Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.09.2012, Blaðsíða 71

Fréttatíminn - 14.09.2012, Blaðsíða 71
40 ár frá einvígi aldarinnar Á laugardaginn verður þess minnst með málþingi og risaskákmóti í Laugar- dalshöll að 40 ár eru liðin frá því „Einvígi aldarinnar“. Þá sigraði Bandaríkjamað- urinn Robert J. Fischer hinn rússneska Boris Spassky. Mótið er ætlað börnum á grunnskólaaldri, auk þess sem skákmenn 60 ára og eldri tefla í sérstökum heiðursflokki. Teflt verður í aðal- sal Laugardalshallar, þar sem hið sögulega einvígi fór fram. Skákmótið hefst klukkan 13 en klukkan 11 hefst málþingið. Reykjavíkurborg stendur að skákhátíðinni í samvinnu við SÍ, Skákakademíuna og taflfélögin í Reykjavík. Þátttaka í hátíðinni er ókeypis. Hollywood á stóra sviðinu Hilmir Snær Guðnason og Stefán Karl Stefánsson snúa aftur með Fulla vasa af grjóti í Þjóðleikhúsinu á laugardaginn. Varla er hægt að segja um frumsýningu að ræða, frekar endur- komu, en verkið var fyrst frumsýnt árið 2000 og þá voru 180 sýningar og yfir 40 þúsund manns sáu verkið. Nú er tíu ára sýningarhléi lokið en verkið fjallar um auka- leikara í Hollywoodmynd sem setur allt á annan enda í litlum smábæ. Kannski hefur efnið sjaldan átt eins mikið erindi á Íslandi. Aki Kaurismaki á Akureyri Fyrsta frum- sýning Leikfélags Akureyrar í vetur er Leigumorðinginn eftir Aki Kaurismaki. Það er Egill Heiðar Anton Pálsson sem leikstýrir þessu sérstæða verki sem samkvæmt kynn- ingarbæklingi Leik- félags Akureyrar fjallar um ástina og dauðann og misheppnaða sjálfs- morðstilraun. Það eru þau Aðalbörg Þóra Árnadóttir, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Einar Aðalsteinsson og Hannes Óli Ágústsson sem leika í verkinu og verður það frumsýnt í byrjun október. Ólöf og þjóðararfurinn Listasafn Íslands opnar á föstudagskvöld klukkan 20 sýninguna Musée Islandique eftir Ólöfu Nordal. Sýning- in byggir á tveimur nýjustu ljósmyndaröðum hennar; Musée Islandique og Das Experiment Island Ólöf er ein af okkar fremstu listamönnum og er þekkt fyrir að vinna með þjóðar- arfinn á sinn sérstaka og beinskeytta hátt.  Sigfríð ÞóriSdóttir ÆviSaga í ljóðum una eftir heilablæðinguna en síðan stóð ég á miðjum gangi í Hveragerði og kallaði allt í einu eftir blaði og blýanti og þá komu þessar línur: „Lost in a world of desktop, without connection to my meodem of life.“ Síðan hélt þetta bara áfram að koma og ein- hverju sinni var ég í Eden þegar ljóðin gerðu vart við sig og ég þurfti að fá servíettu og penna í ofboði,“ segir Sigfríð. „Það var afskaplega gaman að fást við að þýða ljóðin yfir á ensku vegna þess að ég á gamla íslensk/ enska orðabók og valdi flott ensk orð þegar möguleikarnir voru fleiri en einn.“ Sigfríð segist hafa ætlað sér að skrifa ævisögu sína en „þegar ég var búin að skrifa einhverjar sex- tíu blaðsíður rakst ég á öll ljóðin mín í bakka uppi í hillu og ákvað þá að breyta ævisögunni bara í ljóðabók.“ Sigfríð segist alltaf þurfa að vera með blað og penna við hönd- ina. „Það skjóta oft upp kollinum stikkorð þegar ég er að horfa á sjónvarpið. Þá skrifa ég orðin hjá mér og yrki svo í kringum þau. Hugmyndin að ljóðinu Dauða- stundin kom til dæmis bara þegar ég var að horfa á Nágranna.“ Sigfríð var með brákaða höfuð- kúpu þegar ljóðin hennar fossuðu fram í Hveragerði. „Ég býst við að krafturinn hafi farið upp fyrir höfuðið á mér þá enda leitar orka þangað sem mest þörf er fyrir hana. Það var allt opið þarna uppi og þess vegna held ég að ég hafi byrjað að yrkja.“ Bækurnar Ópera sálarinnar og Opera of the soul eru meðal annars seldar í verslunum Ey- mundsson. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Án ofnæmisvaldandi efna Án efna sem sitja eftir í tauinu Sérþróað fyrir íslenskt vatn Í völdum 2 kg pökkum af MILT þvottadufti eru lukkumiðar sem innihalda glæsilega vinninga. Kauptu MILT þvottaduft og þú gætir dottið í lukkuþvottinn! Whirlpool þvottavél og Philips straujárn frá Heimilistækjum, veglegir balar með frábærum þvotta- og hreinsiefnum eða inneign í Skemmtigarðinn í Smáralind. F ÍT O N / S ÍA menning 63 Helgin 14.-16. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.