Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.09.2012, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 14.09.2012, Blaðsíða 56
Helgin 14.-16. september 201248 tíska Karlmannsklæðnaður er ekki aðeins fyrir karlmenn Ég er ein af þeim sem er frekar frjálsleg þegar kemur að fatakaupum og hef ég tekið eftir því að ég hef mikla tilhneigingu til að kaupa mér föt sem ætluð eru karlmönnum. Þetta finnst mér alls ekki slæmur hlutur, heldur er þetta mjög hentugt fyrir stelpur eins og mig sem finnst fátt betra en víðar og þægi- legar flíkur. Ég hef þó oftar en ekki verið spurð af starfsfólki hvort ég sé að kaupa handa kærastanum en ég er alveg ófeimin við að segja þeim að ég ætli að klæðast fötunum sjálf. Mín uppáhaldsbúð er Urban Outfitters en þar get ég tapað mér bæði í stelpu- og strákadeildinni. Ég fór með pabba mínum til New York fyrr á árinu og kynnti hann fyrir þessari búð og er síðan búin að sjá eftir því að hafa ekki keypt sömu flíkur og hann. Það er þó alltaf gott að eiga pabba sem vill lána manni fötin sín! Topman er einnig mjög ofarlega á strákabúðalistanum mínum og finn ég mér oft skart- gripi þar ætlaða karlmönnum. Einnig er mikið um aukahluti svo sem húfur, trefla, belti og jafnvel skó í þessum búðum sem mér þykja gríðarlega fallegir og ég gæti hugsað mér að ganga í. Í vetur munu þykkar peysur, mynstraðir bolir og skyrtur, og fallegar yfirhafnir koma sterkar inn og hvet ég allar stelpur til að koma við í karladeildinni næst þegar þær versla og athuga hvort þær finni ekki eitthvað við sitt hæfi! Gestapistla- höfundur vikunnar er Ingileif Friðriksdóttir tískubloggari á babilja. blogspot.com Elskar að koma fólki á óvart Hinni nýju tískubiblíu fyrrum Vogue ritstýrunnar, Carine Roitfeld, hefur loksins verið dreift til sölu eftir margra mánuða bið. Glamúr- fyrirsætan Kate Upton prýðir forsíðuna, mörgum til mikilla undrunar. „Það bjóst enginn við að sjá forsíðu eins og þessa á nýja tímaritinu mínu. Ég elska að koma fólki á óvart og þess vegna valdi ég fyrirsætu eins og Kate. Hún er ekki þessi dæmigerða hátískufyrirsæta sem allir voru að búast við,“ segir Carine í viðtali við The Daily Beast á dögunum. MTV endurgerir vinsælan tískuþátt Vinsæli tískuþátturinn House of Style, sem sjónvarpstöðin MTV sjónvarpaði á árunum 1989 - 2000, mun hefjast á nýjan leik þann 9. október næstkomandi. Fyrirsæturnar og vinkonurnar Karlie Kloss og Joan Smalls munu leiða áhorfendur inn í heim tískunnar og feta þá í fótspor fyrirsætna á borð við Cindy Crawford, Rebecca Romijn og Mollie Sims. Þættirnir verða sýndir tvisvar í viku á sjónvarpstöð- inni og munu þær grennslast fyrir um nýjustu tísku, taka viðtöl við hátískuhönnuði og annað áberandi fólk innan tískuheimsins. Nýtt tískutímarit frá Dior Franska hátískufyrirtækið Dior setti í sölu sitt fyrsta prentaða tískutímarit þann 10. september síðastliðinn, 110 blaðsíður af tískutengdu efni. Tímaritið vinna starfsmenn vefsíðunnar Diormag.com sem lengi hefur verið einn vinsælasti tískuvefurinn og hefur blaðið nú verið gefið út á sjö mismunandi tungumálum. Franska leikkonan Marion Cotil- lard er forsíðu- fyrirsæta fyrsta tölublaðsins og klæðist hún klass- ískri hönnun frá Dior sem hönnuð var árið 1947.  Stígur upp úr hverSdagSleikanum í SparidreSSið með Sömu flíkinni Buxurnar sem passa við allt Hversdagsdressið Vintage – frá London Vivienne Westwood Vintage – frá London CTZ Sparidressið Underground Vivienne Westwood Vivienne Westwood Hermannabuxurnar frá hátískuhönnuðinum Vivienne Westwood hafa komið að góðum notum hjá Sindra Snæ Einarssyni, 21 árs, sem leikur sér að lífinu þessa stundina. Buxurnar keypti hann í London í janúar síðastliðnum og hafa þær gegnt þýðingarmiklu hlutverki, bæði hversdags og einnig þegar hann puntar sig upp í sparidressið. „Mér finnst þessar buxur ganga við allt, sem er mjög þægilegt. Þær eru allra handa. Þetta army-þema er líka í miklu uppáhaldi hjá mér þessa stundina og finnst mér litirnir, sniðið og efnið koma vel saman. Ég elska hvernig ég get breytt þeim, aðeins með því að skipta um „átfitt“, sem nær að draga þær fram á ólíkan hátt. Ég hef mjög fjölbreyttan fatastíl, sem er ótrúlega margbreytilegur og það kemur sér vel að eiga flík sem ég get notað við allt. Sama fyrir hvaða stíl ég fæ æði fyrir, þá eru þær alltaf í uppáhaldi.“ Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is Verslunin Belladonna á Facebook Full búð af flottum fötum, fyrir flottar konur. Stærðir 40 – 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.