Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.09.2012, Qupperneq 76

Fréttatíminn - 14.09.2012, Qupperneq 76
 Í takt við tÍmann Ásgeir trausti tónlistarmaður Alveg fastur í Temple Run Hinn tvítugi Ásgeir Trausti Einarsson vakti athygli með lögunum Sumargestur og Leyndarmál í sumar. Hann var að senda frá sér sína fyrstu plötu, Dýrð í dauðaþögn. Ásgeir Trausti er kvik- myndaáhugamaður en hann nennir ekki að vera á Facebook. Staðalbúnaður Ég klæðist oftast gallabuxum og bol og kannski hettupeysu. Þægilegum fötum. Ég kaupi mér stundum föt en ég gerði miklu meira af því áður fyrr. Þegar ég versla fer ég oftast í búðir eins og Jack & Jones, Sautján og Levi’s. Þegar ég fer út úr húsi er ég alltaf með síma, veski, tóbak og þannig hluti. Ég get hins vegar ekki gengið með úr eða aðra aukahluti, ég týni þeim alltaf samdægurs. Hugbúnaður Ég fer mjög oft í bíó, allt að því einu sinni í viku. Svo var ég að kaupa minn fyrsta flatskjá og er búinn að vera duglegur að horfa á bíómyndir. Síðasta sjónvarpsþáttaröð sem ég horfði á var The Killing. Kærastan mín var alla vega að segja mér að við hefðum verið að horfa á hana, ég hlýt að hafa sofið það af mér. Ég djamma ekkert voðalega mikið, alla vega ekki síðustu mánuði. Ég er kannski frekar fyrir að hanga með vinum mínum og djamma þannig frekar en að fara niður í bæ. En ef maður fer þangað endar maður oft á Prikinu. Ég var á kafi í lyftingum þangað til ég gaf mig að tónlistinni. Það hefur komið mér á óvart að ég sé ekkert eftir lyftingunum því ég var fastur í þeim í mörg ár. Vélbúnaður Ég kann ekki neitt á græjur en ég á samt iPhone og Macbook. Ég kann bara helstu atriði en ekkert meira. Macbook-inn nýtist þó mjög vel í tónlistinni til að taka upp demó heima og svona. Sverrir vinur minn var að benda mér á Temple Run í iPhone-inum og ég er alveg fastur í þessu dæmi. Þetta er svona leikur þar sem maður stjórnar kalli sem hleypur stanslaust. Mér líður eins og ég sé fífl. Fyrir utan Temple Run og önnur öpp hef ég aldrei verið fyrir að spila tölvuleiki. Ég er með aðdáendasíðu á Facebook en ég er ekki sjálfur með síðu og hef aldrei verið. Ég nenni því bara ekki, maður festist bara í þessu. Aukabúnaður Ég er tónlistarkennari í sveitinni heima, á Hvammstanga og keyri fram og til baka einu sinni í viku. Ég keyri um á gömlum BMW, hvít- um 96 módeli, sem ég keypti daginn eftir að ég fékk bílprófið. Það er ekki erfitt að þekkja þennan bíl því ég sprautaði felgurnar á honum svart- ar ásamt félögum mínum. Þegar ég borða úti fer ég helst á Ham- borgarasmiðjuna á Grensásvegi – það er „gúddsjitt“. American Style er líka fínn en ég fer líka á staði eins og Salatbarinn. Fyrir nokkrum vikum bauð ég kærustunni á Hereford, það var mjög gott. Uppáhaldsstaðurinn minn er Miðfjörðurinn, Hvammstangi og Laugarbakki. Aðal áhugamál mín eru íþróttir og myndlist, ég var mikið að teikna áður fyrr, og svo hljóðfæri og fleira tengt tónlist. Ásgeir Trausti heldur þrenna útgáfu- tónleika á næstu dögum; á Græna hattinum á Akureyri í kvöld, föstudagskvöld, í Félags- heimilinu á Hvammstanga sunnudaginn 16. september og á Faktorý í Reykjavík þriðju- dagskvöldið 18. september. Ljósmynd/Hari Brúðkaupið haldið á rómantískum stað Gossip Girl stjarnan Blake Lively gekk að eiga leikarann Ryan Reynolds á sunnudaginn, en þau hafa verið saman í rúmlega ár. Athöfnin fór fram á þeim rómantíska stað þar sem kvikmyndin The Notebook var tekin upp á sínum tíma. Það var engin önnur Martha Stewart, eftirsótti brúðkaups- skipuleggjarinn, sem tók að sér að skipuleggja brúðkaupið. Brúðurin fékk hátískuhönnuðinn Marchesa til þess að hanna brúðar- kjólinn, sem var hvítur og alskreyttum demöntum. Hún paraði skó frá góðvini sínum, Christian Louboutin, við. Brúðguminn valdi sér svört, klassísk jakkaföt frá tískuhúsinu Burberry og lét vin sinn, Christopher Bailey, hanna leðuraxlabönd sem bæði hann og svaramenn hans klædd- ust. Þetta er fyrsta brúðkaup leikkonunnar, sem varð 25 ára á árinu, en annað hjónaband Ryans, sem skildi við leikkonuna Scarlett Johansson í desember 2010, eftir aðeins tveggja ára hjónaband. 68 dægurmál Helgin 14.-16. september 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.