Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.09.2012, Side 38

Fréttatíminn - 14.09.2012, Side 38
2 ÍSLENSKT GRÆNMETIHAUST 2012 Vissir þú ... að kartafla var fyrsta grænmetistegundin, sem var ræktuð í geimnum, en það var árið 1995? ... að í kartöflum er engin fita? ... að kartaflan var svo værðmæt á tímum gullæðisins í Bandaríkjunum að skipt var á sléttu á kílói af gulli og kílói af kartöflum? ... að kartöflur voru fyrst ræktaðar af Inkum í Suður-Ameríku um það bil 2.500 árum fyrir Krist ? ... að kartöflur eru 80% vatn ? ... að karöflur geymast í allt að 6 mánuði við 4-6°C hita ? ... að kartöflur voru tískufyrirbæri í Frakklandi á 18. öld meðal hefðarfólks,sem skreytti hár sitt með þeim? ... að kartafla var höfð um hálsinn til að lækna gigt samkvæmt gamalli hjátrú ? Garðyrkjubændur hafa unnið gríðarlega mikið þróunarstarf undanfarin ár sem hefur leitt til þess að landsmenn geta valið úr úrvals grænmeti. Bændur eru að uppskera og senda á markaðinn um þrjátíu tegundir af grænmeti. Undanfarin ár hafa garðyrkjubændur þurft að bregðast við breytingum í veðurfari. Í sumar hafa þeir vökvað akra sína vegna þurrka og sums staðar gengu vökvunardæmur allan sólarhringinn. Þessar aðstæður verða til þess að uppskeran hefur sjaldan eða aldrei verið betri og fallegri. Í þurrkatíð verður rótarkerfi plantanna sterkara og þær verða betur undirbúnar að taka til sín næringu og raka. Það má því segja að þurr sumur séu kjöraðstæður þegar við lítum til ræktunarinnar en bændur þurfa óneitanlega að hafa mjög mikið fyrir því að útvega okkur gott útiræktað grænmeti. Nálægðin við markaðinn verður til þess að við fáum grænmetið ferskt og nýupptekið. Grænmetisbændur tóku þá ákvörðun að sérmerkja allt íslensk grænmeti og gera neytendum þannig valið auðveldara. Ísland er í fljótu bragði ekki kjörland fyrir útiræktun vegna hnattstöðu, en þegar betur er að gáð hefur landið mikla sérstöðu vegna náttúruauðlinda og ber þá sérstaklega að nefna vatnið, en einnig hreint loft og jarðveg sem er án allra aukaefna. Nálægð við markaðinn gerir það að verkum að ávallt líður stuttur tími frá uppskeru til dreifingar. Pökkun grænmetisins er ekki síst sá þáttur sem snýr að gæðum og markmiðið er að bragðið og ferskleikinn haldi sér. Aukin neysla á grænmeti hefur bein heilsufarsleg áhrif og landsmenn eiga langt í land með að ná ráðlögðum dagskammti af grænmeti og ávöxtum. Til þess að fara að ráðleggingum Embættis landlæknis þurfum við að tvöfalda neyslu á grænmeti en það eru 400 grömm á dag. Grænmetisbændur eru ánægðir með þær móttökur sem ræktun þeirra hefur fengið undanfarin ár hjá landsmönnum og halda ótrauðir áfram að þróa og bæta ræktun sína til þess að geta boðið upp á úrvalsgrænmeti. Það er ánægjulegt að vinna fyrir grænmetisbændur við það að koma uppskeru þeirra á markað. Við þökkum góðar móttökur og stuðning sem hvetur okkur til dáða. Á Íslandi er kjörlendi fyrir útirætkun græmmetis Fyrstu prentuðu heimildir um rófu eru frá Sviss. Árið 1620 segir svissneskur bóndi frá rófnarækt og tekur fram að rófan sé upprunnin í Svíþjóð og þar vaxi hún villt. Rófan er upprunnin á norðurslóðum og líklega hefur hún einnig vaxið villt í Rússlandi. Konungsfjölskyldan í Bretlandi var farin að rækta rófur í matjurtagarði sínum árið 1669 og um 1700 var ræktun hafin í Frakklandi. Fyrst er getið um rófur í rituðum heimildum í Norður-Ameríku árið 1817, en þar hófst rófnarækt í stórum stíl í Illinois. Rófan er skyld káltegundum en andstætt þeim nýtum við ekki af henni blöðin heldur forðarótina sem hún myndar og við köllum rófu í daglegu tali. Rófan eða forðarótin myndast úr þeim hluta plöntunar sem samsvarar stöngli og rót. Rófan hefur mikla þýðingu sem matjurt hér á landi því aðeins er ræktað og