Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.09.2012, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 14.09.2012, Blaðsíða 52
ÍSLAND - N. Írland Á LAugArDAg kL. 16:15 Miðasala á midi.is kr. 1.000 fyrir 17 ára og eldri Ókeypis fyrir 16 ára og yngri eM kveNNA 2013 44 heilsa Helgin 14.-16. september 2012  Heilbrigðismál ráðstefna um legslímuflakk  Heilsa líkamsrækt og offita „Ég var verulega þjáð, sérstaklega þegar ég var á blæðingum,“ segir Silja Ástþórsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu. Hún fór til fjölda lækna en engin skýring fannst á verkjunum. Mynd Hari Um endómetríósu (legslímuflakk) Beit á jaxlinn í mörg ár É g beit á jaxlinn í mörg ár. Þegar ég var orðin hvað verst var mér illt allan sólarhring- inn, verulega orkulaus og virkilega kvalin öllum stundum,“ segir Silja Ástþórsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu. Endómetríósa er sjúkdómur sem kallast einnig legslímuflakk en samtökin standa fyrir ráðstefnu í Hörpu á laugardag- inn. Markmið hennar er að auka þekkingu um sjúkdóminn, jafnt meðal heilbrigðisstarfsfólks og al- mennings. Ráðstefnan mun einnig gagnast þeim sem vilja fræðast um ófrjósemi enda hrjáir ófrjósemi ósjaldan konur með legslímuflakk. „Legslímuflakk er krónískur, sársaukafullur sjúkdómur sem or- sakast af því að frumur úr innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu,“ segir Silja. Undir venjulegum kringumstæðum fara þessar frumur út úr líkamanum við blæðingar. Frumurnar sem finnast utan legsins setjast á líffærin. Í hverjum mánuði blæðir úr þessum frumum en það veldur samgróning- um, bólgum og blöðrumyndunum sem geta orsakað miklar kvalir, að sögn Silju. Blæðingarnar höfðu ekki valdið Silju erfiðleikum fyrr en hún var sextán ára gömul en þá missti hún meðvitund eitt sinn er hún var á blæðingum, þegar hún var að bíða eftir strætó. Vinkona hennar hjálp- aði henni heim þegar hún raknaði við sér en Silja leið miklar kvalir næstu þrjá daga. Næstu tíu ár var Silja hins vegar einkennalaus en þá fóru fylgikvillar sjúkdómsins að gera vart við sig og urðu að reglu- legum, mánaðarlegum ófúsugesti. „Ég var verulega þjáð, sérstaklega þegar ég var á blæðingum,“ segir Silja. Hún fór til fjölda lækna en engin skýring fannst á verkjunum. Legslímufrumurnar bregðast við mánaðarlegum hormónabreyt- ingum líkt og þær gera á sínum eðlilega stað í leginu og blæðingar eiga sér stað. Í staðinn fyrir að fara út úr líkamanum kemst blóðið ekki í burtu og myndast oft blöðrur á þessum stöðum. Einnig geta mynd- ast samgróningar innan kviðarhols- ins þegar legslímuflakkið tengir saman aðra vefi. Þetta getur valdið sársauka. „Endómetríósa hefur allt of lítið verið rannsökuð þótt það hafi aukist undanfarin ár. Svo virðist sem konur með endómetríósu séu líklegri til að hafa sjálfsofnæmis- sjúkdóma og til eru læknar sem halda því fram að þetta sé í raun sjálfsofnæmissjúkdómur,“ segir Silja. „Við í Samtökunum ákváðum að halda þessa ráðstefnu í því skyni að auka umræðu um sjúkdóminn og bæta þekkingu jafnt meðal heil- brigðisstarfsfólks sem og kvenna sem þjást af honum. Meðalgreiningartími sjúkdóms- ins er 7-10 ár, sem þýðir að konur geta þurft að þjást í allt að tíu ár eða lengur áður en orsakir kvalanna eru greindar og hægt er að bregð- ast við. Allar konur sem eru byrj- aðar að hafa blæðingar geta fengið legslímuflakk. „Talið er að um 5-10 prósent kvenna séu með legslímuf- lakk. Árlega greinast í kviðarhols- speglun, um 80 konur með endó- metríósu á Íslandi. Reikna má með að um 2500 konur á frjósemsialdri 15-49 ára hafi endómetríósu hér á landi,“ segir Silja. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Endómetríósa eða legslímuflakk (endo- metriosis) er krónískur, sársaukafullur sjúkdómur sem orsakast af því að frumur úr innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu og valda þar bólgum og blöðrumyndun. Undir venjulegum kringum- stæðum fara þessar frumur út úr líkamanum við blæðingar. Legslímuflakk finnst meðal annars á eggja- stokkum, eggjaleiðurum, blöðru og ristli. Helstu möguleg einkenni legslímuflakks eru mikill sársauki við og fyrir blæðingar, miklar og/ eða óreglulegar blæð- ingar, verkir í kviðarholi milli blæðinga, sársauki við egglos, samfarir, þvaglát og hægðalosun. Legslímuflakk getur valdið ófrjósemi. Talið er að 5-10% stúlkna og kvenna séu með legslímuflakk. www.endo.is Vel hægt að vera Offita þarf ekki endilega að hafa í för með sér lífsstílstengda sjúkdóma og það getur því alveg farið saman að vera feitur og „fit“. Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birt var í virtu vísinda- tímariti, European Heart Journal, leiddi í ljós að of feitt fólk sem stundar reglulega líkamsrækt getur vel verið í jafn góðu líkam- legu formi og fólk í kjörþyngd. Rannsóknin náði til rúmlega 43 þúsund einstaklinga í Banda- ríkjunum og var gerð á árunum 1979-2003. Í ljós kom að 46 prósent þeirra töldust vera „efnaskiptalega heilbrigð“ og einn af hverjum fjórum þeirra var í minni lífshættu en offitusjúklingar sem voru ekki í góðri þjálfun. Eitt af því sem rannsóknin sýndi jafnframt fram á var að það er ekki holdafar fólks sem ræður því hversu heilbrigt það er, heldur fyrst og fremst það hvort það stundar líkamsrækt eður ei. Það er ekki holdafarið eitt sem segir til um heilbrigði. Næringarefn Hlutfall af ráðlögðum dagsskammti K-vítamín 1327.6% A-vítamín 354,1% C-vítamín 88,8% Mangan 27% Trefjar 10,4% Kopar 10% Tryptófan 9,3% Kalsíum 9,3% Kalíum 8,4% Járn 6.5% Magnesíum 5,8% E-vítamín 5,5% Omega-3 fitusýrur 5,4% B2-vítamín 5,2% Prótein 4,9% B1-vítamín 4.6% Fólínsýra 4,2% Fosfór 3,6% B3-vítamín 3,2% Hitaeiningar (36) 2% Grænkál Næringargildi í grænkáli (1 bolli soðið, 130 g) Silja Ástþórs- dóttir, formaður Samtaka um endómetríósu, beit á jaxlinn í mörg ár og féll ósjaldan í yfirlið af kvölum. Hún greindist seint um síðir með sjúkdóminn endómetríósu, legslímuflakk, sem er krónískur, sársaukafullur sjúkdómur. Sam- tökin halda ráð- stefnu í Hörpu á laugardaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.