Fréttatíminn - 14.09.2012, Síða 74
Lítið hefur borið á þjóðlegri tónlist frá Suð-Austur
Evrópu á Íslandi en félagarnir í hljómsveitinni
Skuggamyndir frá Býsans ætla sér að breyta því.
Hljómsveitin sækir í
gríska, tyrkneska og
búlgarska hefð og hefur
vakið lukku með tónleik-
um sínum á Cafe Haiti.
Í vor gaf sveitin síðan út
geisladiskinn New Road
sem gefur ágætis þver-
snið af efnisskrá sveitar-
innar.
„Við erum að reyna
að kynna þetta fyrir Ís-
lendingum,“ segir Ásgeir
Ásgeirsson, gítarleikari,
en hann og Haukur Grön-
dal, klarínett- og saxófón-
leikari, eru forsprakkar
sveitarinnar. „Það eru
nú ekki margir hérna
sem hafa farið til þessara
landa beinlínis til þess að
læra, frá fyrstu hendi, að
spila þessa tónlist.“
Ásgeir segir Íslendinga líklega fyrst og fremst
þekkja „sígaunataktinn“ úr Euorovision-lögum frá
þessum heimshluta og svo kannist margir við dans
Grikkjans Zorba sem er einkennandi fyrir grísku
hefðina.
„Þetta er dans- og partítónlist þessara landa, eins
og salsa, og byggir á gömlum hefðum á Balkan-
skaganum. Við erum allir djasstónlistarmenn en
ég kynntist þessu aðeins í Hollandi og Haukur í
Danmörku. „Haukur fór svo til Búlgaríu og kynntist
tónlistarfólki þar. Eitt leiddi svo bara af öðru og allt
í einu átti maður vini í Búlgaríu sem buðu okkur að
koma og læra þetta almennilega. Auðvitað er lang
skemmtilegast og sjarmerandi að læra þetta frá
fyrstu hendi og kynnast fólkinu í löndunum.“
Búlgarski harmoníkuleikarinn Borislav Zgurovski,
sem þykir einn sá fremsti í heimalandinu, leikur með
strákunum á disknum. „Hann er líka einhvers konar
gæðastjóri og aðstoðar okkur við að komast eins
nálægt upprunanum og hægt er en við komum að
sjálfsögðu líka með okkar hefð inn í þetta.“
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatimann.is
Það varð
aldrei
úr því
að við
færum.
Nú er
spurning
hvort við
tökum
ekki
Moses
með og
tökum
Japans-
markað?
Ungu mennirnir í Moses Hightower voru ekki fæddir þegar Helga Möller og Jóhann Helgason trylltu landsmenn með Þú og
ég. Sveitirnar troða upp saman í Iðnó í kvöld, föstudagskvöld. Ljósmynd/Hari
Tónleikar Moses HigHTower Treður upp Með Þú og ég í iðnó
Spila Gleðibankann í diskótakti
Hin vinsælda hljómsveit Moses Hightower treður upp í Iðnó á föstudagskvöld. Áhorfendur fá veglegan bónus því þegar sveitin hefur lokið sér af leika meðlimir
hennar undir hjá hinni goðsagnakenndu diskósveit Þú og ég sem var uppi á sitt besta áður en liðsmenn Moses Hightower fæddust.
Þ að var enginn okkar fæddur þegar þau voru upp á sitt besta. Danni gítarleikari fæddist ekki fyrr en tíu árum eftir að Ljúfa líf kom út,“
segir Andri Ólafsson, einn liðsmanna hljómsveitar-
innar Moses Hightower. Sveitin treður upp ásamt
hinni goðsagnakenndu diskóhljómsveit Þú og ég í
Iðnó í kvöld, föstudagskvöld.
Moses Hightower og Þú og ég leiddu fyrst saman
hesta sína á Innipúkanum um verslunarmannahelg-
ina og þótti það svo vel heppnað að ákveðið var að
endurtaka leikinn. Moses-liðar troða upp með eigin
efni en leika svo undir hjá Þú og ég, þeim Helgu
Möller og Jóhanni Helgasyni. „Þau eru fagmenn
fram í fingurgóma og ákaflega viðkunnanlegt fólk,“
segir Andri um samstarfið.
Önnur breiðskífa Moses Hightower kom út á dög-
unum og hefur fengið afar góðar viðtökur. Andri
játar því að meðlimir sveitarinnar séu hæstánægðir.
„Við getum ekki verið annað en mjög ánægðir með
allan þennan byr í seglin.“
Helga Möller lætur vel af samstarfinu við ungu
mennina. „Þetta eru algjörir snillingar. Við smellum
vel saman. Þetta eru vandvirkir og flottir tónlistar-
menn. Svo eru þeir með góðan húmor sem er ekki
verra.“
Og Helga er hrifin af tónlist Moses Hightower.
„Ég er með diskinn þeirra í bílnum og syng með.
Ég er orðinn aðdáandi númer eitt,“ segir hún. Helga
viðurkennir þó að fyrri plata Moses Hightower
hafi farið framhjá henni og hún hafi ekki þekkt til
sveitarinnar þegar fyrst var talað um að bandið
myndi leika undir hjá Þú og ég. „Ég sagði bara, Mo-
ses Hightower, er það einhver bygging? Ætla þeir að
fara að spila diskó undir hjá okkur? En svo varð bara
einhver gjörningur í Iðnó með þeim og blásurunum.
Þetta var algjör snilld.“
„Við höfum
fengið spilun í
Búlgaríu og þar
trúir fólk því
ekki að þetta séu
Íslendingar að
spila og halda
að við séum
Búlgarar. Það eru
býsna góð með-
mæli,“ segir Ás-
geir. Með honum
á myndinni eru
félagar hans í
bandinu, þeir
Haukur Gröndal,
Þorgrímur
Jónsson og Erik
Qvick.
skuggaMyndir frá Býsans BalkanTónlisT
Spila eins og innfæddir
Tónlistarfólkið hefur æft stíft í vikunni fyrir tón-
leikana í Iðnó. Mun fleiri Þú og ég-lög verða á efnis-
skránni en á Innipúkanum. „Og sitthvað fleira. Það
er aldrei að vita nema við spilum Gleðibankann í
diskótakti,“ segir Helga leyndardómsfull.
Þú og ég sendi frá sér jólalag í fyrra og um
þessar mundir vinna þau Helga og Jóhann að nýju
lagi. Helga segir það langt komið og útilokar ekki
að það komi út fyrir jólin.
Á sínum tíma naut tónlist Þú og ég nokkurra
vinsælda í Japan. Sveitin fór aldrei til Japans til að
fylgja velgengninni eftir en Helga segir að grínast
hafi verið með það á æfingum með Moses Highto-
wer að nú ættu þau að kýla á það. „Það varð aldrei
úr því að við færum. Nú er spurning hvort við
tökum ekki Moses með og tökum Japansmarkað?“
segir Helga og hlær dátt.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
66 tónlist Helgin 14.-16. september 2012