Fréttatíminn - 14.09.2012, Page 46
Fjársjóðurinn mikli
B
Barnabörn eru dásamleg fyrirbrigði, ljúf og góð við
ömmu og afa og sækjast, sem betur fer, eftir vist hjá
okkur enda dekrum við talsvert við þau, einkum
amman. Hún er uppáhalds – og afinn nýtur góðs af.
Áttunda barnabarn okkar hjóna bættist í hópinn í
vikubyrjun, fallegur drengur, yndi okkar eins og öll
hin. Það er mikill fjársjóður sem við höfum eignast
á tæplega áratug, frá því í janúar 2003 er við fengum
heiðursnafnbótina amma og afi. Aðrir titlar komast
ekki í hálfkvisti við þær nafngiftir og hlutverkið sem
fylgir. Þessi fríði hópur, börn okkar, tengdabörn og
barnabörn mynda stórfjölskyldu okkar, með lang-
ömmu, langöfum og systkinum – það fólk sem næst
okkur stendur og skiptir okkur mestu.
Ömmu og afa leyfist því, þegar nýtt barnabarn
bætist í hópinn, að staldra við og gleðjast yfir því
undri sem hvert barn er og líta um leið fram á veg.
Ábyrgðin er auðvitað foreldranna en amma og afi
eru á kantinum, veita stuðning og aðstoð eftir getu.
Það vita foreldrarnir. Því gegna amma og afi mikil-
vægu hlutverki og fá ríkulega umbunað fyrir fram-
lag sitt með ljúfu viðmóti upprennandi kynslóðar.
Hvert barn er sérstakt og dásamlegt er að líta það
augum í fyrsta sinn, sjá hverjum það líkist, föður,
móður eða eldri systkinum. Sem betur fer eru þau
sjálfum sér lík og persónuleikann eiga þau ein.
Hverju barni kynnumst við og lærum á er tímar líða
– og þau læra með sama hætti á okkur. Þegar barna-
börnin koma í heimsókn, eftir að þau eru aðeins
komin á legg, ganga þau að hlutunum vísum heima
hjá okkur. Þau vita hvar mynddiskana með barnaefn-
inu er að finna, hvar bílarnir og dúkkurnar eru, lita-
bækurnar, litirnir, púslin, samstæðuspilin og allt það
dót sem geymt er fyrir litlar manneskjur. Skoppa og
Skrítla lifna við á skjánum, Bubbi byggir og byggir
og bílarnir í kvikmyndinni Cars, Bílar, þjóta áfram.
Og vegna þess að Disney gamli, þótt löngu dauður
sé, Legó og fleiri í þessum bransa, kunna sitt mark-
aðsfag vitum við að kaupa ber í afmælis- og jólagjafir
dráttarbílinn Krók og sportbílinn Leiftur McQueen,
að ógleymdum þeim kumpánum í brúðugervi, Bósa
og Vidda, úr kvikmyndinni Toy Story, Leikfanga-
sögu. Gott ef ekki eru komnar þrjár myndir í þeirri
seríu og tvær um baráttu bílanna.
Ungviðið veit líka hvar barnabækurnar er að
finna þegar komið er til lengri dvalar hjá afa og
ömmu. Þess vegna las amman um Öskubusku
klukkan að ganga þrjú um nótt þegar þriggja ára
stúfur kom í vistina, rétt áður en hann tók á sig
þá ábyrgð að verða stóri bróðir. Hann fékk líka að
heyra um ævintýri Bangsimons og Eyrnaslapa
vegna þess að það getur tekið tíma að sofna aftur ef
maður er vakinn um miðja nótt þegar mikið stendur
til. Það er leyfilegt að vera lítill, jafnvel þótt
maður sé stóri bróðir.
Barnabörnin vita líka, þau sem komin
eru til vits og ára, að amma geymir apa-
ís í kassa neðst í hillu frystiskápshurð-
arinnar, við hlið kæliskápsins. Þau
laumast stundum í þessa íspinna. Það
er ekki víst að það kæti foreldrana
sérstaklega, sem kjósa kannski að
eitthvað hollara fari í litla kroppa,
en svo verður að vera. Ömmum,
og jafnvel öfum, leyfist að láta
það eftir börnunum sem foreldr-
arnir gera ekki – á meðan það
er í hófi. Amman tekur því
líka með jafnaðargeði
þótt borð, skápar og
speglar verði kámug
af ísfingrum og
bráðnu súkkulaði
og þótt reynt sé
að passa spari-
húsgögnin í
stofunni er
hugsanlegt
að sömu
kámfingur
nái þangað
líka. Og af
því að amman
er með snert
af áhættufíkn
er hugsanlegt að hún
setji endrum og eins
græna, gula eða rauða
frostpinna í íshilluna neðst í fyrrgreindum skáp.
