Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.09.2012, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 14.09.2012, Blaðsíða 6
Lyfjaval.is • sími 577 1160 Bílaapótek Hæðasmára Mjódd Álftamýri 15% afsláttur Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? LAMPAÚRVAL Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum Ryco LCB-T5003 T5 lampi 13W með 1,8 m snúru 59 cm 2.590Ryco LDL-MD418A lampi m.grind 4x18W T8 62x60x8 cm án peru 7.990 Ryco LDL-MD236A lampi m.grind 2x36w T8 122x30x7,5cm án peru 6.990 Ryco LCL-M1036 T8/G13 lampi 36W 122 cm 2.490m/peru Ryco lampi án peru hvítur spegill 2x36W 4.690 Ryco LCL-M2 T8 lampi 2x36W 113 cm IP30 7.990 Lækkun á yfirborði Tjarnarinnar getur skaðað lífríkið næst bökkunum nái þeir að þorna upp.  Umhverfismál lækkUn yfirborðs Tjarnarinnar Slæm áhrif á lífríkið Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is Yfirborð Tjarnarinnar í Reykjavík var lækkað í nokkra daga í síðustu viku vegna viðgerða við kant og göngustíg meðfram Tjörninni. Lækkun yfirborðs- ins getur haft slæm áhrif á lífríki Tjarn- arinnar, að sögn Þórólfs Jónssonar, garð- yrkjustjóra Reykjavíkurborgar, og skal því einungis grípa til í neyðartilfellum. Stjórnendur verksins lækkuðu yfir- borðið án þess að hafa um það samráð við þar til bæra aðila, að sögn Þórólfs, en um leið og ábending barst var yfir- borðið hækkað á ný. Lækkun á yfir- borði Tjarnarinnar getur skaðað lífríkið næst bökkunum nái þeir að þorna upp. Að sögn Þórólfs gerðist það þó ekki í síðustu viku því mikil úrkoma var, enda hafi verið brugðist við um leið og hægt var. „Þegar Harpan var í byggingu var þetta gert í tvígang og í mun lengri tíma. Það hafði slæmar afleiðingar fyrir lífríkið, sérstaklega ungana sem nærast á fæðu við bakkana. Við lærðum af því og gerum þetta helst ekki aftur,“ segir Þórólfur. Á Tjörninni er yfirfall sem rennur í gamla Lækinn sem nú er orðinn hluti af fráveitukerfi borgarinnar. Með því að lækka yfirfallið lækkar yfirborð Tjarnar- innar. Lj ós m yn d/ H ar i Fyrsti Prius Plug-in afhentur Toyota Prius Plug-in var frumsýndur um síðustu helgi og fyrsti bíllinn hefur verið afhentur kaupanda. Prius Plug-in er eins og venjulegur Prius en auk þess má aka honum allt að 25 kílómetra á rafmagni eingöngu. Bensínnotkun er því í lágmarki, frá 2,1 lítra í blönduðum akstri. Um 90 mínútur tekur að hlaða rafhlöðu bílsins og dugar hleðslan flestum sem búa í þéttbýli í daglegum akstri. Þegar búið er að aka á hleðslunni tekur venjuleg bensínvél við. Margrét Emilsdóttir tók við bílnum hjá Toyota í Reykjanesbæ. Með henni á myndinni eru Ævar Ingólfsson og Elías Jóhannsson frá Toyota. Í tilkynningu umboðsins kemur fram að fleiri Prius Plug-in verða afhentir á næstu vikum. - jh Gunnar predikar í Austurbæ Hósanna, hópur kristinna karla og kvenna, stendur fyrir ókeypis gospelhátíð í Austurbæ á sunnudaginn, kl. 20. Þar predikar Gunnar Þorsteinsson, sem áður stýrði Krossinum, á ný. Gospelhljóm- svitin GIG flytur tónlist og Jónína Benediktsdóttir vitnar. Hlaðborð verður í Silfurtungl- inu, veitingastað á efri hæðinni í Austurbæ, að þakkargjörðinni lokinni. Gospelhátíð verður enn fremur í Austurbæ sunnu- dagana 23. og 30. september næstkomandi. - jh b örn bæði á Suðurnesjum og höfuðborgar-svæðinu sem bjuggu við alvarlegan vanda fyrir kreppu standa, að mati starfsmanna heilsugæslustöðva svæðanna, verr í dag. Það er einnig mat starfsmanna meirihluta heilsugæslustöðva á Suðurlandi og Norðurlandi eystra um þeirra krakka. Lýsingar starfsfólks heilsugæsl- unnar