Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.09.2012, Síða 32

Fréttatíminn - 14.09.2012, Síða 32
Krabbameinsfélagið GLEYM MÉR EI Börn sem aðstandendur Örráðstefna 20. september kl. 16:30-18:00 16:30-16:35 Ráðstefnan sett. Ragnheiður Haraldsdóttir forstjóri Krabbameinsfélags Íslands. 16:35-16:45 Ráðgjöf. Ásdís Káradóttir hjúkrunarfræðingur segir frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. 16:45-17:00 „Að tala við börn um krabbamein“. Guðrún Oddsdóttir sálfræðingur hjá Barna- sálfræðistofunni. 17:00-17:15 „Í samfylgd með fjölskyldu“. Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur. 17:15–17:30 „Þegar foreldri greinist með krabbamein“. Valgerður Hjartardóttir hjúkrunarfræðingur, djákni og fjölskyldumeðferðarfræðngur. 17:30-17:45 „Hollráð frá Hugo“. Hugo Þórisson barnasálfræðingur. 17:45-18:00 Kaffi og spjall. Allir velkomnir - ókeypis aðgangur Fundarstjóri: Þorvaldur Daníelsson framkvæmdastjóri Krafts Skógarhlíð 8, 105 Rvk., 540 1900, www.krabb.is stór auglysing.indd 1 9/12/2012 11:28:24 AM Þ etta var tveggja ára vinna með hléum og hefur silast svona áfram,“ segir Herdís um gerð heimildarmyndarinnar og bætir við að hún hafi fengið ómet- anlegan og dyggan stuðning frá barnabörnunum sínum sem komu að öllum þáttum kvikmyndagerðar- innar á öllum stigum. „Fólkið mitt sá alveg um þetta en ég var mikið í símanum, hafði bara samband við þau og skipaði fyrir og svoleiðis,“ segir Herdís og hlær. Hógværðin uppmáluð. Sonardóttir hennar, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, er ekki alveg á sama máli og segir ömmu sína hafa verið óþreytandi og full af orku hafi hún legið yfir verkefninu alla daga í tvö ár. „Hún sat yfir handritinu alla daga. Skrifaði og breytti og bætti. Hún tók líka öll viðtöl í myndini, sá um að fá fólki í viðtöl og þvældist út um allt. Og á meðan lék hún í Sjálf- stæðu fólki í Þjóðleikhúsinu,“ segir Herdís Anna. „Þetta reyndi mikið á þolinmæðina og ég hefði aldrei trúað því að þetta myndi taka tvö ár,“ bætir amma hennar við. Mynd segir meira en þúsund orð „Þetta kom eiginlega alveg af sjálfu sér,“ segir Herdís þegar hún er spurð hvað varð til þess að kona komin á þennan virðulega aldur ákvað að dempa sér út í kvikmynda- gerð frekar en að taka lífinu með ró. „Ég er búin að standa í þessari baráttu í þrjátíu ár. Með skrifum, með erindum og með því að tala við þingmenn og fleiri,“ segir Herdís sem hefur látið sig ofbeit varða lengi og barist af hörku, í ræðu og riti, gegn lausagöngu sauðfjár. „Ég hef gert allt sem ég hef getað og hefur fundist þetta þokast svo lítið áfram og það sem gerist í þessum málum er bókstaflega ekki neitt nema tóm vitleysa,“ segir Herdís sem finnst löggjafinn engan veginn hafa staðið sig og ljóst megi vera að enginn stjórnmálamaður – eða flokkur þori að styggja sauð- fjárbændur. „Ég var alveg eyðilögð þegar ég gerði mér grein fyrir að allar viðbætur við náttúruverndar- lögin hefðu engin áhrif því þar er ekki tekist á við orsök vandans sem er lausaganga búfjár. Þegar ég stóð Neyðaróp fjallkonunnar Leikkonan Herdís Þorvaldsdóttir situr ekki auðum höndum þótt hún sé að verða 89 ára gömul og hafi skilað drjúgu ævi- starfi í leiksviði og í kvikmyndum. Hún hefur áratugum saman barist gegn ofbeit og gróðureyðingu og fyrir tveimur árum setti hún aukinn kraft í baráttuna þegar hún réðst í gerð heimildar- myndarinnar Fjallkonan hrópar á vægð sem fjallar um íslenska náttúru og gróðureyðingu. Gerð myndarinnar fjármagnaði hún með því að selja málverk eftir Gunnlaug Scheving sem eiginmaður hennar, dr. Gunnlaugur Þórðarson heitinn, gaf henni í brúðargjöf. frammi fyrir þessu bergmálaði setningin „mynd segir meira en þúsund orð“ í höfði mér og þá áttaði ég mig á því að ég yrði auðvitað að gera heimildar- mynd og sýna fólki hvað er að gerast. Það var eina ráðið.