Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.09.2012, Qupperneq 42

Fréttatíminn - 14.09.2012, Qupperneq 42
6 ÍSLENSKT GRÆNMETIHAUST 2012 Vissir þú ... að hvítkál geymist best í plastpoka í ísskáp ? ... að hvítkál er mjög ríkt af C-vítamíni ? ... að hægt er að hressa upp á kál sem orðið er slappt með því að leggja það í ísvatn í 30 mínútur ? ... að í hvítkáli eru mjög fáar hitaeiningar ? ... að ystu blöðin á hvítkálshausnum eru næringarríkust ? ... að áður fyrr var hvítkál notað til að spá fyrir um framtíðina með því að sjóða kálhaus og lesa úr kálblöðunum ? Hvítkálssalat með sinnepssósu Spergilkál kartöflur Kartaflan er upprunin í norður hluta Suður-Ameríku og hefur verið mikilvæg matjurt á þeim slóðum í þúsundir ára. Hún þótti það mikilvæg fæða hjá Inkum að hún var tekin í guða tölu. Kartaflan barst til Evrópu í kjölfar landafundanna á 16. öld og breiddist fljótt út um álfuna, þar sem hún varð ein mikilvægasta fæðutegundin. Áður en kartaflan barst til Evrópu var brauð og hnúðmeti af öðru tagi mikilvæg fæða. Enska heitið „potato“ er komið úr indíánamáli þar sem kartaflan kallast „batat“ eða „patat“ en það síðarnefnda er notað í mörgum tungumálum, bæði um kartöflur og sætar kartöflur. Kartaflan er næringarrík og fremur auðveld í ræktun við íslenskar aðstæður. Þó er hún nokkuð viðkvæm fyrir ýmsum sjúkdómum af völdum veira, baktería og sveppa. Einn slíkur sjúkdómur, kartöflumygla, olli algerum uppskerubresti á Írlandi á árunum eftir 1840, en á þeim tíma var kartaflan orðin undirstöðufæða fátækra smábænda þar í landi. Mikil hungursneyð varð í kjölfarið og þúsundir manna urðu hungrinu að bráð. Þúsundir fluttust vestur um haf til Ameríku. Margir vestuarfaranna settust að í ríkjunum Maine og Idaho, en þar stendur kartöflurækt í miklum blóma enn þann dag í dag. Kartafla myndar jarðstöngulhnýði. Hún tilheyrir náttskuggaætt (solanaceae) og er náskyld mörgum þekktum plöntum eins og eggaldini, tómötum, papriku, stjörnualdini (carambola) og tóbaki. Allar tegundir náttskuggaættar mynda eiturefnið sólanín, í mismiklum mæli þó. Í kartöflu er það í öllum grænum plöntuhlutum sem notið hafa birtu. Það eyðist ekki við suðu: fjarlægið því alla græna hluta kartaflna áður en þeirra er neytt. Þegar kartaflan barst til Evrópu var henni tekið með nokkurri tortryggni. Það var fyrst eftir að hún var almennt tekin í sátt í Englandi, Írlandi, Frakklandi og síðast en ekki síst í Þýskalandi, að kartaflan fór að vera mikilvæg matjurt á Norðurlöndum. Hún barst fyrst til Íslands á ofanverðri 18. öld. Séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal ræktaði hana fyrstur Íslendinga. NæriNgargildi Kartaflan er næringarrík, full af vítamínum og steinefnum. Í kartöflum eru fáar hitaeiningar, aðeins 88 (kcal) í 100 gr. Þar sem flestir borða kartöflur nánast daglega eru þær með mikilvægustu uppsprettum B- og C-vítamíns í fæðunni. Einnig eru kartöflur ríkar af járni, kalki, fosfór og trefjum. Í þeim er mikið mjölvi sem gerir þær mettandi þó þær séu ekki mjög hitaeiningaríkar. Æskilegt er að sjóða kartöflur með hýðinu, annars tapast mikið af næringarefnum út í suðuvatnið. Séu þær afhýddar fyrir suðu ber að nota eins lítið vatn við suðuna og kostur er og nota síðan vatnið í sósur eða til brauðgerðar til að nýta næringarefnin sem skolast hafa út. geymSla Kartöflur á að geyma við 4-6° C og mikinn raka en við slík skilyrði geymast þær í allt að 6 mánuði án þess að dragi úr gæðum. Mjög snemmsprottnar kartöflur geymast þó skemur. Góð loftræsting þarf að vera í kartöflugeymslu til að leiða burt koltvísýring sem myndast við