Þeir bráðna og bragðast vel í litlum munnum en lita
meira en apaísinn. Það er ekki víst að frostpinninn,
hvort heldur er eiturgrænn, sólgulur eða berjarauð-
ur lendi allur ofan í maga. Sumt fer á hendurnar,
annað út á kinnar og hluti beint á gólfið. Klístraðir
litir regnbogans verða því stundum eftir í gardínum
eða á húsgögnum. Það er enn og aftur á ábyrgð
ömmu, og jafnvel afa, sem verða þá að finna
til hreinsiefnabrúsann og stufkústinn.
Endi meirihluti græns frostpinna
í fötum barnanna líta amma og
afi hins vegar framhjá slíkum
listaverkum og treysta því
að þvottavélar foreldranna
ráði við vandann.
Það er gefandi að fá
að fylgjast með uppvexti
barnabarna og taka þátt í lífi
þeirra. Staðan er önnur en
þegar við eignuðumst okkar
börn. Við tókumst á við það verk-
efni eins og það kom fyrir á þeim
tíma – móðir barnanna raunar
fremur en faðirinn að þeirra tíma sið.
Það hefur sem betur fer breyst.
Feður koma mun meira að
umönnun og uppeldi barnanna
en þá var. Ábyrgð og önnum er
betur dreift milli foreldranna.
Að því leyti hefur heimurinn
batnað.
Jafnvel afinn hefur lært
og hefur stöku sinnum
verið treyst fyrir ung-
barni – það er að segja
einum og án aðstoðar
ömmunnar – með bleiu-
pakka og pela. Það hefur
gengið bærilega, þótt
hinn sami afi segir sjálfur
frá. Batnandi manni er
besta að lifa.
Hinir seinþroska þroskast líka.
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
HELGARPISTILL
Te
ik
ni
ng
/H
ar
i
Deildarstjóri vísitöludeildar
Vísitöludeild reiknar ýmsar verðvísitölur eins
og vísitölu neysluverðs, byggingarvísitölu og
vísitölu framleiðsluverðs. Þá er í deildinni unnið að
alþjóðlegum verðsamanburði, landbúnaðartölfræði
og rannsókn á útgjöldum heimila. Deildarstjóri er í
faglegu forsvari fyrir verkefni deildarinnar, ber ábyrgð
á þeim og skipuleggur þau. Í því felst meðal annars
að sjá um alþjóðleg samskipti og önnur samskipti,
svo sem við hagsmunaaðila. Þá skipuleggur hann
rannsóknarverkefni deildarinnar.
Umsóknarfrestur er til og með
17. september 2012
Hæfniskröfur
3 Háskólapróf í hagfræði, viðskiptafræði, stærðfræði
eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi.
3 Þekking á vísitölufræðum.
3 Stjórnunarfærni.
3 Góð almenn tölvuþekking; þekking á gagnagrunns
vinnslu (SQL) er kostur.
3 Reynsla af tölfræðilegri vinnslu.
3 Nákvæmni og skipulögð vinnubrögð.
3 Reynsla af alþjóðlegum samskiptum er kostur.
3 Góð málakunnátta, a.m.k. í ensku.
3 Samskipta og skipulagsfærni, þolinmæði og
álagsþol.
Hagstofa Íslands
óskar eftir að ráða metnaðarfullan
og áhugasaman starfsmann
Hagstofa Íslands er sjálfstæð
stofnun sem gegnir forystu hlutverki
á sínu sviði. Hún samhæfir opinbera
hagskýrslugerð á Íslandi og er virkur
þátt takandi í alþjóðlegu samstarfi.
Hagstofan sinnir rannsóknum og
safnar, vinnur og miðlar áreiðan
legum hagtölum sem lýsa samfélaginu.
Stofnun in stuðlar að upplýstri
umræðu og faglegum ákvörðunum
með því að tryggja öllum sama
aðgang að upplýsingum.
Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að þeir sem ráðnir verða geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjara
samningi fjármálaráðuneytis og hlutað eigandi stéttar félags. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um
ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Póstáritun Hagstofa Íslands, starfsumsókn, Borgartúni 21a, 150 Reykjavík
Netfang starfsumsokn@hagstofa.is
Upplýsingar Ólafur Arnar Þórðarson [olafur.thordarson@hagstofa.is]
Hagstofa Íslands · Borgartúni 21a · 150 Reykjavík
Sími: 528 1000 · Bréfasími: 528 1099 · Vefur: www.hagstofa.is
EVRÓPSKA
HAGSKÝRSLU-
SAMSTARFIÐ
Atvinnuauglýsing í Fréttatímann frá Hagstofu Íslands
Birting: Föstudagur 14. september 2012
Tengiliður: Brynjólfur Ólason (símar: 528-1105 / 867-1857)
Stærð: 255mm x 200mm
38 viðhorf Helgin 14.-16. september 2012