Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.09.2012, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 14.09.2012, Blaðsíða 28
ÚTI AÐ DANSA TIL 4 M Æ TT Í VINNU 9 HOLTAGÖRÐUM U nnur Ösp Stefánsdóttir átti að leika aðalhlutverkið í útvarpsleikriti sem ég skrif- aði í sumar en hún var að steikja kjötbollur nokkrum dögum fyrir tökur, sex vikum áður en hún var „sett“ eins og sagt er í óléttu- samtölunum öllum, og missti vatnið. Ég var eiginlega hálf svekktur. Björn Thors, maðurinn hennar, átti að leika á móti henni og ég hafði verið á samlestri með þeim uppi í Ríkisútvarpi og það er ein- hver galdur í röddinni hennar Unnar. Hún er löngu hætt að vera stelpan í Grease eða ein af þessum markaðsvænu Fimm Stelpum púnktur komm. Hún er orðin góð leikkona: Stórleikkona, „dramatísk og djúphugul,“ segir Viðar Eggertsson út- varpsleikhússtjóri sem hefur þekkt Unni frá því hún var barn og hann kenndi henni í Leiklistarskólanum og leikstýrði henni í Nemendaleikhúsinu. Þá var hann ekki viss hvort hún yrði yfir höfuð leikkona, kannski væri hún meiri leikstjóri. En aftur að kjötbollunum og því að missa vatnið sex vikum fyrir tímann. „Það var auðvitað sjokk,“ útskýrir Unnur af æðruleysi sem ég held að hún hafi öðlast fyrir ekki svo löngu. Kannski tveim, þrem árum, um svipað leyti og hún braust út sem þessi leikkona sem var valin leikkona ársins á Grímunni í fyrra. Björn var að leika tattúveraðan hand- rukkara í Breiðholti þegar Unnur steikti kjötbollur í litla sæta húsinu þeirra í Þingholtum. Það var góður andi í húsinu þegar ég heimsótti þau. Björn að sveifla litlu þriggja hálfs mánaðar stúlkunni þeirra upp á öxlina, að láta hana ropa, það hellirigndi og Unnur bauð mér kaffi. Þau voru að koma frá París, þar sem þau voru í mánuð með krakkana (nú eiga þau tvö, strák og stelpu), og drukku vont kaffi að þeim fannst, og önduðu að sér menningu og útlöndum og komu heim endurnærð. Unnur hlær þegar hún rifjar upp útganginn á Birni þegar hann kom á fæð- ingardeildina og reyndi að afsaka sig við ljósmæðurnar að hann væri að leika í sjón- varpsþáttum. Hann fékk að fara í sturtu og þau voru furðu róleg enda gekk allt vel, miðað við allt og allt. Óþolandi krakki „Unnur var eitthvert leiðinlegasta barn sem ég hef kynnst,“ segir Baldur, bróðir Unnar (en ólíkt flestum í fjölskyldunni þá fór hann ekki í listina heldur bankana og er sérfræðingur og meðeigandi hjá Arc- tica Finance), um systur sína sem virtist vera fædd til að verða leikkona. Svona þannig séð. Hún var alltaf að leika, „aldrei hún sjálf,“ og yfirleitt alveg svakalega „til- gerðarleg og erfið í samskiptum.“ Þetta hefur bráð af henni og í huga Baldurs hefur það gerst rólega, í sam- felldri þróun við ferilinn og þannig hefur hann horft á hana verða að stórleikkon- unni sem hún er orðin í dag: „Þetta er auðvitað frekar sjálfhverft og erfitt umhverfi, að vinna í leikhúsi, ef þú hugsar út í það. Í fyrstu er það kannski ákveðin sjálfsdýrkun sem dregur fólk áfram, að standa frammi fyrir mörg hundruð manns og fá alla þessa athygli. Svo sér maður yfirleitt fljótt að þau sem ná lengst er það fólk sem kemst í góð tengsl við sjálft sig og þroskast. Það hefur gerst hjá Unni og fyrir nokkrum árum varð hún miklu ánægðari með sjálfa sig og lífið. Þess vegna er hún jafn góð og hún er í dag,“ segir Baldur sem hefur jú auðvitað komið nálægt listum, í den, sem fram- kvæmdarstjóri GusGus hópsins. Þau systkinin ólust upp í leikhúsi (ókei, enn einn sviginn, en foreldrar Unnar og Baldurs eru Stefán Baldursson, fyrrver- andi þjóðleikhússtjóri og núverandi óperu- stjóri, og Þórunn Sigurðardóttir, leikstjóri og