sem krefst vöðva- styrks, jafnvægis, samhæfingar og úthalds. Þegar grófhreyfiþroski er seinkaður er vöðvastyrkur oft slakur og er stundum talað um lága grunnvöðvaspennu. Börnin byrja þá oft seinna að ganga, hlaupa, hoppa og eru óstöðugri en jafnaldrar. Þau hafa minna úthald til lengri gönguferða og eru oft lengur að ná tökum á að hjóla án hjálpardekkja. Hlaupahraði og snerpa eru slök og þau ná ekki að halda í við leikfélaga sína. Börnin sækja því oftar í rólega leiki og inniveru og geta því dregist enn frekar aftur úr jafnöldrum í hreyfi- leikjum. Þetta getur haft áhrif á þróun sjálfsmyndarinnar, þau eru í ákveðinni hættu á að einangrast og verða vinafærri. Fínhreyfifærni Með fínhreyfifærni er átt við leikni og lipurð við handbeitingu, fingrafimi og samhæfingu augna og handa. Þegar fínhreyfiþroski er seinkaður eru börnin klaufsk við ýmsar athafnir sem krefjast þessarar leikni. Grip um skriffæri er oft óþroskað og erfiðleikar sjást við að beita skriffæri sem hefur áhrif á skriftargetu og teiknifærni. Teikningar eru oft einfaldari en aldur segir til um. Börnin eiga erf- itt með að halda sér innan marka þegar þau lita og erfiðleikar sjást við beitingu skæra. Í daglegum at- höfnum koma fram erfiðleikar við að klæða sig, hneppa, renna renni- lás, reima og jafnvel að snúa fötum rétt. Við matarborðið eiga þau erfitt með að nota hníf og gaffal og sulla meira niður en jafnaldrar. Samhæfing og skynjun Góð skynúrvinnsla er forsenda eðlilegrar hreyfifærni. Ýmis skynóreiða (úrvinnsla skynboða) fylgir gjarnan hreyfiþroskaröskun og samhæfing hreyfinga reynist þessum börnum erfið. Þau eru lengur að ná tökum á boltafærni; að kasta, grípa, rekja bolta og sparka. Þá eiga þau oft í erfið- leikum með að valhoppa, hoppa sundur og saman og að hoppa á öðrum fæti. Þau eru einnig lengur að læra að hjóla og vera á hlaupa- hjóli en jafnaldrar þeirra. Málþroski Seinkaður málþroski og/eða óskýr framburður fylgir stundum hreyfi- þroskaröskun og getur verið haml- andi í leik með öðrum börnum. Hvað er hreyfiþroskaröskun? Þegar talað er um hreyfiþroskaröskun er átt við að gróf- og/eða fínhreyfifærni barns sé seinkuð miðað við meðalgetu jafnaldra. Hreyfiþroskaröskun Ráðgjöf til foReldRa Líkamsstaða og líkams- vitund Þegar börn hafa slakan vöðvastyrk hefur það áhrif á líkamsstöðuna. Þau sitja til dæmis oft illa við borð og slök líkamsvitund veldur því að þau finna ekki hvernig þau geta hagrætt sér betur við vinnu verkefna sem getur komið niður á árangri. Þau átta sig oft ekki á að hag- ræða fötunum rétt og eiga það til að fara í krummafót. Þau hafa ekki fulla stjórn á hreyfingum sínum, rúm- og stöðuskyn er oft skert, þau rekast því oftar utan í önnur börn og hluti og eru dettin. Þetta getur valdið því að þau lenda frekar í árekstrum við önnur börn. Hvaða börn eru þetta? Sum börn eru eingöngu greind með hreyfiþrosk- aröskun. Önnur börn með þessa greiningu hafa einnig aðrar greiningar, til dæmis einhverfu, þroskahömlun og ofvirkni. Þetta er því ólíkur hópur Í iðjuþjálfun er meðal annars unnið með fín- hreyfingar. Grunnur framfara í hreyfi- þroska er hreyfing. Hreyfing eflir vöðva- styrk, úthald, jafnvægi og líkams- vitund. Hjalti Geir er kraftmikill fót bolta strákur, Vals- ari í húð og hár og skilur boltann aldrei við sig. Hann er næstelstur fjögurra systkina en for- eldrar þeirra eru Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir og Guðmundur Magnússon. Hjalti Geir hefur verið í þjálfun hjá Æfingastöðinni frá því að hann var nokkurra vikna gamall, fyrst sjúkraþjálfun en síðar iðjuþjálfun. Við spjölluðum við Jóhönnu Vigdísi móður Hjalta Geirs. „Það kom fljótlega í ljós að Hjalti Geir þyrfti stuðning, hann þyrfti þjálfun til að efla hann og styrkja til að takast á við lífið. Hann byrjaði í sjúkraþjálfun hjá Unni Guttormsdóttur strax nokkurra vikna gamall og hefur verið í einhvers konar þjálfun hjá Æfingastöðinni við Háaleitis- braut síðan þá, en hann verður fjórtán ára í ágúst.“ Aðferðir til að auðga líf barnanna Jóhanna Vigdís bætir því við að starfið sem unnið er á Háaleitisbrautinni sé ómetanlegt fyrir alla, starfið sé vissulega mikilvægt fyrir börnin, en ekki síður fyrir fjölskyldurnar að baki þeim. „Starfsfólkið er duglegt við að kenna okkur eitthvað nýtt svo sem aðferðir til að auðga líf barnanna okkar og gert þau færari við að tak- ast á við dagleg verkefni. Það sem er sjálfsagt og auðvelt fyrir langflesta, eins og til dæmis að skrifa nafnið sitt, getur verið flókið verk fyrir annan. Ég lít svo á að Háaleitisbrautin sé þunga- miðjan í lífi margra fjölskyldna, sem þurfa á þjónustunni að halda. Það er ekkert sem gleður foreldra jafn mikið og að horfa á börnin sín taka framförum. Á Æfingastöðinni taka börnin alltaf framförum, stundum gengur það kannski hægt, jafnvel mjög hægt, en alltaf áfram.“ Reykjadalur ánægjuleg viðbót Hjalti Geir hefur farið í Reykjadal, sumarbúðir Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og segir Jóhanna Vigdís að það sé ein ánægjulegasta viðbót sem um getur. Hún viðurkennir þó að hún hafi verið full tortryggni að láta barnið sitt frá sér í heila viku. „Flestir sem eiga börn sem glíma við fötlun vilja vernda þau og styrkja og eiga oft erfitt með að treysta öðrum fyrir velferð þeirra. Frá þeirri mínútu sem við stigum inn í Reykjadal vissum við að þetta var staðurinn fyrir Hjalta Geir. Hann bókstaflega ljómaði frá fyrstu stundu. Hann mátti varla vera að því að kveðja okkur. Ég veit að Hjalta Geir finnst rosa- lega gaman í Reykjadal og allt sem þar er gert er ekkert annað en gæðastundir í lífi hans og nú er svo komið að hann fer í tvær vikur í sumar og getur varla beðið,“ bætir Jóhanna Vigdís við áður en hún kveður. Bestu meðmælin koma að sjálfsögðu frá börnunum sjálfum. Ekkert gleður meira en að sjá börnin sín taka framförum Viðtal jóhanna Vigdís hjaltadóttiR móðiR hjalta geiRs Hjalti Geir skilur boltann helst aldrei við sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.