öndun, þó má kaldur dragsúgur ekki leika um þær. Etýlen sem kartöflurnar mynda í geymslunni getur ýtt undir að þær spíri. Þær mega ekki vera í birtu, þá myndast í þeim sólanín og hnýðin verða græn. Af þessari ástæðu er best að geyma kartöflur í bréfpokum eða öðrum ógegnsæjum umbúðum. Ef kartöflur eru hafðar í pappírssekkjum minnkar einnig hættan á að raki setjist utan á hnýðin og valdi bakteríu eða sveppasjúkdómum. gæðamat Kartöflur eiga að vera þurrar, hreinar og þéttar í sér, lausar við áverka, sprungur og spírur auk þess sem þær mega ekki vera grænar. Kartöflum sem pakkað er í plastpoka eiga að vera jafnar að stærð og gæðum. Á veturna þarf að fylgjast vel með kartöflum sem geymdar hafa verið við lægri hita en 4° C en það ýtir undir niðurbrot mjölva þannig að bragðið versnar, þær verða of sætar. Fyrstu heimildir um ræktun spergilkáls við norðanvert Miðjarðarhaf eru í ritum ítalska náttúrufræðingsins og rithöfundarins Pliníusar, sem var uppi 23-79 f.Kr. Hann segir að Rómverjar hafi ræktað og neytt spergilkáls frá því á 1. öld fyrir Krist. Á tímum rómversku keisaranna var það vel metið og bændur nefndu það hina grænu fingur Júpíters. Frá Ítalíu dreifðist þekkingin um ræktun á spergilkáli til Hollands og þaðan til Englands á 17. öld. Ítalskir innflytjendur komu með spergilkálið til Bandaríkjanna og var það orðið nokkuð útbreytt árið 1920. Ítalir nefna spergilkálið brokkolí, en það er dregið af feiritöluorðinu broccolo, sem vísar til blómgunar kálsins. Spergilkál er ræktunarafbriði garðakáls og er náskylt blómkáli. Í grænmeti af krossblómaætt t.d. í spergilkáli, blómkáli, næpum, rófum og hvítkáli er mikið af efnasamböndum sem styðja við ónæmiskerfi líkamans. Eitt þessara efnasambanda er sulforaphane sem virkar örvandi á andoxunarefni, sem vinna gegn öldrun fruma og hefur jákvæð áhrif á ónæmiskerfi líkamans. NæriNgargildi Spergilkál er afar hollt grænmeti og vegna hollustunnar er það oft nefnt ofurkálið meðal grænmetistegunda. Neysla þess getur hjálpað til við að lækka kólesterólmagn í blóði. Spergilkál er ríkt af vítamínum og steinefnum. Eins og í blómkáli er stór hluti næringargildsins fólginn í stilknum og blöðunum. Spergilkál er trefjaríkt og járnríkt. Það er auðugt af A, B og C vítamíni. Í 100 g. eru aðeins 42 (kcal) hitaeiningar. geymSla Litur knúppanna má ekki vera mjög ójafn, en hann getur verið ólífugrænn yfir í fjólublátt, allt eftir því hvaða yrki er um að ræða og hvar það hefur verið ræktað. Blómvísarnir eiga að vera alveg lokaðir og hvorki með mislitum eða innföllnum dökkum blettum. Spergilkál geymist vel í grænmetisskúffunni í ísskápnum. Upplagt er að frysta soðið spergilkál. Bls. 6 Vissir þú Uppskriftir Í guðatölu hjá Inkum – kartaflan barst til Evrópu í kjölfar landafundanna. Spergilkál Viðtal við Bryndís Björk Reynisdóttur Bls. 7 Uppskriftir Kínakál Blómkál boðar gæfu í draumi 1/2 íslenskt hvítkálshöfuð, meðalstórt – nýtt og grænt 1 grænt epli 1 msk dijonsinnep 2 msk rauðvínsedik nýmalaður pipar salt 5 msk ólífuolía Hvítkálið skorið í fjórðunga, stilkurinn fjarlægður og kálið síðan skorið í þunnar ræmur. Eplið kjarnhreinsað og skorið í litla bita. Sinnep, edik, pipar og salt hrært saman í stórri skál og olíunni þeytt saman við smátt og smátt. Eplabitarnir settir út í og velt upp úr sósunni og síðan er kálið sett út í og blandað þar til það er þakið sósu. Salatið hentar vel með lamba- og svínasteik, fuglakjöti, villibráð o.fl. - NR kartaflan í guðatölu hjá inkum Hinir grænu fingur Júpíters Spergilkál er gott fyrir ónæmiskerfið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.