Fréttatíminn - 01.06.2012, Side 70
Helgin 1.-3. júní 201254 tíska
5
dagar
dress
„Ég get stundum verið hálfgerð
lufsa. Hendi mér oft bara í það
sem hendi er næst og vona að það
besta í sambandi við útkomuna,“
segir hin tvítuga Rakel Matthea
Dofradóttir. „Ég hugsa alls ekki
mikið um það hvað er í tísku og
kaupi bara það sem ég fíla og fer
mér vel.
Ég er búin að vinna í Sautján
síðasta árið svo ég hef keypt mikið
af mínum fötum þar. Annars finnst
mér gaman að kíkja í Topshop og
Zöru hér heima en Urban Outfit-
ters, Monki og American Apperal
eru í miklu uppáhaldi ef ég á leið
til útlanda. Ég á endalaust mikið af
skóm og sólgleraugum – aukahlutir
sem ég get keypt endalaust af.“
tíska
Kolbrún
Pálsdóttir
skrifar
Upplifði hátíðina í
Cannes á nýjan hátt
Hin árlega kvikmyndahátið í Cannes fór fram á dög-
unum en þangað mættu stjörnurnar í sínu fínasta
pússi og örkuðu rauða dregilinn. Straumur ferða-
manna mætti á svæðið, fleiri en nokkru sinni, í von
um að fá að sjá stjörnurnar með sínum eigin augum.
Ég var ein af þessum fjölmörgu ferðamönnum, þó
ekki í þeim tilgangi að sjá stjörnurnar, en ekki sakaði
þó að kíkja á niður á strönd þar sem hátíðin fór fram
og vonast eftir því að sjá frægum andlitum bregða
fyrir meðal ferðamanna.
Ég rétt náði síðustu metrunum af hátíðinni og naut
mín í botn.
Klæðnaður stjarnanna á hátíðinni í ár var heldur
frábrugðinn því sem áður hefur sést. Stelpurnar frá
Hollywood klæddust svarta „litnum“ í auknum mæli,
en í fyrra var hvíti „liturinn“ ásamt björtum sumar-
litum eftirsóttastir. Ætli það hafi ekki verið rigningar-
veðrið í ár sem fékk stjörnurnar til þess að klæðast
þessum dimma lit. Kjólarnir voru í stíl við dökkan
himininn. En þrátt fyrir litlausan klæðnað og leiðin-
legt veður, voru stelpurnar á rauða dreglinum fagrar
sem aldrei fyrr. Þær svifu um í hátískulegum fatnaði
frá helstu hönnuðum heims og kepptust við að hreppa
titilinn „best klædd í Cannes”.
Þessi hátíð er gríðarlega skemmtileg, með skemmti-
legri viðburðum og fjölbreytt á allan hátt. Það er
gaman að fá að upplifa þessa hátíð og fylgjast með í
þetta mikilli nálægð, þegar maður hefur séð hana ár
eftir ár á veraldarvefnum. Þetta er svo miklu stærra
og flottara en ég hafði nokkru sinni ímyndað mér.
Þriðjudagur
Skór: Gs skór
Buxur: Diesel
Bolur: Sautján
Jakki: Sautján
Kross: Fas-
hionology
Hattur: Sautján
Mánudagur
Skór: Nasty Gal
Buxur: American
Apperal
Skyrta: Sautján
Vesti: Spúútnik
en setti gaddana
á sjálf
Miðvikudagur
Skór: Dr Martens
Kjóll: Religion
Jakki: Beyond Retro
Fimmtudagur
Skór: Dr Martens
Buxur: Topshop
Skyrta: American
Apperal
Jakki: Cornel
Föstudagur
Skór: Gs Skór
Buxur:
Sautján
Skyrta:
Sautján
Peysa: Zara
Hugsar ekki
mikið um
tískuna
Þægindin eru aukaatriði
„Fólk segir að ég sé meistari í að búa til
óþægilega kvenmannsskó. Það getur vel
verið, en það er samt ekki viljandi. En það
er rétt, ég einblíni ekki á þægindin þegar
ég hanna skó. Mitt forgangsverkefni er að
hanna glæsilega, fallega og kynþokka-
fulla skó sem líta vel út. Þægindin eru aukaatriði og ekki
þar sem áherslan liggur. Þegar ég hef svo lokið teikning-
unum fæ ég menn sem sjá til þess að hægt sé að ganga á
skónum. Það er ekki
mitt við að eiga,“
sagði hönnuðurinn
Christian Louboutin
í viðtali við breska
tímaritið Vogue
á dögunum um
sína svívinsælu
skóhönnun.
Elskar að
klæðast hári
Söngkonan Lady Gaga,
sem þekkt er fyrir að
klæðast skemmtilegum
og frumlegum búningum,
elskar að klæðast hári.
Hún hefur ósjaldan sést
í búningum sem gerðir
eru úr hári og eru þeir
flestir hannaðir af há-
tískuhönnuðinum og vini
hennar Nicola Formichetti.
Hönnuðurinn viðurkennir
að þetta séu yfirleitt
óþægilegir búningar sem
erfitt er að skemmta í en
söngkonan hefur ekki enn
tjáð sig um málið.
Tískugagnrýnandinn með
fatalínu
Giuliana Rancic, sem best þekkt
er fyrir þátt sinn Fashion Police
á sjónvarpstöðinni E!, vinnur nú
að nýrri fatalínu í samstarfi við
fyrirtækið HSN. Fatalínan, sem
hefur fengið nafnið G by Giuliana,
er væntanleg á Bandaríkjamarkað
seinna á þessu ári og verður
fatnaðurinn, samkvæmt Giuliana,
fáanlegur á afar viðráðanlegu
verði. „Þetta verður fatalína sem
allir ættu að hafa efni á. Þægindin
verða í fyrirrúmi en á sama tíma
verða fötin mjög flott og nútíma-
leg,“ sagði sjónvarpsstjarnan í
þætti sínum á dögunum.
Hönnuðurinn Christian Louboutin.
Nordic Photos/Getty Images