“ Scheving lagði til fjármagnið Og Herdís sat ekki við orðin tóm og snaraði sér í undirbúninginn. „Ég átti gríðarstóra mynd eftir Gunnlaug Scheving. Hún hefði nú ekki einu sinni komist fyrir hérna og ég seldi hana til þess að fjár- magna heimildarmyndina.“ Scheving-myndin var brúðargjöf sem dr. Gunn- laugur Þórðarson gaf Herdísi á brúðkaupsdegi þeirra en hún segist ekki sjá eftir málverkinu þrátt fyrir sterk og gömul tilfinn- ingatengsl við það. „Ég er búin að horfa á hana í fimm- tíu ár,“ segir leikkonan og brosir sínu blíðasta. „Ég sé hana ljóslifandi fyrir mér ennþá og svo veit ég að Gunnlaugur yrði hæstánægður með þessa ákvörðun enda var hann sjálfur ákafur ræktunarsinni.“ Herdís frum- sýndi Fjallkonan hrópar á vægð á Skjaldborgarhá- tíðnni í vor og óhætt er að segja að hún hafi vakið athygli í fram- haldinu. Myndin er tilnefnd til fjöl- miðlaverðlauna umhverfis- og auð- lindaráðuneytisins sem verða veitt á Degi íslenskrar náttúru á sunnu- daginn. Loksins eitt- hvað að rofa til Herdís er að von- um stolt og ánægð með tilnefninguna og hún segir að nú fyrst virðist loks- ins einhver vitund- arvakning vera að eiga sér stað í þessum málum. „Ég hef öll þessi ár verið með vindinn í fangið. Það var oft erfitt að fá greinarnar mínar birtar í blöðunum og þær voru oft látnar liggja lengi og bíða birtingar. Það er eins og þetta hafi dregist og dregist þangað til núna þegar rétta andrúmsloftið virðst allt í einu vera komið. Hvernig sem á því stendur er eins og þetta sé að opnast núna og það er alveg dásamlegt.“ Herdís segir að tilnefningin til verðlaunanna hafi gefið sér ástæðu til þess að sýna myndina í kvikmyndahúsi þannig að hún hefur tekið sal í Bíó Paradís við Hverfisgötu á leigu og þar ætlar hún að sýna Fjallkonan hrópar á vægð á föstudag, laugar- dag og sunnudag klukkan 18. „Ég geri þetta bara á eigin vegum og það er ekki síst út af tilnefning- unni,“ segir Herdís sem hefur þegar fundið fyrir áhuga á sýningum á myndinni erlendis, meðal annars á heimildarmyndahátíð í Kaupmannahöfn. Heimskulegt og ranglátt Þegar talið berst að pólitíkinni í kringum land- verndina kemst Herdís á flug. Augun skjóta gneistum og ákafinn leynir sér ekki í röddinni. „Þingið setur ný lög um náttúruvernd þar sem á að friða þessa og hina plöntuna en það er ekki hægt á meðan það er lausaganga á landinu! Hvernig á að friða plöntur hérna þar sem allur flotinn gengur um og veiðir hvert einasta blóm sem hann sér. Þetta er allt saman tóm sýndarmennska og fólk er bara að þykjast gera eitthvað. Mér finnst þetta svo yfirgengilega heimskulegt, ranglátt og vitlaust að fara svona með landið okkar. Af hverju er alltaf verið að framleiða helmingi meira sauðfé en við þurfum á að halda? Í landi sem alls ekki þolir einu sinni helminginn af þessu. Það verður bara ekkert eftir ef það á endalaust að auka stofninn.