Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1925, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.02.1925, Blaðsíða 7
ii. árg. i.—2. blað. Reykjavík, i. febrúar 1925. Handlæknisaðgerdir við Akureyrarspítala 1907—1924 eftir S' t g r. Matthíasson héraðslækni. Formáli. Eg tók við Akureyrarhéraði af Guðmundi héraðslækni Hannessyni með júlíbyrjun 1907. — Með júlíbyrjun i ár var þvi liðið 17. árið, sem eg hefi verið læknfr við sj úkrahúsið. Þó að þetta sé ekkert júbilár, finn eg samt hvöt hjá mér til að stíga upp á merkis- stein og lita yfir nokkrar aðgerðir mínar þetta timabil. Ekki víst, að eg nenni því betur seinna, og ekki treystandi, að vitið vaxi með árunum, svo að betur takist sögu- ritun síðar. Og hver veit hve lengi leyfist að halda á penna, eða hvenær sá ömurlegi tími upprennur, að ekki verður kostur á að opinbera orð og gerðir nema gegnum b o r ð f ó t! Handlæknisaðgerðir meiri og minni. Það getur verið álitamál hverjar aðgerðir kallist meiri háttar og hverj- ar minni. Sumum t. d. vex í augurn út af fyrir sig, að opna kviðarhol. Öðrum finst það litlu frásöguverðara en að fara ofan í vasa. Eg fer minna ferða í þessu, eins og neðanrituð tafla sýnir, og tel til meiri háttar skurðar- aðgerða f lestar a ð g e r ð i r á i n n ý f 1 u m í b r j ó s t h 0 1 i og k v i ð- a r h o 1 i, a m p u t a t i o n e s m a m m æ, amputationes et e x- articulationes hinna stærri lima, t r e p a n a t i 0 n es o s s i u m, resectiones stærri útlima og fáeinar fleiri. Á töflunni hefi eg talið fram m a n n d a u ð a þ a n n, s e m a ð g e r ð- u n u m f y 1 g d i. Meiri háttar handlæknisaðgerðir: Hve oft Dánir Ecchinococcotomia ................................. 44 II Appendectomia ................................... 224 5 (þar af „á chaud") ............................ (14) (3) Herniotomia radicalis ............................ 60 2 (þar af vegna hernia incarcerata) ......... (6 (1) Laparotomia explor • •.......................... 29 7 ---- pr. tub. peritonei ................... 9 2 Ventro-fixatio uteri ............................. 12 o

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.