Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.09.2012, Síða 8

Fréttatíminn - 14.09.2012, Síða 8
bbbb P B B / F R T M bbbb P B B / F R T M www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu T ry l l ingsl eg e n d a l o k H u n g u r l e i k a n n a ! Hermiskaði , þriðja og síðasta bókin í Hungurleikaþríleiknum á íslensku! einnig Fáanleg innBundin M e T s ö l u B æ k u R Hraðvirkt bólgueyðandi verkjalyf ibuxin rapid fæst án lyfseðils í apótekum ibuprofen Notkunarsvið: ibuxin rapid inniheldur ibuprofen sem er lyf sem dregur úr verkjum og hita (flokkur: bólgueyðandi gigtarlyf sem ekki er steri). ibuxin rapid er notað við vægum til miðlungi miklum verkjum, svo sem höfuðverk, tannverk, tíðaverk, bráðum mígrenihöfuðverk, hita og verkjum vegna kvefs. Ekki má nota ibuxin rapid: Ef þú ert með ofnæmi fyrir ibuprofeni eða einhverju öðru innihaldsefni ibuxin rapid. Ef þú hefur fundið fyrir mæði, astma, nefrennsli, þrota eða ofsakláða eftir notkun acetylsalicylsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlya sem ekki eru sterar (NSAID). Ef þú ert með óútskýrða blóðmyndunar- truflun. Ef þú ert með eða hefur haft endurtekin sár (ætisár) eða blæðingu í maga/skeifugörn. Ef þú hefur fengið blæðingu eða rof í meltingarvegi við fyrri meðferð með bólgueyðandi gigtarlyum (NSAID). Ef þú ert með blæðingu í heilaæðum eða aðra virka blæðingu. Ef þú ert með alvarlega skerðingu á lifrar- eða nýrnastarfsemi. Á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Ef þú ert með kransæðasjúkdóm eða alvarlega hjartabilun. Ef þú þjáist af verulegri ofþornun. Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun ibuxin rapid: Ef þú ert með arfgengan blóðmyndunarsjúkdóm (bráða porfýríu með hléum). Ef þú ert með ákveðna sjálfsnæmissjúkdóma (rauða úlfa og blandaðan bandvefssjúkdóm). Ef þú ert með sjúkdóma í meltingarfærum eða langvinna bólgusjúkdóma í þörmum (sáraristilbólgu, Crohn´s sjúkdóm). Ef þú ert með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi. Ef þú þjáist af ofþornun. Ef þú ert með eða hefur haft háþrýsting eða hjartabilun. Ef þú ert með ofnæmi (t.d. húðviðbrögð við öðrum lyum, astma, ofnæmiskvef ), langvarandi þrota í slímhúðum eða langvarandi teppusjúkdóm í öndunarfærum. Ef þú ert með storkutruflun í blóði. Strax eftir stórar skurðaðgerðir. Meðganga og brjóstagjöf: Þú mátt aðeins nota ibuxin rapid á fyrstu 6 mánuðum meðgöngu eftir að hafa ráðfært þig við lækninn. Ekki má nota ibuxin rapid síðustu 3 mánuði meðgöngu. Yfirleitt er ekki nauðsynlegt að gera hlé á brjóstagjöf við skammtíma notkun í ráðlögðum skömmtum. Algengustu aukaverkanir: Sár, rof eða blæðing í meltingarvegi, stundum lífshættuleg, einkum hjá öldruðum, geta komið fram. Ógleði, uppköst, niðurgangur, vindgangur, hægðatregða, meltingartruflanir, kviðverkur, sortusaur, blóðuppköst, sáramunnbólga, versnun ristilbólgu og Crohn´s sjúkdóms hafa komið fram. Skammtastærðir: Fullorðnir og unglingar yfir 40 kg: 200 mg – 400 mg skammtar, að hámarki 1.200 mg á sólarhring. Börn og unglingar: Hámarksskammtur af ibuprofeni á dag er 30 mg á hvert kg líkamsþyngdar, skipt niður í 3 til 4 staka skammta. 20-29 kg: 200 mg skammtar, að hámarki 600 mg á sólarhring. 30-39 kg: 200 mg skammtar, að hámarki 800 mg á sólarhring. Ekki skulu líða minna en 6 klst. á milli skammta. ibuxin rapid skal aðeins nota hjá börnum sem eru a.m.k. 20 kg að þyngd. Lesið vandlega leiðbeiningar í fylgiseðli sem fylgir lynu. Júlí 2012. HÖFUÐVERKUR - TANNVERKUR - TÍÐAVERKUR - MÍGRENI - HITI Ári eftir að Fréttatíminn upplýsti að Samkeppniseftir- litið skoðaði hvort bankar, Íbúðalánasjóður og fast- eignasalar hefðu með sér samantekin ráð um að stýra fjölda íbúða inn á markaðinn til að halda verði þeirra uppi er staðan óbreytt. „Staðan á málinu er sú að við erum enn að afla sjónarmiða á vettvangi fasteignasala. Í ljósi sumarleyfa fengu menn nokkuð rúman frest,“ svarar Páll Gunnar Pálsson, forstjóri eftirlitsins, fyrirspurn í tölvupósti. Forstjórinn sagði í septemberlok í fyrra mjög mikil- vægt við aðstæður sem þessar að stórir aðilar á mark- aðnum, og þeir sem höndli með fasteignaviðskipti, hafi ekki samráð sín á milli sem miði að því að stýra framboði. Slíkt gæti klárlega verið alvarlegt brot á sam- keppnislögum: „Það voru vísbendingar,“ sagði hann. Sala fasteigna jókst um 40% í fyrra miðað við árið á undan. Þrátt fyrir á landsmönnum hafi fjölgað um ríf- lega fimmtíu þúsund frá 1994 seldust 220 færri eignir í fyrra en þá eða 6.600 eignir. Salan gæti orðið dræmari í ár en um 3.600 eignir hafa selst fyrstu átta mánuði ársins. Íbúðalánasjóður á tæplega tvö þúsund íbúðir. Búið er í 800 þeirra. 