“ Herdís vonast til þess að mynd sín veki fólk til umhugsunar. „Ég vil vekja athygli á því hvernig við förum með landið okkar. Við borgum með sauð- kindinni og þessar skepnur naga stanslaust upp landið. Við borgum þetta með sköttunum okkar. Það væri gott og blessað ef við værum nú að græða upp landið og allir settu eitthvað af aurunum sínum í það en á meðan landið er nagað niður jafnóðum þá missir fólk bara áhugann og móðinn.“ Umhverfisverndarsinni með álverum Herdís segist hafa lagt mikla áherslu á að ræða við fólk í heimildarmyndinni. „Ég vildi að þar kæmi fram fólk sem veit hvað það er að segja svo það væri ekki hægt að afgreiða myndina þannig að þetta væri bara hún Herdís og hún viti ekkert hvað hún er að tala um. Þarna stígur þekkt fólk fram þannig að þeir sem stjórna þessu verða að hlusta. Samviskan sagði mér að fyrst ég hefði kjarkinn þá ætti ég að gera þetta,“ segir Herdís. Þótt Herdís sé áköf í náttúruverndinni segist hún ekkert hafa á móti álverum heldur sé hún þvert á móti fylgjandi álframleiðslu á Íslandi vegna þess að hún er náttúruverndarsinni. „Ég er ekkert á móti virkjunum vegna þess að ég veit að það er staðreynd að þessi framleiðsla meng- ar miklu, miklu minna hjá okkur heldur en annars staðar. Svo segjast Íslendingar ekki vilja hafa neinn svona óþverra hér á landi og að þeir vilji ekki álver. En við viljum ál og notum það mikið. Þannig að þá spyr ég: Hver á að framleiða það? Bara ein- hverjir aðrir kjánar þarna úti í heimi? Þeir eiga að framleiða álið fyrir okkur og við viljum bara fá það tilbúið. Og mengandi mörgum sinnum meira en við gerum. Við erum ekkert of góð til þess að fram- leiða ál. Enginn grætur yfir því að kannski á einum degi hérna, ef það er rok og þurrkur, þá er svoleiðis fokið um landið að það er skelfilegt. Enginn maður talar um það. Ég er búin að reyna að gera stjórn- völdum grein fyrir að þetta er á síðasta snúningi og þetta gengur ekki svona lengur.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Langur ferill Herdísar Herdís Þorvaldsdóttir hefur komið víða við á löngum ferli. Hún lék móður Jóns Hregg- viðssonar í uppfærslu Þjóðleikhússins á Íslandsklukkunni vorið 2011 og fagnaði þannig með Þjóðleikhúsinu að liðin voru sextíu ár frá opnun leikhússins og að hún steig á svið í einmitt Íslandsklukkunni og þá í hlutverki Snæfríðar Íslandssólar. Herdís hóf leikferil sinn í Nitouche hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1941. Hún nam leiklist hjá Lárusi Pálssyni og Haraldi Björnssyni, og svo við Royal Academy of Dramatic Art í London. Hún hefur leikið yfir 120 hlutverk í Þjóðleikhúsinu, en auk þess á hún að baki ótal hlutverk í útvarpsleik- ritum, sjónvarpsleikritum og kvikmyndum og sýndi meðal annars magnaðan leik í Hafinu, eftir Baltasar Kormák, árið 2002. Herdís hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar á ferli sínum og hlaut meðal annars Grímuna – heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands árið 2007 og heiðursverðlaun Menningarverðlauna DV fyrir árið 2010. Herdís í hlutverki Fjallkonunnar árið 1953 en hún teflir Fjallkonunni fram gegn ofbeit í heimildarmynd sinni Fjallkonan hrópar á vægð. Herdís Þorvaldsdóttir stendur keik, að verða 89 ára, og gefur hvergi eftir. Hún berst í ræðu, riti og nú kvikmynd gegn ofbeit og enn er falast eftir kröftum hennar í Þjóðleikhúsinu þannig að þessi dáða leik- kona hefur síður en svo sagt sitt síðasta. Mynd Hari 32 viðtal Helgin 14.-16. september 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.