borðað meira af kartöflum. Hún þroskast ágætlega í íslensku loftslagi og geymist auk þess afar vel. Ræktun og neysla rófu er mest í löndum Norður-Evrópu og helst á Norðurlöndum. Hún er stundum kölluð kálrabi, en ekki má rugla þeirri nafngift saman við hnúðkál, sem mikið er ræktað í Þýslalandi og gengur undir nafninu kohlrabi. Íslenskar rófur eru fánlegan mest allt árið en framboð fer mest eftir því hvernig til hefur tekist með ræktun árið áður. Rófur er hægt að rækta um allt land, þó ræktun þeirra gangi einna best á Suðurlandi. NæriNgargildi Rófa er mikilvæg matjurt sem er rík af vítamínum og steinefnum. Hún er stundum nefnd „appelsína norðursins“ vegna hins háa C-vítamínsinnihalds. Auk þess er í henni mikið af A vítamíni í formi karótíns. Hún er trefjarík en snauð af hitaeiningum og góð til að hafa milli mála. Trefjar eru ómeltanlegur eða að hluta til ómeltanlegur hluti plantna og má finna í öllu grænmeti, ávöxtum, berjum, kornafurðum, brauðmeti, brúnum hrísgrjónum, villigrjónum, grófu morgunkorni og poppkorni. Trefjar flokkast með kolvetnum en hafa þó þann eiginleika að koma ómelt niður í ristilinn. Trefjar skiptast í tvo megin flokka, vatnsleysanlegar og óvatnsleysanlegar trefjar. Óvatnsleysanlegar trefjar auka rúmmál hægða, koma þannig reglu á hægðirnar, bæta meltinguna og draga úr hættu á hægðatregðu. Slíkt getur, ásamt fitusnauðu fæði, dregið úr hættu á krabbameini í meltingarvegi. Vatnsleysanlegar trefjar lækka kólesteról í líkamanum. Önnur heilsusamleg áhrif vatnsleysanlegra trefja eru þau að geta mögulega hægt á upptöku glúkósa í blóðrásinni sem er æskilegt upp á góða blóðsykurstjórnun bæði hjá heilbrigðum og þeim sem þjást af sykursýki. Báðar tegundir trefja eru nauðsynlegar heilbrigði líkamans. Í rófu eru fáar hitaeiningar, aðeins 49 (kcal) í 100 gr. Hún er því upplögð sem millibiti, seðjandi og trefjarík. geymsla Rófur á að geyma í kæli við hita sem næst 0 gráðum í sem mestum raka. Venjulega má draga úr vatnstapi í geymslu með því að sveipa þær plastfilmu. Munið að nota aðeins plast sem er viðurkennt fyrir grænmeti og ávexti. Konungs- fjölskyldan í Bretlandi var farin að rækta rófur í matjurtagarði sínum árið 1669 og um 1700 var ræktun hafin í Frakklandi. -gott vatn, hreint loft, góður jarðvegur og nálægð við markaðinn skilar okkur úrvalsvöru. Rófuklattar með eplamauki og sýrðum rjóma Blanda sama í skál rófunum og smátt söxuðum rauðlauknuma. 80 gr af hveiti, getur verið spelthveiti og 3 stk létt Kristín Linda Sveinsdóttir Markaðsstjóri Sölufélags garðyrkjumanna kristin@sfg.is Útgefandi: Sölufélag garðyrkjumanna Ábyrgðarmaður: Kristín Linda Sveinsdóttir kristin@sfg.is Myndir: Hari Umbrot: Jón Óskar/Grái kötturinn jonoskarin@gmail.com Umsjón með útgáfu: Katrín Pálsdóttir katrin@sfg.is islenskt.is Kíktu inn á fésbókina okkar - facebook.com/islenskt.is. rófur appelsína norðursins – Upplögð sem millibiti, seðjandi, trefjarík og hitaeiningasnauð. (ca 20 klattar koma úr þessari uppskrift) 3 stórar rófur skrældar og rifnar niður í matvinnsluvél 1 msk sítrónusafa dreift yfir ½ tsk gróft salt, smá grófur pipar 2 tsk vínsteinslyftiduft. olía til að steikja klattana, t.d. kókósolía. 2 stk smátt saxaður rauður laukur þeytt egg sett saman við ásamt salti og pipar Reynið að kreista eins mikinn safa úr rófunum og hæft er Gott er að krydda hveitið og blanda saman við rófurnar síðast koma þeytt eggin Ef deigið er of þunnt þá að bæta smá meira hveiti saman við Steikja vel báðum megin og bera fram með sýrðum rjóma og eplamauki ásamt góðu tómata- og agúrkusalati með spínati Gott er að setja klattana í heitan ofn áður en þeir eru bornin fram með fersku salati , sýrðum rjóma og heitri eplasósu. - HM

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.