á Suðurlandi eru sláandi. Skóla- hjúkrunarfræðingar verði varir við að líkamlegar kvartanir; svo sem höfuð- verkur, magaverkur, verkjakvartanir og erfiðleikar við að sofna, séu tíðari núna. Tannheilsu hafi farið aftur. Nesti sé ekki eins næringarríkt og áður og orðin algeng sjón að börn komi með pakkan- úðlusúpur fyrir hádegismat. Börnin séu óhreinni og ekki eins vel hirt. „Í ungbarnaverndinni tökum við eftir því að inn á heimilin vantar ýmsan nauðsynjabúnað fyrir ungbarnið, svo sem vagna, bílstóla, þvottavélar og þess háttar. Við tökum líka eftir að úrræða- leysi og framtaksleysi foreldra í erfið- leikum er meira en var og finnum við fyrir uppgjöf á meðal þeirra. Við viljum þó taka fram að hópur þeirra sem á erfitt er orðinn miklu stærri og ekki er einungis hægt að einblína á þau börn sem áttu erfitt áður en hrun varð,“ segir í svörum heilsugæslustarfsmanna við fyrirspurn Velferðarvaktarinnar sem sett var á fót 2009 af velferðarráðuneyt- inu og skilaði ítarlegri skýrslum um málið á dögunum. Í niðurstöðunum segir að bið eftir úrræðum fyrir börn sem eigi við vanda að stríða sé of löng. Einkum aðgengi að geðheilbrigðis- og sál- fræðiþjónustu. Ýmsir bentu á að eftirspurn eftir þessari þjónustu hafi aukist meðan framboð hafi minnkað sökum þess að jafnmargir eða færri starfsmenn sinna þjónustunni en áður. Einnig kom fram að niðurskurður í skólum hafi bitnað á börnum. Bekkir séu fjölmennari og dregið hafi úr aðkeyptri sérfræðiþjón- ustu. Þá er staða barna af erlendum upp- runa bág, að mati starfsfólks heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins. Undir það taka starfsmenn barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu: „Mál þeirra og fjölskyldna þeirra eru að mörgu leyti erfiðari í vinnslu og úrræði sem ís- lenskum börnum og fjölskyldum þeirra bjóðast, nýtast oft ekki vegna tungu- málaerfiðleika.“ Velferðarvaktin skipaði þrjá hópa til að fara yfir vandann sem birtist í fyrri skýrslunni 2011 og leggja til lausnir. Hóparnir töldu vandann ekki hafa lagast og sögðu skorta heildræna sýn fyrir málefni barna og barnafjölskyldna í erf- iðri stöðu. Auka mætti samvinnu milli kerfa og samræma stuðning sem standi til boða í skólum. Þá þyrfti að jafna að- gengi að sál- og geðheilbrigðisþjónustu. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is  velferð börn sem höfðU það slæmT hafa það nú verra Börn sem höfðu það vont fyrir kreppu hafa það verra núna. Heilbrigðisstarfsfólk segir börnin óhreinni en áður, tannheilsuna verri, framtaksleysi foreldra meira, öryggisbúnað vanti inn á heim- ilin; líka þvottavélar. Börnin fái pakkanúðlur með sér í skólann. Vegna þessara niðurstaðna fyrir ári gripu yfirvöld til þess að rýna betur í niðurstöðurnar. Sérfræðingar telja ástandið ekki breytt. Börnin óhreinni, líður verr og fá pakkanúðlur í mat Hvernig fer barnið þitt í skólann? Sum fara óhrein og með núðlusúpupakka í hönd. (Myndin tengist ekki efni greinarinnar) Mynd/Hari Vantar að sam- ræma þjónustuna Guðbjartur Hannesson vel- ferðarráðherra segir brýnt að fara í gegnum hvaða þjónustu sveitarfélögin bjóða upp á. Þjónustan sé misjöfn og ríki og sveitar- félög þurfi að vinna saman að því að bæta hana þar sem á hana skorti og samræma. Spurður um hundrað barna biðlistann á BUGLi segir hann það skipulagsverkefni innan þjónustunnar. Hann bendir á að barnabætur séu að hækka, fæðingarorlof einnig. Ríkisstjórnin hugi að barnafólki til að bæta stöðu þess. 6 fréttir Helgin 14.-16. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.