270 íbúðir eru á byggingarstigi og 830 standa auðar. 250 eru í sölu og aðrar 250 á leið í sölu. Sjóðurinn hefur selt um 400 íbúðir frá hruni. Í upp- hafi árs áttu viðskiptabankarnir og þrír sparisjóðir samtals 633 íbúðir og Drómi ríflega 200.  Fasteignir rannsókn á hugsanlegu alvarlegu samkeppnisbroti Enn beðið svara frá fasteignasölum n úna eru sjö konur hjá okkur í Kvenna-athvarfinu og sex börn,“ segir Sig-þrúður Guðmundsdóttir, fram- kvæmdarstýra Kvennaathvarfsins, en í vikunni hófst fjáröflunarátak Kvennaathvarfsins en markmið- ið er að komast í stærra hús- næði. Átakið fer fram þannig að í helstu verslunum liggja frammi litlar tölur sem seldar eru á þúsund krónur og renn- ur allt andvirðið til söfnunar- innar. Átakið stendur fram á sunnudag í næstu viku. Á hverju ári dvelja yfir hundrað konur í athvarf- inu ásamt börnum sínum. Árlega koma að auki á þriðja hundruð kvenna í ráðgjafar- og stuðningsviðtöl og sam- kvæmt upplýsingum Sigþrúð- ar eru þá ótaldar þær konur sem taka þátt í sjálfstyrkingarhópum og hringja í neyðarsíma athvarfsins, 561 1205, en hann er opinn allan sólarhringinn. Týpískur starfsdagur í Kvennaathvarfinu er eril- samur að sögn Hildar Guðmundsdóttur, vaktstýru í Kvennaathvarfinu. „Að mörgu er að huga á stóru heim- ili og mörg viðtöl yfirleitt á dagskrá. Á dæmigerðum degi hringja nokkrar konur og það þarf að aðstoða þær konur sem hér búa að komast í samband við lögfræð- ing og þvíumlíkt,“ segir Hildur þegar hún er beðin um að lýsa degi í athvarfinu. Kvöldin geta tekið á en það þarf að koma öllum litlu englunum í háttinn og þegar Hildur er beðin um að kíkja í dagbókina sína og segja sögu eins slíks útskýrir hún: „Síminn hringir, það er kona í þörf fyrir ráðgjöf. Maðurinn hennar hafði lagt á hana hendur síðastliðna nótt en þau eiga þrjú ung börn. Henni finnst erfitt að hugsa um að brjóta upp heimilið með öllu sem því fylgir,“ segir Hildur og umrætt kvöld þegar allt heimilisfólk er sofnað hringir lögreglan um hálf eitt og biður um skjól fyrir konu með tvö börn. Þá tekur við undirbúningur við komu konunnar og barnanna en engum er vísað frá en starfsfólk athvarfsins neyðist til að búa um litlu fjölskylduna í stofunni en þar er svefnsófi. Grípum aftur niður í dagbók Hildar: „Fjölskyldan kemur í fylgd lögreglunnar, konan grætur mikið og er í miklu ójafnvægi. Börnunum líður greinilega illa, þau eru óörugg og hrædd enda búin að heyra og sjá atburði sem ekkert barn á að þurfa að upplifa. Starfs- kona reynir að hlúa að konunni sem best hún getur til að hún geti sinnt börnunum. Hitar handa henni te og ræðir rólega við hana. Eftir tvo tíma er fjölskyld- an komin í ból.“ Aðspurð um hvernig austurríska leiðin hafi gagnast hér á landi, en í júní í fyrra voru þau lög samþykkt en með þeim er hægt að láta fjarlægja ofbeldismanninn á heimilinu í stað þess að konan þurfi að flýja með börnin, segir Sigþrúður að framkvæmdin hafi valdið vonbrigðum. „Mér vitanlega hefur þessu úrræði tvisvar verið beitt. Við erum ekki að nota það nógu vel,“ segir hún og bætir því við að lokum að hún voni að Íslendingar taki erindi Kvennaathvarfsins vel og kaupi tölu til styrktar athvarfinu. Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is  FjáröFlunarátak kvennaathvarF saFnar Fyrir stærra húsnæði Yfir hundrað konur með börn á ári í Kvennaathvarfi Í dag eru sjö konur og sex börn í Kvennaathvarfinu. Illa hefur gengið, samkvæmt talsmönnum athvarfsins, að nýta austurrísku leiðina svokölluðu en það er ný lög sem samþykkt voru í fyrra og heimila lögreglu og dómstólum að fjarlægja ofbeldismanninn af heimilinu. Frægir leggja fjáröflunarátaki Kvennaathvarfsins lið. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is 8 fréttir Helgin 14.-16. september 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.