fyrrverandi stjórnandi Listahátíðar). Litla fjölskyldan var í Breiðholtinu fyrstu árin en þegar Unnur var átta ára fluttu þau í Frostaskjól en Unnur var, samkvæmt mömmu sinni, mikið með foreldrum sínum. „Þau eru rosalega ólík, hún og bróðir hennar,“ segir Þórunn og útskýrir á þann hátt að hann Baldur hafi verið frakkur og búinn að ráða sig í vinnu hjá Alþingi 13 ára gamall á meðan Unnur vildi oftast Unnur Ösp Stefánsdóttir sprakk út sem leikkona fyrir tveimur eða þremur árum. Allt í einu varð hún stórleikkona, leikkona ársins í fyrra á Grímunni, og treyst fyrir veigamestu og dramatískustu rullunum í Borgarleikhúsinu. Hún og maðurinn hennar, Björn Thors, eiga tvö börn og þau tengjast rónni sem komið hefur yfir Unni og gert hana að svo góðri leikkonu. Snemma í sumar eyddu þau tíu dögum á vökudeild með litlu telpuna sína sem er þriggja og hálfs mánaðar. Mikael Torfason ræddi við Unni um listina, lífið og allt annað en hvernig Birni tekst að sameina fjölskyldulíf og vinnu leikarans. Ég hef kannski eitthvað að gefa bara vera með mömmu og pabba. „Hún var svoldið viðkvæm fram- an af og háð okkur pabba sínum. Ég man einu sinni þegar við vorum á leið á Töfraflautuna að mig minnir, og komin með barnapössun, hún Unnur hefur verið sex eða sjö ára og við bjuggum enn í Breiðholti, þá allt í einu erum við komin langleið- ina niður í bæ þegar hún birtist allt í einu í aftursætinu. Þá hafði hún ákveðið að fara bara með okkur. „Þú átt að vera heima, ástin mín,“ út- skýrðum við fyrir henni en þá vildi Unnur meina að hún væri að fara með af því hún ætlaði sér að verða óperusöngkona og vildi „sjá hvernig maður eigi að gera“,“ segir Þórunn og botnar með því að útskýra að dóttir sín hafi snemma verið með fullkomnunaráttáttu („hún hefur hana frá pabba sínum“). Skrifuðu og leikstýrðu bíómynd Úr Breiðholtinu fór Unnur sem fyrr segir í Vesturbæinn og þaðan í MH. Þar kynntust þau Björn. Hann er tveimur árum yngri en hún og líka úr Breiðholtinu, Hólahverfi. Þau voru í stjórn leikfélags MH saman. Hún var formaður og hann óbreytt- ur stjórnarmaður. „Hann var alltaf að koma með hugmyndir sem ég hafði litla trú á og það hvarflaði ekki að mér að hann væri skotinn í mér. Bjössi er ekki mjög góður daðrari,“ útskýrir Unnur og bætir því við að þau hafi verið í menntaskóla og til- hugsunin um að byrja með dreng sem væri tveimur árum yngri var ekki góð. Nú eru Björn og Unnur bráðum búin að vera saman meirihluta ævinnar og eiga Dag, fimm ára, og Bryndísi, þriggja og hálfs mánaðar. Þau hafa verið ótrúlega samrýnt leikarapar og voru rétt að hefja skólagöngu í Leiklistarskólanum þegar þau gerðu bíómynd saman (leikstýrðu og skrifuðu handrit), Reykjavík Guesthouse. „Langflest okkar koma út úr leik- listarskóla án þess að hafa hugmynd um hvort maður sé góður eða léleg- ur leikari. Þeir sem eru kokhraustir og finnst þeir alveg „vera með þetta“ eru oftast á villigötum. Flestir halda að þeir séu ekki góðir. Þú veist held- ur sjaldnast hvernig leikari þú ert á „Unnur var eitthvert leiðinlegasta barn sem ég hef kynnst,“ segir Baldur Stefánsson, bróðir Unnar. „Hún var svoldið við- kvæm framan af og háð okkur pabba sínum,“ segir Þórunn Sigurðardóttir, móðir Unnar. „Dramatísk og djúphugul,“ segir Viðar Egg- ertsson útvarp- leikhússtjóri um leikkonuna. Framhald á næstu opnu Unnur, Björn, Dagur og Sólveig. Þau Björn hafa verið ótrúlega samrýnt leikarapar og voru rétt að hefja skólagöngu í Leiklistarskólanum þegar þau gerðu bíómynd saman (leikstýrðu og skrifuðu handrit), Reykjavík Guesthouse. Myndir Hari 28 viðtal Helgin 14.-16. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.